Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Síða 11
eldi og síðan ýtt á sleðum út í ólg-
ándi straumiðu, sem aldrei lagði. Og
par gættu spjótliðar á bátum þess,
áð enginn slyppi heill á húfi. Börn
yoru bundin við mæður, svo að ein
orlög biðu beggja.
Hrannvíg þessi stóðu yfir í fimm
vikur, og munu fimm hundruð hafa
^átið lífið dag hvern. Ekki lét fvan
þar við sitja, heldur lét hann
afna allar verzlanir við jörðu og
Sömuleiðis öll íbúðarhús í úthverf-
Um. ívan leit sjálfur eftir öllum fram-
ikvæmdum. Þegar öllu var lokið, ávarp
aði hann eftirlifandi borgarbúa og
bað þá að biðja Guð um að vernda
sig fyrir landráðamönnum.
Þegar til Moskvu kom, lét ívan
efna til mikillar hátíðar. Ætlað var,
að ýmsir Moskvubúar væru undir
sömu sök seldir og Hólmgerðingar,
Og þrjú hundruð sökudólgar, sem
álitnir voru, voru leiddir til Rauða
forgsins til aftöku. Þar hafði alls
kyns pyndingartækjum verið komið
fyrir, en Moskvubúar, sem boðaðir
höfðu verið til hátíðarinnar, létu
ekki sjá sig. Þegar á torgið kom,
var sumum gefið líf, en aðrir biðu
hinn hryllilegasta dauðdaga. Þess er
getið, að einn ráðherra ívans var
hengdur upp á fótunum og höggv-
inn í spað, en á annan var til skiptis
hellt ísköldu og sjóðandi vatni, unz
hann gaf upp andann.
Grimmd ívans hefur ugglaust átt
sinn þátt i því, að hann aflaði sér
fárra bandamanna, þótt almenn tafl-
staða stjórnmálanna hafi sennilega
ráðið mestu. ívan hafði mikinn hug
á þvi að efna til bandalags við
England, en þar rikti Elísabet fyrsta.
Ókvalráðir enskir sjómenn höfðu
siglt í austurveg, og ívan fýsti mjög
að koma á varanlegu verzlunarsam-
bandi milli landanna og veitti ensk-
um kaupmönnum ýmis fríðindi í ríki
sínu. Englendingar munu ekki hafa
verið sérlega áfjáðir í þessum efnum,
og versnaði samkomulagið fljótlega.
fvan tók þó upp þráðinn að nýju, og
vildi nú bindast Englendingum á
grundvelli hjúskapar milli sín og
einhverrar frænku Englandsdrottn-
ingar. Ekki varð þó af, og ívan mátti
einn síns liðs berjast við Pólverja
síðustu æviár sín.
Einkalíf fvans hefur fyrr og síðar
þótt í frásögur færandi. Hann var
trúhneigður og lét reisa byggingu, er
Sobola var kölluð, í útjaðri borgar
einnar. Þar bjuggu þrjú hundruð
valdir menn, sem tóku þátt í bæn-
um og öðrum trúarathöfnum með
keisara fyrri hluta dags. Hins vegar
kvað nokkur breyting hafa orðið á
eftir miðdegisverð, þvj að þá skorti
hvorki konur né drykkjarföng.
ívan mun alls hafa kvænzt átta
sinnum, og telja ýmsir, að sumar
kvenna hans hafi ekki dáið eðlilegum
dauðdaga. ívan gat tvo sonu við
Anastasíu, fyrstu konu sinni. Sá eldri
bar nafn föður síns og mun hafa
svarið sig í ættina. Skýrir einn sagn-
ritari frá því, að þeir feðgar hafi
haft þann sið að skiptast á frillum
Svo vill til, að það ódæði, sem
einna lengst hefur loðað við nafn
fvans grimma, er morð á þessum
syni. Ýmsum sögum fer af því, hvað
valdið hafi. Ein er sú, að keisarinn
hafi brugðið tengdadóttur sinni þung-
aðri um ósæmilegan klæðaburð og
lostið hana, svo að hún lét fóstrinu.
ívan yngri á að hafa gengið á fund
föður síns, sem þá lagði hann spjóti
í æðiskasti. Keisarimr iðraðist þessa
verknaðar sárlega og lét syngja sálu-
messur fyrir þeim feðgum, enda átti
hann sjálfur skammt eftir ólifað, lézt
18. marz árið 1584. Völdin í ríkinu
gengu þá til Borisar Gudunovs, sem
verið hafði helzti ráðgjafi fvans, þar
eð Feodor, næstelzti sonur ívans, var
vangefinn. Um Gudunov gerði Muss-
orsky fræga óperu.
m.
Feriil fvans grimma hefur jafnan
verið sagnfræðingum hugleikið 'við-
fangsefni. Um Ivan hafa skapazt
fleiri þjóðsögur en flesta aðra, sem
hátt ber í rás sögunnar. Grimmd
hans hefur mjög -verið höfð á oddi
og það með miklum rétti, þótt einn-
ig verði að leiða hugann að aðstæð-
um og aldaranda. Alþýða manna var
ekki rétthá á þessum tíma. ívan verð-
ur naumast kallaður sérstakur afreks-
maður, og sumir telja, að hann hafi
skort nauðsynlegá staðfestu og ein-
beitni til þess að koma því í kring,
sem hann barðist fyrir. En þótt hon-
um mistækist í ýmsu, er hann tíma
mótamaður í sögu Rússlands og boð-
beri hins nýja tíma.
Það var ekki fyrr en á dögum Pét-
urs mikla, að Rússland varð stórveldi.
Samanburður á þeim Pétri og ívani
hefur freistað margra. Báðir voru
þeir skapharðir og grimmlyndir. Pét
ur er talinn hafa verið djúpviturri
stjórnmálamaður, þrautseigari stjórn
andi og fúsari að tileinka sér nýj-
ungar. Það er reyndar talið hæpið,
að leggja megináherzlu á hlutverk
einstaklingsins í gangi sögunnar, og
víst er um það, að Rússland stóð
hallari fæti gagnvart nágrönnum sín-
um á sextándu öld en síðar varð.
Tyrkjaveldi stóð þá með hvað mest-
um blóma, Pólland var stórveldi og
Tartarar og Kósakkar hættulegir
fjendur. Svíþjóð hafði raunar hafizt
til forystu á Eystrasalti á dögum Pét-
urs, en nágrannaríkin, þeirra á meðal
Rússland, bundust þá samtökum um
að hnekkja veldi Svía. Loks má
geta þess, 'að meiri miðaldabragur
var á Rússlandi á öndverðri sextándu
öld en á síðari hluta þeirrar seytj-
ándu, þó að kyrrstaða ríkti þar í
flestum efnum. fvani grimma var því
óhægt um vik að opna vesturglugg-
ann.
Hinn milcli rússnesiki meistari kvikmyndanna, Eisenstein,
gerði frábæra mynd uim ívan grimma á árunum 1943— 46'.
Fyrri hluti hennar vakti miklá athygli í Sovétríkjunum, og
Stalín veitti Eisengtein verðlaun fyrir hanal í fyrri hluta
myndarinnar er ívan altekinn ríkisihugsjóninni. Ríkið og
efling þess er honum allt. En í síðari hluta myndarinnar
beinir Eisenstein ljósinu að sálarlífi lians, dregur fram
sálsýki hans og einmanaleik. Þennan hluta myndarinnar
kunnu sovéskir gagnrýnendur ekki að meta, og Stalín ku
’iafa verið lítið hrifinn — ef til vill fundið til skyldteik-
ans. En hvað sem líður hinu sósíalrealíska dekri rússneskra
gagnrýnenda, er mynd þessi talin meðal mestu listaverka
kvikmyndanna. Þar hjálpat allt að, frábær myndataka, inn-
sæ leikstjórn og stórfenglegur leikur. — Myndir sem þess-
ar varpa oft meira ljósi á sögulega atburði en margar þykk-
ar sögubækur, — Hér til hliðar er ívan grimmi í mynd
Eisensteins.
T f M I N N — SUNNUP * —""¥
563