Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Síða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Síða 15
■ .........' : '■■• '*. Nr. 7 — Sæmundur, 10 ára, ferhyrningsform, en losna undan því, með bogum í stað horna. í mynd 3 er þríhyrningsform end- urtekið margsinnis t.d. laufin í kór- ónunni, armarnir, hálfskrautið, ef- ið og sjálft höfuðlagið að nokkru leyti. Þessi þríhyrningstaktur kemur enn betur í ljós vegna þess að sums staðar eru hyrningarnir andsettir ‘,d. armarnir. Gimsteinarnir í hálsskraut- inu eru tígullaga, tveir þríhyrning- ar andsettir og eyrun eru sett þann- ig á höfuðið að ímyndað Ggullag þess kemur betur fram. Frumformin, hring, ferhyrning og þríhyrning, nota börnin aftur og aftur í myndum sínum, bæði í smáuin os stórum atriðum. Á sama hátt nota þau frumlitina og milliliti þeirrs miklu frekar en blandaða littóna. Það niargbrotna gera þau einfalt og táknrænt, en glata aldrei lifrænu sam hengi. Myndirnar eru ríkar af sam stæðum og andstæðum áhrifum, sem gera hið fábrotna r.iai 'egt. Á níunda og tíunda ári verða mynd irnar auðugri af smáatriðum. Hhð- armyndir af manninum verða tíðar. Sennilega til að ei',a auðveldara með að sýna hreyfingar hans. Mynd 4 er skemmtilegt og barnslegt dæmi frá þessu tímabili. í efra horninu vinstra megin geislar andlit sólarinnar, en munnurinn snýr upp í hornið. Þessi staðsetning sólarandlitsins er óvsnju leg. Líklega til að koma því fyrir á sem hagkvæmastan hátt. Sólin er gul með húðlit í augum og nefi. Einnig eru bleiklitaðir myndkantarnir og sólarboginn. Um leið og barnið gefur sólinni andlit, fær hún andlitslit, samt má ekki gleyma gula litnum, til hit- ans og sólárinnar. Geislarnir eru sam ofnir rauðum, gulum og rauðgulum lit. Hárið hennar virðist brenna fjör- lega. Litameðferðin er orðin fjöl- breytilegri en áður. En hvers vegna er sólin skeggjuð? Marcel Duchamp málaði skegg á Móna Lísu til þess að sýna lítilsvirð- ingu gamalli menningarhefð, sem í huga almennings hafði hlotið óum deilanlegan virðingarsess. Það vakli líka athygli, eins og til var ætlazt. Þetta er enginn hrekkur hjá barn inu. Skeggið er tákn mikilúðleika og virðingar. Já, sólin er alls góðs makleg. Barnið reynir ekki að aila sér þekkingar á fyrirniyndinm eða hvernig hún virðist vera, heldur k.æð ir hana skáldlegum búningi fjam yf irborðslegri eftiröpun. Með 10. árinu nær hjnn barnslegi tjáningarmáti hámarki. Þegar tek- ið er tillit til þess, að ellefu oa tólf ára fara börnin smám saman að teikna útlit hlutanna og týna þá oft- ast þeim sannfæringarkrafti og þeitri myndrænu hrynjandi, sem einkenna myndir barna fram að 10. árinu. Mynd 5. sýnir að enn þá er við horfið það- sama, verkefnið er úr Brennu-Njálssögu. Kári neggur nófuð ið af brennumanni. Myndin er svo- lítið hikandi dregin'en viðfangseminu er djarflega komið fyrir. Greinileg er sú formfasta uppsetning. sem bent hefur verið á í myndum 1—3. Höfuðið afhöggna er lárétt eins og vopnið. Banakringlan sést á báðum skurðflötum, sem snúa eins og mynd- flöturinn. Engin tilraun er gerð til að tjá þunga eða hraða höggsins. Rólyndi brennumanns er tvímæia- laust. Barnið á erfitt með að syna hreyfingu í mynd. Atburðurinn verð- ur því ekki fyllilega lifandi, en ar- angurinn er þess greinilegri. Svo lítil áherzla er lögð á Kára sem fram- kvæmir hreyfingarnar, að hann er staðsettur utan við myndflötinn og höndin á sverðshjaltinu hangir bar frekar en heggur. Þetta hreyfingar- leysi, þessi kyrra uppsetning, nnnn- ir á alþýðulist. Mynd 6 er t.d. í ýmsu lík myndinni af brennumanni. Ileilagur Jolitas er sagaður til dauða. Til þess að sýna það nógu táknrænt er hann sagaður að endilöngu. Vit- anlega er nær óhugsandi að hann hafi verið sagaður þannig og sízt standandi af eigin rammleik. En sag- arfarið gefur banarrreinið óneitaníega sterkt til kynna. Þjáningar eru ekki sjáanlegar á píslarvættinum. Hann réttir báðar hendur upp jafnrólegur og brennumaður, sem hefur sina tvær á maganum, saddur eftir ríku- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 567

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.