Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Blaðsíða 2
ERLINGUR GUÐMUNDSSON, GALTASTÖÐUM: HRAKNINGAR VIÐ HVÍTÁ Sem kunnugt er, þá er Hvítá 1 Arnessýslu mikið vatnsfall. Áður eai brýr voru byggðar á ánni, var hún ekki alltaf auðveld yfirferðar, nema á ferju, og gat þó stundum út af því borið að svo væri: Af þessu leiddi að víða voru lögskip- aðir ferjustaðir á ánni, og vitað er það, að ekki var alltaf heigl- um hent, að annast þessa flutn- inga, sem líka á stundum urðu nokkuð sögulegir. Ýmislegt af þeim sögum og sögnum, hefur ver- ið skráð annað ekki, og fellur það nú óðum í gleymsku. Einn er sá staður, sem minnzt verður á hér í þessu sambandi, en það er ferjustaðurinn, sem var á ánni hjá Iðu, þar sem nú er kominn rammger og falleg brú. Fyrir rúmri öld gerðist þar lítil saga, sem nokkuð er sérstök í sinni röð. Hún er í stuttu máli á þá leið, að 20 manna hópur, varð svo hart ieikinn í stórhríðarbyl á leið frá ferjustaðnum að Skálholti, að engu mátti muna að manntjón yrði, og það sem meira er: Þetta gerðist í annari viku júnímánaðar, nánar tiltekið 8. júní 1851. Vel máx vera að ýmsum þyki það ótrúlegt, að þetta hafi átt sér stað á þessum árstíma. Hvað sem um það er, þá verður nánar að þessu vikið, og færð fram þau rök, sem fyrir hendi eru, þessu til sönnunar. Um tíðarfarið þetta vor þ.e. 1851 segir Þorvaldur Thoroddsen svo orðrétt í bók sinni, Árferði á ís- landi í þúsund ár.: „Góðviðri voru alla hörpu, en síðustu daga maimánaðar gjörði íkast með ofsaveðrum og fann- komu, linnti því hreti ekki fyrr en kom fram í miðjan- júnímánuð, fennti þá sums staðar sauðfé eða króknaði það sem úr ullu var kom- ið. Á Norðurlandi urðu fjárskað- arnir enn meirí. Þar fennti fé hundruðum saman og sums staðar hesta. Lengra verður þetta ekki rakið að sinni. Ætti þetta líka að nægja til að sýna, að tíðarfar fyrri hluta júnímánaðar þetta vor, hef- ur verið mjög vont, og enn frem- ur að það sem hér fer á eftir hefuryið nokkuð að styðjast. Fyrr á árum, þegar skipun prestakalla var á annan veg en ) nú er, var 7 bæjurn sunnan Hvítár gert að skyldu að sækja kirkju að Skálholti. Þessir bæir voru? Útverk, Fjall, Framnes, Ósa bakki, Eiríksbakki, Helgastaðir og Iða, síðast taldi bærinn er stutt- an spöl frá ánni. Oft og tíðum var það erfiðleik- um bundið að sækja kirkju frá þessum bæjum, sérstaklega þeim sem lengst áttu að sækja. Þar við bættist svo Hvítá, sá mikli farar- tálmi. Að vetrinum gat áin verið algerlega ófær yfirferðar dögum saman og jafnvel að sumrinu líka í stórfelldum vatnavöxtum. Nefna mætti líka snjókomu í því sam- bandi þótt sumar væri skráð á almanakinu. En fólkið var kristið á þeim árum og sótti kirkjuna fast, þótt veður og færi væri ekki. alltaf eins og bezt varð á kosið. Þetta ár þ. e. 1851, var hvítasunr.a 8. júní. (samanber almanak frá því ári). 28 manns af nefndum bæjum fóru til kirkjunnar þennan dag. Erfitt reyndist að ferja fólkið yfir ána, sökum þess að norðan- hvassviðri var á, dimmt í lofti, og veðurhorfur ískyggilegar. Höfðu sumir þá við orð, að bezt væri að snúa til baka heim á leið, aðrir voru því mótfallnir, réði það úrslitum. Festi ferjumaður bát- inn ofanmegin við ána, svo að hann mætti vera til taks, þegar komið væri aftur frá kirkjunni. Því næst hraðaði fólkið ferð sinni að Skálholti í vonum um að veð- ur spilltist ekki svo mjög bráðlega. En sú von brást. Fór þetta mjög á aðra leið en ætlað var. Að lokipni messu, og þegar fólk- ið var aftur komið fram að ánni, var skollin á stórhríð með ofsa- veðri og fannkomu. Ekki lét ferju- maður þetta á sig fá. Fór hann í bátinn við sjöunda mann. Und- an veðri var að sækja, og hvarf báturinn brátt út í hríðina. Náði hann landi sunnan við ána, án þess að hlekkjast á. Nú var mót veðri að sækja, reyndist það því ógerlegt með öllu að fleiri væru ferjaðir yfir ána að svo komnu. Hér skildu því leiðir. Varð ferju- maður frá að hverfa, og þeir sem með honum voru fóru heim að Iðu. Hinn hópurinn, tuttugu manns, háði nú harða baráttu við æðis- gengið veðrið, og svo ðvænlega horfði, að fólkið gerði sér naum ast grein fyrir því, hvað til bragð,- skyldi taka, eða hvað helzt mætti verða til bjargar. Sagði þá ein hver í- hópnum: „Er hér nokkur sem treystir sér að ná til bæja.-1 Ungur maður frá Fjalli varð fyrir svörum „Freista mun ég þess sagði hann „að fylgja réttri leið að Skálholti," ennfremur hvatti hann fólkið að halda vel hópinn og fylgja sér fast eftir. Þessu hlýddu allir orðalaust. Sem fyrr segir, fór hér .betur en áhorfðist, þeir sem minna máttu sín í því að brjóast gegn veðrinu, voru aðstoðaðir eft- ir föngum. Svo fór, að um síðir náði fólkið að Skálholti án veru- legra á.falla. Skemmst er frá því að segja, að daginn eftir, þegar fólkið kom fram að ferjustaðnum, var það deg inum ljósara, að áin var ísilögð landa á milli. Gekk fólkið hindr- unarlaust fram yfir ána. Svo reynd ist ísinn traustur. Þar með lauk þessari krikjuferð, sem lengi var í minnum höfð. Þeir sem í þessum hrakningi lentu, og voru um og innan við tvítugsaldur, var þetta svo minn- isstætt, að sjálfír sögðu þeir frá allt fram á síðustu aldamót eða jafnvel lengur. Af því má sjá, að sagan hefur ekki farið eins margra á milli, og kannski í fljóti bragði mætti ætla. Þó ekki skipti það máli má þó gjarnan aftur víkja að því sem Þorvaldur Thoroddsen hefur að segja um tíðarfarið þetta vor. Eftir að hann hefur lýst hinu mikla íkasti (eins og það er orð- að), og afleiðingum þess, lýkur höf undur máli sínu með þessum orð- um: „Af þessu kom kyrkingur í gróð ur þann sem kominn var að vor- inu, en eftir miðjan júní og í júlí- mánuði voru sífelldir þurrkar og veðurkyrrur svo miklar, að ei þótt- ust menn muna jafnmikil logn dag eftir dag.“ Hér má þvi við bæta, að sterk ar líkur eru fyrir því, að stór- fellt fjártjón hafi orðið í Skálholti í þessu veðri: Á þeim árum þ.e. fyrir og eftir miðja síðustu öld, bjó í Skálholti bóndi sá, er Ólafur hét Helgason. Kona hans var Ingiríður Einarsdótt ir. Hjá þeim voru fimm börn Framhald á bls. 707. 698 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.