Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Blaðsíða 20
Stössel um við Kína, væru nú rússnesk land svæði. Þetta leiddi síðan til þess óhjá- kvæmilega: Japan óg Rússland stefndu saman herjum sínum: Rússn esk-japanska stríðið var einstakt í sinni röð vegna þess, að þeir, sém áttu hlut að máli, áttust við í lönd um, sem ekki tilheyrðu þeim. Man- sjúría tilheyrði eiginlega Kína. Styrjöldin hófst með því, að Jap- anir réðust á rússneska flota í flota höfninni, Port Arthur, án þess að lýsa Rússum stríði á hendur. Japanir höfðu tvöfaldan liðsafla á við Rússa. Japanski herinn sem árásina varði, taldi 220.000 manns, en rússneski herinn í Mansjúríu var ekki nema 110.000 manns. Þrátt fyrir mikið mót læti í byrjun, tókst Rússum að ógna samgönguleið japanska hersins frá eyjunum til vígstöðvanna og stönz- uðu að nokkru framsókn þeirra. En engu að síður var styrjöldin frá byrj- un til enda nær óslitnar ófarir rússn eska hersins. Erfiðleikar Rússa á flutningi her- manna og stríðsnauðsynja frá ^úss lapdi til vígstöðvanna voru óskap- legir. Hin einsporaða Síberíu- járnbraut var eina samgönguleiðin, og hún lá enn ekki umhverfis Bajkal vatnið. Þegar að vatninu kom, urðu herdeildirr,*r að fara út úr lestinnl, ganga í tvo daga yfir ísinn með far aiigur sinn og koma sér síðan fyrir í lest hinum megin vatnsins. Síðan lögðu þeir jiárnbráutarteina yfir ís- inn og hestar voru látnir draga lest irnar yfir um, en eimvagninn sjálfur var skilinn eftir við bakka vatnsins. Úti á miðjum ísnum var stöð og hest hús fyrir 200 hesta. Vegurinn frá birgðastöðvunum í Rússlandi til Man sjúríu var rúmlega 8000 kílómetrar. Þegar flutningarnir gengu liðugast, tóku þeir samfleytt 40 daga. Einn af mest áberandi mönn- um styrjaldarinnar var Anatole Stöss el, yfirmaður hinna innilokuðu her- deilda Rússa í Port Arthur. Japönsku hermennirnir þrengdu æ meira að Rússunum. En Rússarnir undir stjórn Stössel gerðu geysilegan usla í liði þeirra, og þeim tókst alltaf að halda rennu í hafnarmunnanum op- inni, og það eitt út af fyrir sig bauð hinum japanska flota talsverða ógn. Mikið af því, sem enn er notað í nútímahernaði, var notað í, stórum stíl við vörn Port Arthur í fyrsta skipti í hernaðarsögunni, þar sem rússnesku hermennirnir lágu bak við gaddavírsgirðingar og biðu eftir árásum óvinarins dag eftir dag. Sjálfur gekk Stössel um í kínversk um sandölum og var mikið uppáhald hermannanna. Hann ákvað loks eftir hetjulega vörn gegn japanska liðinu að gefast upp, þótt það væri þvert ofan í vilja foringjaráðs hans enda áleit hann stöðu'hers síns vonlausa. Hann gafst upp 2. janúar 1905, og kom það Japönum mjög á óvart. Þegar þessi ástsæli hershöfðingi kom til St. Pétursborgar aftur var honum stefnt fyrir herrétt og hann dæmdur til dauða fyrir hugleysi, en keisarinn breytti dómnum í tíu ára fangelsi. Hann var hins vegar leyst ur úr haldi einu ári seinna. Svo undarlega vildi til, að Rozjest venskij flotaforingi, sem hafði haft forystu á hendi, þar sem einna mest reyndi á rússneska herinn í stríðinu, var einnig dreginn fyrir herrétt. Þar var hið særða stolt keisarans að verki: — Málavextir voru þeir, að þar sem skipin í Port Arthur voru fyrir innan skotlínu Japana, áttu Rússar ekki annarra kosta völ en senda rússneska Eystrasaltsflotann til Asíu, þar sem hildarleikurinn fór fram. Rússneski flotinn lagði úr höfn í október árið 1904. í honum voru fjörutíu skip af mismunandi stærð. Flotanum tókst þrátt fyrir óskaplega erfiðleika og mótgang að sigla suður fyrir Afríku umhverfis Góðrarvonar höfða, og til Tsushima-sunds milli Japans og Kóreu. Ferðin tók hálft ár og var I sjálfu sér mikið afrek. En það var ekki þess konar afrek, sem keisarinn vænti sér og þjóð sinni til handa. Draumur hans var náttúrlega sá, að rússneski flotinn sigraði japanska flotann. Augljóst vgr, að til orrustu hlyti að draga með fMunum og nú var þess beðið með oftlrvæntingu, sem verða vildi. Rússn esfei flotinn var ekki í góðu ásígkomu- lagi eftir hina löngu og erfiðu ferð suður fyrir Afríku. Mörg skipanna þurftu viðgerðar við o| áhafnir þeirra hvíldar. Margir sjóliðsforingj at' hofðu lagzt í drykkjuskap á hinnj lÖngu leið og voru heldur illa stadd ir andlega fyrir mikil átök. Én flotinn fékk ekki tækifæri til þess að korrfe málum sínum í horft Hínn 27. maí árið 1905 réðst jap- anski flotinn á þann rússneska undir stjórn hins snjalla japanska flota foringja, Togo. Atlagan var svo hörð og vel skipulögð, að eftir aðeins 45 mínútna orrustu hafði japanski flot inn öll ráð í hendi sér. Langflest' rússnesku skipanna voru skotin í kaf á næstu tveim sólarhringum. Menn á Vesturlöndum urðu agndofa yfir hinum geysilega styrk og bardaga- getu japanska flotans, og var ekki laust við, að hrollur læddist niður eftir bakinu á sumum, sem gerðu sér ljóst, hve gífurleg hætta gat staf að af Japönum. En almenningur þeinra landa, sem höfðu horn í síðu Russa, skemmtu sér konunglega yfir ófÖrum rússneska flotans og hinu mlkla erfiði, sem hann hafði lagt á sig til þess eins að verða gerður að ejgu. Flotinn missti allt álit, ekki sízt vegna þess, að þegar í byrjun ferðarinnar hafði rússneski flotinn Togo 572 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.