Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Qupperneq 2
ÓLÖF JÓNSDÓTTIR:
ÉG ER AD FL ÝTA MÉR
Fyrst ég var nú kominn út á Nes
hvort sem var, datt mér í hug að
líta inn til afa og ömmu, sem eiga
þarna heima rétt við sjávarmálið.
Þau hafa átt þar lengi heima, svo
lengi sem ég man til.
Húsið þeirra er lítið timburhús,
gult með grænu þaki og hvitum glugg-
um.
Sólargeislar léku sér í glugganum,
hoppuðu til og frá, frjálsir og kátir.
Ég staldraði ögn við og virti hús-
ið þeirra fyrir mér, þennan gamla
vin, æskuvin. Hér hafði ég leikið mér
barn í sandinum, veit mér og byggt
heilar borgir úr sandi. Þessa daga
tíndi ég nú saman í huganum, þeir
voru dýrar perlur í minningunni. —
Þetta gat eins verið sama grasið í
túninu og þá. Stráin teygðu úr sér,
og sóieyjan kinkaðf kolli, til þess
að ég tæki líka eftir henni. í sömu
andrá settist þröstur á snúrustaur-
inn og song um vorið, um háan him-
ininn, hvelfinguna yfir höfðum okk-
ar.
Einu sinni 'skvömpuðu litlir berir
fætur í flæðarmál, og smáar hendur
tíndu skéljar.
Það er logn á Nesinu, og reykinn
úr strompinum á litla húsinu leggur
hátt upp.
Ég ranka við mér og geng hægt
heim, stikla nýsópaða, gráa gang-
stéttarsteinana. — Allt er vel hirt
hjá ömmu. Og nú man ég það, að
þessi sunnudagur heitir Sara í al-
manakinu eins og amma. Ég kný
dyxa. Gömul og lotin kona kemur
fram. Hún er nett vexti og fisiétt
í spori eins og dansmær. Löngu flétt-
urnar hennar eru farnar að þynn-
ast og grána. Hún ber hönd að enni
og strýkur hár frá augum, brosir og
heilsar fagnandi gesti.
Ilm af flatkökum leggur fram. Hún
er að steikja þær á gamalli glóðar-
hellu.
Hún faðmar mig að sér og segir
það né gott ég komi núna. Ég sé
rétt eins og kölluð, því að afi sé veik-
ur.
„Afi?“ sagði ég, knúskyssti ömmu-
og hraðaði mér inn göngin, þreif-
aði fyrir mér með höndunum og
rambaði upp þröngan stigann, upp
á ioftið, inn til afa.
Hann hefur blundað, en hrökk óð-
ara upp við bröltið í mér. „Þú kom-
in, Vala mín. Skelfing er gott að sjá
þig.“ Mér var dimmt fyrir augum,
og ég rak mig á eitthvað. Afi rekur
upp þett.a iíka litia öskur. — „Ætl-
arðu að brjóta á mér lappaskrattana,
eða hvað gengur á?“
.yHvernig gat ég vitað, að þú sperrt
ir fótinn langt íram á gólf, afi?“
„Og hvað er að sjá þig, er það fót-
urinn á þér, þessi ófreskja?“
„Hvað sýnist þér, Vala litla. O-ho—
ég þurfti nú sko að demba ofan á
mig heilu lóðartrdgi í fyrradag. Var
að enda við að beita, rann til á
slorugu gólfinu, og það fór nú svona
eins og þú sérð. Þetta er helvítis
kvalir síðan.“
„En hafið þið ekki náð í lækni?“
„Og sei, sei, hún Sara bað hann
að líta inn, en hann hefur nú ekki
sézt hér enn. Það er í mörg horn
að líta hjá þessum doktorum nú til
dags, vist um það. Nú, nú, þeir hirða
nú víst fyrir mann hjá samlaginu,
þó þeir komi svo sem aldrei. Hann
hefur nú fengið að vera í friði fyrir
mér til þessa, kvölin sú arna.“
„Þetta er ekki hægt, ég hringi í
helgilækni.“
„Helgilæknir,“ át afi upp eftir mér,
„helgilæknir, hvað er það nú?“
„Nú sunnudagalæknir.“
„Eru þeir góðir? sagði afi.
„Það eru allir misjafnir, þeir líka,
en látum okkur sjá.“ Og ég sló á
þráðinn.
Afi bað um vatn að drekka. Ég
hljóp eftir vatni, lyfti höfðinu á
honum, og hann drakk, svaiandi
kalt vatnið.
Mikið var höfuð hans heitt.
„Hvað ætli sé að hlaupa í löppina
á mér, Vala? Ég finn þessi reiðinn-
ar ósköp til. Æ, æ,“ veinaði hann,
„fer nú ekki þessi læknir að koma.
Skelfing er hann lengi, rétt eins og
þetta sé þingmannaleið hjá honum,
iþennan spöl hér út á Nesið.“
í þessu er barið.
„Sko, nú kemur hann, doktorinn,"
sagði ég hughreystandi.
Eftir andartak stóð hann inni á
gólfi. Loksins var langþráður læknir
kominn, allvörpulegur ásýndum.
„Hvað er að yður,“ sagði hann
hásum rómi.
„Nú hér hafið þér fótinn,“ og afi
teygði hann fram.
Framhald á bls. 574.
554
TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ