Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Síða 8
DÝR OG FUGLAR
EINS OG VIÐ
kymnumst_þeim
I HELGRI SKRIFT
í skriftinni kynnumst við ísraels-
lýð, jafnt við daglegar annir sem á
fagnaðarstundum, á tíma neyðar-
innar, þegar óvinir þeirra knésettu
þá, og á því skeiði sögunnar, er þeir
'ioru meðal auðugustu þjóða heims-
áis. Mikilvægustu atvinnugreinar
þeirra voru búfjárrækt og jarðyrkja.
ísraelsmenn urðu því sífellt að heyja
stríð við náttúruna: Rándýr sátu
um búpening þeirra, og engisprettur
sviðu akra þeirra og aldingarða. í
skriftinni er því oft vikið að sambúð
ísraelsmanna og villidýranna, og af
samlikingum ýmsum má ráða, hvaða
eiginleika þeir hsfa eignað þessum
dýrum.
Veiðar margs konar voru stundað-
ar í landi ísraelsmanna allt frá dög-
um ættfeðranna. Esaú er fyrsti veiði-
maðurinn, sem nefndur er. Minnis-
stætt er, að hann kom heim af veið-
um heldur slyppifengur, er bróðir
hans, Jakob, kúgaði af honum frum-
burðarréttinn, og - á veiðum
var hann einnig, þegar Jakob
sveik sér blessun föður þeirra.
Okkur er svo hermt: að
Esaú hafi haft boga og örvar að
vopni. Annars notuðu þessar þjóðir
mjög spjót í veiðiferðum sínum, og
dýragrafir voru einnig tíðkaðar. Lítil
dýr og fugla veiddu menn í snörur
|og nekEn hvergi getur þess, að
ísrelsmenn hafi notað veiðihunda.
Ekki máttu ísraelsmenn neyta
kjöts allra dýra. Þeim var skipt í
hrein dýr og óhrein í Móselögum.
Af spendýrum voru það einungis þau
jórturdýr, er voru með klaufir, sem
þeir máttu eta: Hirtir, rándýr, dádýr,
steingeitur, villiuxar og gíraffar. En
raunar er miklum vandkvæðum bund-
ið að þýða sum dýranöfnin réttilega
og það, sem kallað er rádýr í einni
biblíuþýðingunni, er nefnt gasella í
annarri, og margt annað er harla
ónákvæmt í þessum fræðum.
Skógardýrin voru dáð sökum frá-
leik- síns og vaxtarþokka. Þegar Saló-
mon konungur lýsir Súlamít í Ljóða
ljóðunum, segir hann:
„Brjóst þín eru sem tveir rádýrs-
kálfar, skóggeitartvíburar, sem eru
á beit meðal liljanna."
Og að kvæðislokum segir hin unga
stúlka við unnusta sinn:
„Flý þú burt, unnusti minn, og
líkst þú skógargeitinni eða hindar-
kálfi á balsamfjöllum.“
í Orðskviðunum eru þessi heilræði:
„Uþpspretta þín sé blessuð, og gleð
þig yfir festarmey æsku þinnar:
Elsku-hindinni, yndisgemsunni."
Ljónið er konungur dýranna. Það
var algengt við austan vert Miðjarð-
arhaf í fornöld — til dæmis í Jór-
danárdalnum, Líbanonsfjöllum og
Hermon. Munu Ijón hafa
horfið á þessum slóðum á
krossferðatímunum. í ritning-
unni segir, að ljónin hafi hafz
við í skógum, þéttu kjarri og hellum
fjallanna. „Ljón er risið upp úr
runni sínum, þjóðaeyðir lagður af
stað, farinn að heiman til þess að
gera land þitt að auðn,“ segir Jere-
mías. „Veiðir þú bráðina fyrir ljón-
ynjuna, og seður þú græðgi ungljón-
anna, þá er þau kúra í bæli sínu og
vaka yfir veiði í þéttum runni?“ spyr
Job.
Ljón voru sterkust og hugrökkust
dýra: „Þrír eru þeir, sem tigulegir
eru á velli, fjórir þeir, sem eru tigu-
legir í gangi,“ segir Salómon. Þar er
fyrst „ljónið, hetjan meðal dýranna,
sem ekki hopar fyrir neinni skepnu.“
Hinir mestu garpar ísraelsmanna,
svo sem Samson, unnu samt á því
með berum höndunum. Hjarðmenn-
irnir urðu oft fyrir þungum búsifj-
um af völdum ljónaana, sem
hremmdu sauðfé og geitur, og stund-
um urðu þau mönnum að bana. Það
voru ekki allir hjarðmenn jafnokar
Davíðs, sem lýsti viðbrögðum sínum
í hjásetunni með þessum orðum, er
hann bauð Sál konungi að fara á
móti Filisteanum: „Þjónn þinn gætti
sauða hjá föður sínum. Ef þá kom
Ijón eða björn og tók kind úr hjörð-
inni, þá hljóp ég á eftir honum og
felldi hann og reif kindina úr gini
hans. En ef hann réðst í móti mér,
þreif ég í kampa hans og laust
hann til bana.“
Öskur ljónanna var geigvænlegt.
„Ljón öskra eftir bráð og heimta æti
sitt af guði.“ Fátt olli slíkri skelf-
ingu nema þá reiði konungsins:
„Konungsótti er eins og ljónsöskur:
Sá, sem egnir hann á móti sér, fyrir-
gerir lífi sínu.“ Á dögum postulanna
var farið að líkja andskotanum við
reitt ljón: „Verið algáðir, vakið:
Óvinur yðar, djöfullinn, gengur um
sem öskrandi ljón, leitandi að þeim
sem hann geti gleypt," segir Pétur
postuli.
Björn sá, sem skriftin kynnir okk-
ur, var slæmur vágestur, sem gerði
tíðum usla eins og ráða má af orð-
um Daviðs. Harðfengir menn og
grimmir voru sagðir „eins og birna
á mörkinni, sem rænd er húnum sín-
um.“ Og mannskæðir voru þeir. Þeg-
ar tveir drengir skopuðust að Elíasi
spámanni, formælti hann þeim, og
sú formæling var kyngimögnuð, að
tveir birnir komu úr skóginum og
rifu í sundur fjörutíu og tvö börn.
Slæmum konungum var líka líkt við
tryllt villidýr, þar á meðal björn:
„Eins og grenjandi ljón og gráðugur
björn — svo er óguðlegur drottnari
yfir lítilsigldum lýð.“ Samt taldi Sal-
ómon ekki reiðan björninn verstan
alls, sem orðið gat á vegi manns:
„Betra er fyrir mann að mæta birnu,
sem rænd er húnum sínum, heldur
en heimskingja í flónsku hans."
Úlfurinn var allra landa kvikindi
fyrr á tímum. Enn er hann til í
ísrael, þótt orðinn sé hann harla
sjaldgæfur. Úlfarnir voru gráðugast-
ir dýra. Þegar Sóffónías spámaður
las Jerúsalemsborg reiðilestur sinn,
sagði hann meðal annars: „Höfðingj-
arnir í henni eru sem öskrandi
ljón, dómendur hennar sem úlf-ar að
kvöldi — þeir leifa ekkert til morg-
uns.“ En það var fræknleikur úlfa,
hve fljótir þeir voru að hlaupa. Af
því spruttu ýmsar líkingar. Hestar
Kaldea voru til dæmis sagðir „skjót-
ari en úlfar að kvöldi dags.“ Það er
auðvitað engin tilviljun, hve oft er
vitnað til atferlis úlfanna á kvöldin:
Þá voru þeir helzt á ferli.
Refa getur oft, en oft getur eins
vel verið, að átt sé við sjakala. Á
dögum Jesú var refurinn rómaður
fyrir kænsku sína. Hundar voru líka
á reiki, oftast hálfvilltir, og rifu í sig
sorpið, sem hent var út. Það er að
ráða af ritningunni, að ekki hafi ver-
ið fátítt, að þeir ætu lík, og í hunds-
kjafta fór hún Jessabel heitin. Sjald-
an er það, að hundum séu eignaðir
lofsverðir eiginleikar, en oft farið
um þá niðrandi orðum. Það gerir
jafnvel hinn vísi Salómon: „Eins og
hundur sem snýr aftur til
spýju sinnar, svo er heimskinginn,
sem endurtekur fíflsku sína.“ Ekki
80
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAU