Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Blaðsíða 10
Basillosdómkirkjan í Moskvu. Smíði þessarar fögru byggingar hófst á valdatímum ívans grimma. Kirkjan stendur við annan enda Rauða torgslns, rétt hjá Kremi. Hvert hvolfþakanna hefur sérstakan lit og lögun. Sagan segir, að ívan hafi látið blinda byggingarmeistarann, er smíðinni var lokið, svo að hann f^ngi ekkert gert, er tæki kirkjunni fram. Kirkjan varð fyrir mlklum skemmdum, er Napóleon sat um Moskvu árið 1812, en gert var við hana nokkru síðar, og er hún enn ein hin glæstasta bygging ( Rússaveldi. og enn spinnast sögur af kvonbæn- um fvans. Hann leitaöi ráðahags við Katrinu, systur Sigmundar Pólverja- konungs. Trúlega hefur ívan ætlað sér eð bæta stjórnmálalega taflstöðu eina með þessu móti, en Sigmundur tók málaleitan kelsarans viðsfjarri, enda þótt Katrín hefði allan hug á þvi, að af mætti verða. Sigmundur gifti systur sina Jóhanni Finnlands- hertoga, bróður Eiríks Svíakonungs. ívan brást reiður við og lagði til atlögu gegn Pólverjum, en varð ekki ýkjamikið ógengt. Þá settist hann að samningaborði með fulltrúum Svía. Kom þá í ljós, að hann hafði ekki gefið áform sín um Katrínu hina pólsku upp á bátinn. Eiríkur kon- ungur tók því furðuvel og lét varpa bróður sínum og mágkonu í fangelsi. Oft var hann að því kominn að láta hálshöggva Jóhann, en varð ekki af, og fór svo, að Eiríkur missti vitið. Jóhann brá skjótt við og steypti bróð Ur sínum og gerðist konungur, hinn þriðji með því nafni í Sviþjóð. Reynd ist hann hinn nýtasti konungur og, hvað, sem um afskipti hans af trúarmálefnum má segja varð ívani ekkert ágengt í skiptum sínum við Svía upp frá því. Þeir ívan og^ Jóhann skiptust á bréfum, og tók ívan þá oft ærið stórt upp i sig, eins og sjá má af kafla úr einu bréfa hans: „Þú geltir að mér eins og hundur. Mér fellur ekki að fást við þig á slíkan hátt. Sértu hneigður fyrir þess konar barátta, skaltu reyna að finna kaplabrynka á borð við sjálfan þig sem andstæðing.“ ívan fékk nú einnig sitthvað við að glíma á austurmörkum ríkis sins. Sigmundur konungur hafði hvatt Tyrkjasoldán til þess að leita hefnda fyrir töku Kazans og Astrakans, og batzt soldán samtökum við Tartara á Krím í því augnamiði. Þeir lögðu til atlögu árið 1569. Fátt varð um varnir, og ívan yfirgaf höfuðborg sína bardagalaust. Hann varð að láta sér lynda, að þeir bandamenn hæld- ust um og bað auðmjúklega um vopna hlé. Með þessu móti vannst honum tími til þess að kveðja út nýjan her, sem reyndist sigursæll og vann það á ný, sem tapazt hafði. En ívan skellti skuld á aðaísmennina, setn margir hverjir voru gerðir höfði styttri. Því atferli ívans, sem aflaði hon- um viðurnefnisins „hinn grimmi,“ hefur ekki verið gerð nákvæm skil í ofanskráðu, en til skilningsauka mætti rekja herför þá, er hann fór til Novgorod árið 1570. Svo var máL með vexti, að Hólmgerðingar voru grunaðir um það að hafa átt í makki við Pólverja um það að steypa ívani af stóli. Keisarinn brá fljótt við, er honum barst þessi kvittur, og ger- eyddi nágrannabyggðum. Lið hans umkringdi borgina, og klaustur í út- jöðrum voru rænd og munkar og prestar teknir höndum. Fáum þeirra tókst að kaupa sig lausa, og hinir allir voru hýddir til bana. Næst varð erkibiskupinn í Novgorod fyrir barð inu á ívani. Keisari vildi ekki taka blessun hans, og meðan á máltíð stóð, var biskup tekinn höndum, svipt ur tignarmerkjum sínum og varpað í prísund. Þá kom röðin að borgarbúum. Pyndingarlækjum var komið fyrir á aðaltorgi borgarinnar og rannsóknar- réttur settur á stofn. Sum fórnar- lömibin voru hálfsteikt yfir hægum 562 T1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.