Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Síða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Síða 13
 , 4 Nr. 3— Ólafur, átta ára. intýri og sögur gegnum bækur. Þessi nýi heimur grípur oft hug barnsins algerlega. Það" hættir að teikna og tjáningerþörf þess virðist dofna. Þau börn sem verða fljótt læs, teikna siður en hin, sem gengur verr við lesturin-n, nema teikning sé gerð mik ilvæg í huga þeirra. Á 7.—8. ári verður Myndin til í huga barnsins. Það lærir að hagnýta ailan myndflötinn. Hverjum hlut er að nokkru ráðstafað með tilliti til biaðformsins. Áður gerði barnið að- eins teikningu, ólitaða fyrst, en síð- an með nokkrum litflötum. Þegar barnið uppgötvar Myndina, eða þann möguleika að nýta hvern hluta blað- formsins til hins ýtrasta, getur leið- beinandi veitt barninu töluvert að- hald, sem að mestu er fólgið í því að hvetja það til að leysa viðfangs- efnið á persónulegan hátt. Kennar- inn verður að ótta sig greinilega á því að myndskilningur barna er háður vissum takmörkunum. Fjar- vidd er ekki til. Mynd barnsins er flöt eins og myndir kúibistanna. Hugs- un þess er ekki bundin afstöðu hlut- anna í tíma og rúmi. Sólina gera þau t.d. að nálægum kunningja með brosandi andlit. Hún getur jafnvel „spássérað" um göturnar og tekið þátt í leikjum barnanna eða setzt á fjall- tindana, sem eru jafnnálægir. Allt, sem skiptir máli fyrir barnið, er dregið skýrt og greiniiega. Skynjun Nr. 5 — Haukur, 10 ára. þess er næm á einföidustu sannindi, sem dyljast fullorðnum í einfald- leika sínum. Allir þekkja sögu And- ersens um keisarann og nýju fötin. Enginn hafði dirfsku til að sjá og opinbera sannleikann nema iítið barn. Til þess að skilja betur afstöðu barnsins til viðfangsefnisins, skulu alhuguð nokkur mynddæmi. Mynd 1. af ömmu gömlu sýnir ljbs- lega afstöðu barnsins. Allt er teiknað með svörtum útlínum, en þær eru misjafnlega gildar t.d. er umlína höf- uðsins greinilegust þvi að hún af- markar aðalatriðið. Hrukkurnar og, útlínur andlitsformanna eru mun fínlegri. Þennan mismun útlinunnar er barnið nýbúið að tileinka sér. Áð- ur voru allar línur nokkuð jafnfast- dregnar. Kinnaroði ömmunnar er auðkenndur með svartri útlínu. Hví- ]ík fjarstæða! eins og það séu svört strik umhverfis rauðar kinnarnar hennar ömmu? Það skiptir ekki máii fyrir barnið, hvernig þær eru rauð- ar. Roðinn er, og þá er bezt að afmarka hann. Raunveruleiki barns- ins er hugsaður veruleiki (andstætt sýnilegum veruleika). Mynd 2 hefur í flestu sömu ein- kenni og amman (mynd II). Þar eru útlínurnar þó allar jafnbraiðar. At- hyglisvert er hvað gleraugun fara vel við andlitsdrættina. Þau virðast sam- vaxin andlitinu. Barnið hefur teikn- að gleraugun m'eð tilliti til augn- anna. Eldri börn myndu teikna gler augun fyrst og staðsetja svo augun kæruleysislega innan í umgerðina. Skeggið er tvískipt, yfirvararskegg og hökuskegg. Með þessú er barnið ekki að sýna ákveðna skegggerð eða skegg afa síns, heldur leggja áherzlu á þá staðreynd, að þetta eru tveir helztu staðirnir í andlitinu, sem eru skeggi vaxnir. Skeggið er líka svart, en hár- ið er grátt. Einhvern tímann hefur barnið tekið eftir því, að skegg grán- ar seinna en hár. Töluvert bil er frá efri vörinni að yfirvararskegginu. Þessj afstaða kemur enn betur fram ARIHÚR ÓLAfSSOM TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 565

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.