Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Side 19

Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Side 19
Holleufer gretti sig með fyrirlitningarsvip , þegar þeir félagar skröngluðust út og skelltu hurðinni harkalega að stöfum á eftir sér. Síðan vatt hann sér að konu sinni, því að nú var honum ekki van- þörf á hugsvölun og skilningsríku meðhaldi. Hann hafði lengi hlakkað til að heyra, hvernig hún brygð- ist við þessu. En það var ekki neinnar sáluhjálpar að vænta úr þeirri átt, síður en svo, því að nú spurði hún nær því óttaslegin, líkt og hann væri kominn á fremsta hlunn með að fremja glæp: — Getur það verið alvara þín, Holleufer, að ganga á mála hjá hægrimönnum? — Ó-já, kindin mín, svaraði hann. Og nú beitti hann allri þeirri mælsku, sem hon- um var gefin, til þess að gera henni skiljanlegt, hvað hann hafði hugsað og ályktað síðustu vikurn- ar. En tungulipurð hans entist honum ekki til sig- urs á tortryggni konunnar. Hún svaraði á gamal- kunnan hátt, hugdeig eins og endranær: — Ég held, að það sé jafn vitlaust af þér, hvort sem þú slærð þér í bland með hægri mönnum eða vinstrimönnum. Hafðu mín ráð, Holleufer, gefðu þig að hvorugum. Þá verður þér ekkert að slysi. — Ég vil ekki heyra svona tal, kona, sagði Holleu- fer. Ég hef margsagt þér, að Þú berð ekkert skyn á það, hvaða byltingar öldin ber í skauti sínu. En við — við, sem vit höfum á þeessu, skilurðu — við sjáum, hvað í vændum er. Og við vitum, hvers af okkur er krafizt á stund hættunnar. Föðurlandið er í hættu, Gréta — soralýðurinn vill fara að stjórna. Það eru fuglar á borð við Ziegler og Mikkelsen, sem ætla að olnboga sig að stjórnvelinum og ráða landi og þjóð. Eigum við að sætta okkur við það? Hefur skraddari vit á því, hvernig ríkisstjórnin á að vera skipuð? Skyldi vera vit í því, að Hans Hátign, konungurinn, leitaði ráða hjá honum Mikk- elsen? Þegar hér var komið ræðu hans, barst daufur lúðrahljómur neðan af torginu, þar sem fylgismenn | ÚR RITUM GÖMLU | | SNILLINGANNA j | Hinrik Pontoppidan l stjórnarvaldanna áttu að safnast saman til skrúð- göngu. Hann spratt á fætur í ákafri geðshræringu og snaraðist í síðustu flíkurnar. Að svo búnu gekk hann að speglinum með gamla, gráa pípuhattinn sinn dreginn niður yfir vatnssleikt hárið og mórauðan lafafrakkann strengdan um mjó- sleginn búkinn og hóf handleggina upp eins og vængi, svo að Gréta, er snerist nöldrandi i kring- um hann með bursta og klút, sem hún hafði vætt steinolíu, ætti hægara með að fullkomna fatasnyrt- inguna. En sem hann stóð þannig, kiknaði hann skyndilega undir ofurmagni tilfinninganna, sundur- kraminn af ofvæni og kvíða, sem einnig var far- inn að skjóta upp kollinum. Hann fylltist ákafri löngun til þess að umvefja aðra ástúð -inni og gráti nær slæmdi hann handleggnum um hálsinn á Grétu, sem streittist afundin á móti, og kyssti hana beint á munninn, svo að smali í. Síðan kvaddi hann börnin með hátíðlegu látbragði, eins og hann væri að leggja af stað í langa ferð, og í dyrunum sneri hann sér við enn einu sinni og sagði, um leið og hann kastaði kossi af fingri sér til konu sinnar: — Vertu nú bara róleg, Gréta mín. í dag fréttir þú ekki annað um mig en það, sem þú getur verið hreykin af. Samt sem áður geislaði ekki af tilburðum Holleu- fers skósmiðs og látbragði jafnvígamannlegt sjálfs- öryggi góðborgarans og endra nær, þegar hann hélt niður þröngt Malarasundið í gamalkunnum stjórn- lagaskrúða sínum. Þótt hvergi sæist maður, laum- aðist hann hljóðlega meðfram veggjunum, líkt og þjófur á nóttu, og heyrði hann mannamál einhvers staðar í grenndinni, kýtti hann sig saman og hvatti sporið. Hann var kominn neðst í sundið, þar sem aðalgatan tók við, þegar hann heyrði lúðra kveða við. Hann nam staðar: Skrúðgangan var þegar hafin. Undanfarar hennar — strákastóð, sölukerlingar og krakkalýður — þustu hjá í þessum svifum, og í næstu andrá gullu við húrrahróp skammt undan. Um stund var eins og Holleufer væri á báðum átt- um. En jafnskjótt og fyrsta fánanum brá fyrir niðri við hornið, skauzt hann inn í húsasund og stóð þar grafkyrr á meðan fólkið þrammaði hjá. Fremstur sprangaði lögregluþjónn bæjarins, hnitmiðaði stutt skrefin, lyfti fótunum hátt og steig snöggt til jarð- ar og var auðráðið af látbragði hans, að þetta var ein af ánægjustundunum í lífi hans: Allir mændu á hann með öfund óg aðdáun. Á eftir honum fór lúðraflokkurinn — fjórir holdugir menn með út- belgdar kinnar á stærð við barnsmaga. Síðan kom T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 91

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.