Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Blaðsíða 5
1) Haldari fyrir bergsýnishornin. Unnt er aö snúa sýnishorninu um tvo ása, sem mynda 90° horn. 2) Hylki utan um seglana tvo, sem segulmáttur sýnishornsins er mældur með. 3) Rafstraumsspólur, sem notaðar eru til að upphefja jarðsegulsviðið á sýnishorn- en ég fluttist hingað, þegar ég var níðri í háskóla, varð ég að taka fullt tillit til Skerjafjarðarvagnsins, sem stanzaði fast við húshornið á hálfrar stundar fresti. Mælirinn skynjaði greinilega hið stálslegna ferlíki, sem staðnæmzt hefði fyrir utan, og ég varð að bíða, þangað til vagninn var farinn leiðar sinnar. — En veðrið hefur engin áhrif á starf þitt? — Jú, vissulega Suma daga get ég ekkert mælt fyrir stormi, og þá •yinn ég að útreikningum, sem eru reyndar jafntímafrekir og mælingarn hr sjálfar. En þú mátt ekki halda, áð það sé þessi venjulegi næðingur, sem ég á við. Nei — það er segul- stormar, sem truíla mig. Annars eru athuganir á slíku veðurfari sérgrein í>orsteins Sæmundssonar, sem vinnur hér einnig. Og þegar Frakkar skutu eldflaug sinni af Skógasandi, höfðu þeir einmitt samráð við hann um ákjósanlegastan tíma til verknaðar- ins. — En hvenær hófvst þessar segul- magnsmælingar á bergi, sem þú ann- ast? — Þær hófust um 1950, er Hol- lendingur að nafni Hospers mældi segulstefnu í ýmsum raunlögum. Síðan tóku prófessorarnir Þorbjörn Sigurgeirsson og Trausti Einarsson þessar mælingar upp, og margir fleiri hafa starfað við þær síðan. Þor- björn hefur umsjón méð mælingun- um, sem núna eru gerðar hér. Seg- ulmælirinn, sem við notum, er smíð- aður hér, eftir enskri fyrirmynd, byggðri á hugmynd enska Nóbelseðl- isfræðingsins Blacketts. Verkið, bæði söfnun sýnishorna og mælingar er unnið í samvinnu við háskólann f Liverpool. Hvert sýnishorn er brot- ið í tvo hluta, og er annar mældur í Liverpool, hinn hér. — Já, segðu mér — eru þetta mismunandi bergtegundir? Örn svarar ekki strax, heldur breið ir úr stóru korti af Mið-Austurlandi. Á það eru krotuð einhver tákn með bleki, einn og einn bókstafur. Við Norðfjarðarnípu er ritað A, og síðan koll af kolli lengst upp í Fljótsdal. Þar, meðfram upptökum Jökulsár, eru S, T og U _ — Þú veizt kannski ekki, segir Örn, þegar ég hef gónt bjálfalega á kortið litla stund, að ísland er hlaðið upp af mörgum blágrýt- ishraunum, sem runnu hvert eftir annað fyrir meira en milljón árum. Lagskiptingu þeirra má greinilega sjá í bröttum sæbörðum fjöllum eins og Hólmatindi við Reyðarfjörð. Hraunlögin eru ekki lárétt, heldur hallar þeim inn að miðju landsins, þannig að elztu lögin eru við sjó austast á landinu, en verða yngri eftir því, sem ofar og innar dregur. (Ég reyni að hugsa mér ísland inu. eins og gríðarlega ummálsfreka vín- artertu, signa í miðjunni). — Fyrst eru því tekin sýnishorn í flæðarmálinu, heldur Örn áfram, síðan rétt fyrir ofan það og haldið áfram upp á efstu heiðar Hver bókstafur merkir ákveðin söfn- unarsvæði. A er til dæmis tákn fyrir hraunlögin í Norðfjarðarnípu frá sjó og upp úr. f basaltinu eru segul- mögnuð járnsambönd, og hafa þess- ir seglar stefnu eftir segulsviði jarð- ar eins og það var, er hraunið storkn aði. Mætti kannski segja, að mynd af segulsviði jarðar frjósi föst f hrauninu. Hospers uppgötvaði, að ségulstefnan í sumum berglögunum var þveröfug við núverandi segul- stefnu jarðar. Rannsóknir hafa sýnt, að norður- og suðursegulpólar hafa skipt að minnsta kosti þrjátíu sinn- um um stefnu frá elztu jarðlögum til yngstu. í Norðfjarðarnípu einni skiptir til dæmis sjö sinnum um frá sjó og upp á Hrútatind. — Það var svei mér fróðlegt. Og er nú eitthvert gagn í að vita þetta? Örn útskýrir fyrir mér með um- burðarlyndi, að flestar uppfinningar síðustu alda, sem leitt hafi mann- T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 77

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.