Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Page 18

Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Page 18
og fór að svipast um eftir þeim, en þá voru þeir horfnir. Mér datt í hug, að þeir mundu hafa hlaupið til stóðs- ins, sem var lengra suður i mýr- inni. Ég hélt þangað, og er ég var kominn miðja vegu rakst ég á bleik- an hest, sem lá þar einn síns liðs. Er hann sá mig koma, stóð hann upp og kom kumrandi til mín og nudd- aði snoppunni upp við mig. Ég fór svo á bak honum og reið til stóðsins. Það var eins og mig grun- aði, hestarnir voru þar. Ég stláði þeim frá stóðinu og mér gekk miklu betur að ná þeim af þvi, ég var vel riðandi. Ég beizlaði þá og hnýtti þeim hverjum aftan í taglið á öðr- um. Ég hélt svo af stað og reið Bleik, en teymdi hina. Allt var í bezta lagi og það gekk vel. En er ég átti stutt eftir, að túngarðinum tók Bleikur snöggt viðbragð jg renndi á skeið. En við það missti ég taum- inn á hinum hestunum. Bleikur linnti ekki á sprettinum, og er hann kom að hliðinu á túngirðingunni, hóf hann sig á loft og stökk yfir hlið- grindina, og hann stanzaði ekki fyrr en heima á bæjarhlaðinu og stóð þá kyrr og hneggjaði hátt. Ámundi bóndi kom út á hlaðið, og er hann sá Bleik og mig sitjandi á bakinu á honum, varð hann undrandi á svip- inn. Hann spurði mig, hvemig ég hefði náð í Bleik og getað beizlað hann. Ég sagðj honum hvernig það gekk til, og fannst honum það merki- legt, að ég gat náð í hann ótam- inn fjögurra vetra folann og beizlað hann og riðið honum. Hann sagði, að ég yrði góður reiðmaður. Rétt í þvi kom móðir Ámunda út úr bæn- um með brauðdeig og áfir 1 fötu, sem hún gaf Bleik, sem kumraði af ánægju og hámaði í sig góðgætið. Nú var auðskilið af hverju mér gekk svo vel að ná honum og hann var svo heimfús. Hann langaði 1 brauð og áfir, sem hann hafðj svo oft fengið áður hjá hennl. Ámundi sagði við mig að ég mætti ekki taka hann oftar, það gæti hlotizt slys af því. Ég fór með Bleik og sleppti honum fyrir utan túngarðinn, og þar voru þá allir hinir hestamir 1 einum hóp. Ég tók þá og fór með þá heim og lagði á þá reiðinga og klyf- bera og hélt svo út á engjarnar. Sunnudagavinna borgar sig ekki. Einn sunnudag kom Sigurður vinnu maður að máli við mig og vildi fá mig í félag við sig að veiða iax i net, sem hann átti. Ég sagði, að ég hefði aldrei unnið á sunnudegí og ég hefði ótrú á þvi. En þá bauð hann mér góðan hlut I veiðinni og sagði ábyrgjast mér, að það yrði mik- il veiði, og þá lét ég tilleiðast. Við fórum ríðandl á vagnhtstunum. Sig- urður reið yngri Grána, ellefu vetra gömlum, og relddi vaðlna. Eldri Gráni hafði áður verið reiðhestur og var enn traustur og í góðum holdum og stilltur og gætinn. Veðrið var Ijómandi gott og við fórum, sem leið liggur upp með ánni, að Lax- árfossi. Fyrir neðan fossinn var djúpur hylur, og var þar oft góð veiði. Við fórum af baki og greidd- um úr netinu og festum vaðina í endana á því. Sigurður reið yfir á hinn árbakkann, en ég varð eftir og við strekktum netið á milli okkar þvert yfir hylinn. Allt virtist ætla að ganga að óskum. En allt i einu dundi ólánið yfir, og Sigurður missti endann á vaðnum og netið barst með straumþunganum niður ána. Sig- urður hrópaði yfir til mín að halda vel í, þangað til hann kæmi yfir til mín. Ég gerði sem ég gat, en straum- þunginn var svo mikill, að ég dróst með netinu út í hylinn. Eldri Gráni synti hraustlega með mig á bakinu, en straumþunginn ætlaði allt að færa í kaf. Og til þess að bjarga mér og fara ekki á kaf með netinu varð ég að sleppa endanum á vaðnum. Eldri Gráni sneri við í miðjum hylnum og synti með mig yfir á þann árbakk- ann, sem við fórum frá. Rétt í því, að ég var kominn á land, kom Sig- urður yfir til mln. í>að þussaðist eitt- hvað í honum, og svo stakk hann sér út í ána og kafaði eftir netinu hvað eftir annað án árangurs. Við undum fötin okkar og breiddum þau til þerris á móti sólinni og fengum okk- ur sólbað. Eftir nokkurn tíma klædd- um við okkur og fórum svo heim, en gættum þess vel, að enginn sæi til ferða okkar. Sofið á hestbaki. Nokkru fyrir réttir var Sigurður vinnumaður sendur suður til Reykja- víkur með naut, sem átti að selja. Ég átti að fara með honum eitthvað áleiðis, til að reka á eftir, ef þörf væri. Er ég fór að sækja hestana, kom Lovísa húsfreyja til mín og sagði við mig: „Mér segir svo hugur um, og betra sé fyrir þig að hafa góðan og traustan hest, því að þú ert ung- ur og ókunnugur öllum vegum og ætla ég að lána þér reiðhestinn Lokk, en hann er traustur og ratvís." Við Sigurður fórum af stað eftir hádegi. Hann reið jörpum hesti fallegum og traustum og teymdi nautið, en ég reið Lokk, gráum nesti, þýðum og fallegum. Veður var ljómandi gott, sól skin og blíða, og ferðin gekk vel. Ég átti ekki að fara með Sigurði nema stuttan spöl áleiðis, en hann teygði mig með sér lengra og lengra. Er við vorum komnir á móts við Skeggjastaði i Flóanum, skildum við, og hann hélt til Reykjavlkur, en ég austur að Sandlæk. Skðmmu eftir að ég var orðinn einn, hitti ég tvo rlð- andi menn og slóst i fylgd með þeim. Við hleyptum hestunum og ekld var Lokkur eftirbátur hinna. En á móts við Hjálmholt i Flóanum, skildu leiðlr okkar. Er ég var orðinn einn lét ég Lokk fara á hægagangi, og ég fór veginn um Merkurhraun á Skeiðum. Það var orðið áliðið dags og farið að rökkva, og ég var einn míns liðs á ferð úti í óbyggðinni. Ég fór að hugsa um útilegumannasögurnar og draugasögurnar, sem ég hafði lesið og heyrt sagt frá. Hugsanir mínar urðu svo skýrar og vakandi, að ég fór að líta í kringum mig. Það var eins og eitthvað væri á sveimi að læðast í kringum mig. Ég reyndi að hrinda þessum hugsunum frá mér og sló í hestinn og reið greitt. En það var sama og mér fannst eitthvað vera á hælunum á mér og eftir því ?em ég reið greiðara færðist það nær. Það greip mig óhugur, og ég sló í hestinn og reið á spretti í burtu frá þessu. En þá sýndist mér stór risi koma k móti mér fram úr hálfrökkr- inu. Ég fylltist þá af vígmóði og reið í loftinu á móti honum. En er ég kom nær honum, minnkaði hann og hvarf svo. En rétt við veginn stóð stór steinn upp á enda með hvít- máluðum stöfum, og ég hægði á sprettinum og sá, að það var merkja- steinn. Ég stanzaði þá og leit í kring- um mig, og er ég sá ekkert athuga- vert varð ég rólegri. Ég hafði enga klukku, og ég vissi ekki hvað tím- anum leið, en ég gizkaði á, að komið væri fram yfir lágnætti. Ég fann, að ég var að verða syfjaður og ég sló £ hestinn og reið greitt, því ég vildi hraða mér heim. Ég söng hástöfum til að halda mér vakandi, því að svefninn ásótti mig. Svo hef ég víst sofnað. Næst þegar ég vissi af mér, fann ég að sólin skein beint framan í mig, og ég glaðvaknaði.^ Ég .var enn sitjandi á hestinum. Ég leit í kringum mig og á hestinn, sem fór sér hægt og beit grængresið með ánægju. Ég sá brátt, að ég var stadd- ur á heiðinni fyrir ofan Húsatóftir á Skeiðum og fannst mér það næsta undarlegt. Ég sá líka að gæruskinn- ið, sem ég hafði undir mér á hest- inum, var horfið og fannst mér það slæmt. Ég fór af baki og leitaði að þvl þar i kring, en fann það ekki. Ég fór þá aftur á bak á Lokk og reið fram og aftur til a_ð leita að þvi, en fann það ekki. Ég reið þá til baka áleiðis sama veg og ég hafði komið, og er ég var kominn á móts við Votumýri á Skeiðum, sá ég gæru- skinnið, sem lá þar rétt utan við veg- brúnina. Ég varð allshugar feginn og reið nú greitt heimleiðis. Ég var kominn heim rétt fyrir fótaferðatíma, og þá voru allir í fasta svefni I bað- stofunni. Ég varð glaður við að sjá það, þvi að nú vissi ég, að enginn gat vitað um ævintýri mitt. Ég lagði mig upp í rúmið mitt alklæddur og Framhatd á bls. 574. 570 / T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.