Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Page 9

Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Page 9
.1 »■■■*•>> '» ,4 »•••■ >■ >■ »■ )' >"■> >' .)' ■■> ■'> > ! »■ >■ •>; >' >;■•;> Hermenn frá Mstkvu. Tréskurðarmynd úi> bók Herbersteini, Rerum Moscovitar- um Commentarii, sem út kom árið 154». Hermennirnlr voru klæddir fóSruSum treyium, sem veittu skjól fyrlr kulda og ðrvum. í Vestur-Evrópu hafðl mjög dregið úr mlkilvægi boga i hernaði um þessar mundir, en þeim var beitt I styrjöldum í Austur-Evrópu allt fram á 18. öld. ur í Moskvu og lagði miikinn hluta borgarinnar í rúst. Jafnvel Kreml höllin, aðsetur ívans, varð ekliuum að bráð. ívan leitaði nú út fyrir borg ina og kvaddi saman ráðstefnu til þess að fjalla um upptök eldsins. Trúðu ýmsir því, að um galdra væri að ræða, og neyttu sumir aðalsmenn irnir færis og létu myrða menn und ir þessu yfirskini. ívan brást hart við. lét refsa morðingjunum og nautum þeirra og skipaði að miklu leyti nýja menn í hinar æðstu stöð- ur. Náði hann með þessu móti betri tökum á stjórn rikisins en áður og hratt fram ýmsum umbótum, þótt ekki yrði honum jafnmikið ágengt og skyldi. Hann kvaddi saman rík- isþing sér til halds og trausts gegn aðalsmönnunum og lét setja ýmis ný lög. Þá var ívani umhugað um jarða- mál, og hann freistaði þess að koma á fót sterkum ríkisher. Einmitt um þessar mundir, laust eftir miðja öldina, hóf ívan að láta til sín taka á sviði utanríkismála. Margir sagnfraeðingar eru þeirrar skoðunar. að ívan hafi verið allur af vilja gerður að breyta hinu rússn- esk, þjóðfélagi til vestræns vegar, og -annarlega reyndi hann að færa út riki sitt, enda varð honum allvel ágengt í því efni. Hitt er svo annað mál. að verka fvans sér minni stað en þess, sem Pétur mikli kom til leiðar. Kemur þar sitthvað til greina, eins og síðar getur. Það var árið 1552, sem ívan sneri ti! atlögu við aðrar þjóðir. Hann réðst á borgina Kazan á Volgubökk- um. sem var byggð Törturum, er voru Múhameðstrúar. Baráttan um borgina var löng og hörð, en raunar mun ívan sjálfur lítt hafa gengið fram fyrir skjöldu. Er mælt, að að- alsmenn hafi þurft að leggja hart að honum til þess að fá hann út á vígvöllinn í eigin persónu. Hvað sem því líður, var þessi sigur hinn mik- ilvægasti. Með honum hefst sókn Rússa austur á bóginn. Þeir unnu brátt Astrakan og sóttu fram til Síberíu, og landnemar fylgdu óðara í kjölfar herjanna. Enn fremur beindi ívan athygli sinni í vesturátt, að Eystrasalti, en þar áttu Rússar engin lönd að sjó um þessar mundir Her hans réðist inn í Lífiand, sem myndi að mestu falla innan landamæra Lettlands. sem nú er, en þar réðu þýzkættaðir menn mestu. Þá vann ívan hafnarborgina Narva í Eistlandi. Kom það sér mjög vel fyrir alla verzlun, þar eð höfnin í Arkangelsk við Hvítahaf, sem ívan hafði látið gera, hafði takmarkað nota gildi sökum ísalaga. Atferli hersins var með þeim hætti, að almenna hneykslun vakti úti um lönd. Var þó aldarandi í þeim efnum sízt betri á sextándu öld en verið hefur fyrr ng síðar. Til að mynda var skammt ad minnast framferðis keisarahersins í Rómaborg árið 1527, er þótti miður fagurt. En nú brá svo við, að Evrópuriki hófust handa um efnahagslegar refsi- aðgerðir gegn Rússlandi undir for- yrstu Ferdinands fyrsta Þýzkalands- keisara. Þær urðu þó ekki árangurs- ríkar, enda voru Englendingar ekki heils hugar í þessum efnum. arbeiðni. Pólland var þá afar víðient og ærið voldugt riki. Pólverjar áttu í Lífiandi hagsmuna að gæta og þegar hér var komið sögu, tóku Norð- urlönd að sýna áhuga á málinu. Sagna ritari nokkur líkti Líflandi við unga konu, sem allir eru á þönum kring- um. Víst er um það, að hér hófst nýr þáttur í sögu valdabaráttunnar við Eystrasalt, sem gætti svo mjög allt til loka Norðurlandastyrjaldar- arinnar miklu árið 1721. Veizla hjá ívani grimma. Keisarinn og sonur hans sitja einir við urSið í miðju. Við hin borðin sitja aðahmenn. Bæði aðalsmenn ' hfónar eru klæddii itöu'n káoum '— - hís hatta á höfði. I í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 5 jl

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.