Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Blaðsíða 5
Þórsmörk — Landslagsmyndir Páll Jónsson.
var mjög vinsæll ferðamannastaður,
qg iðulega voru sextíu til sjötiu þátt-
takendur í hópferðum þangað. Þá var
ekki komin brú á Hvítá þar efra, og
varð að ferja fólk yfir og ganga síð-
qn í Hvítárnes.-Í Hvítámessferðum var
Íjarnan gengið i Karlsdrátt, og það
ér óuíaksins vert, þótt að vísu verði
að vaða ár til þess að komast þang-
að. En nú vill fólk sækja lengra, á
ílveravelli og í Þjófadali.
Og ekki má gleyma ferðum á Snæ-
fellsnes. Þá var farið með skipi vestur
á Stapa og jafnan gengið á jökulinn.
Stundum voru á annað hundrað þátt-
takendur í slikum ferðum. Einhverju
sinni fóru áttatíu manns vestur með
Eldborginni, og var þátttökugjald
fimmtán krónur. Mér er sagt, að
þessar tólf hundruð krónur hafi stað-
ið undir kostnaði af ferðum félags-
ins það sumarið.
— Hefur annars jafnan verið
tvennt til með það, hvort ferðir fé-
íagsins bæru sig?
— Já, það mun hafa verið upp og
ofan. Til að mynda dró brátt úr
áhuga á sunnudagsferðum, og til
skamms tíma mun yfirleitt hafá verið
tap á þeim. En ég held, að óhætt
sé að segja það, að hjá þeim, sem
mest og bezt hafa starfað fyrir Ferða-
félagið, hafi hugsjónin jafnan setið
í fyrirrúmi, en ekki von um umbun.
— Hverjir voru helztu forvígis-
menn Ferðafélagsins á fyrstu árum
þess?
— Forseti félagsins var Björn Ól-
afsson, síðar ráðherra, en fararstjórn
mæddi mest á þeim Skúla Skúlasyni,
ritstjóra, og Helga Jónassyni frá
Brennu.
— Eru margir, sem hafa ferðazt
jafnlengi með félaginu og þú hefur
gert?
— Já, til eru þeir, svo sem Jóhann-
es Kolbeinsson, trésmiður. — En ann-
ars vil ég taka það fram, að ég
spjalla ekki við þig sem fulltrúi Ferða
félagsins eða Bandalags íslenzkra Far
fugla, þótt ég sé félagi í báðum þess-
um samtökum.
— Já, vel á minnzt, Farfuglar. Gam
an væri, að þú segðir okkur eitthvað
frá þeim félagsskap.
— Bandalag íslenzkra Farfugla var
stofnað árið 1939 og er grein á meiði
alþjóðlegra samtaka, er á ensku nefn-
ast International Youth Hostel Asso-
ciation. Erlendis er starfsemi þess-
ara samtaka einkum fólgin í því að
reka sérstök Farfuglaheimili, þar
sem félagsmenn einir fá aðgang. En
hér heima hefur starfsemin orðið með
nokkuð öðrum hætti og einkum beinzt
að skipulögðum hópferðum og
skemmtunum. Farfuglar eiga raunar
hús við Laufásveg, skála á Selfjalli og
helli í Valabóli undir Valahnjúkum
og hafa gistiheimili á sumrin í Vest-
mannaeyjum og á Akureyri. En net
Farfuglaheimila. er ekki fyrir hendi.
Ég fer jafnan í hvítasunnuferð með
Farfuglum I Þórsmörk, og þá svífur
alltaf^ sami góði andinn yfir vötnun-
um. í Þórsmörk höfum við helgað
okkur Sleppugil, og þar höfum við
grisjað skóg og unnið að landgræðslu.
Landgræðsluframtak Ljónaklúbbanna
líkar okkur mjög vel, og er vonandi,
að framhald verði á, því að vissulega
er stórátaks þörf í þessum efnum.
— Gjarnan má koma fram, að hin
ágætasta samvinna er með Ferðafé-
laginu og Farfuglum, og eru margir
félagar í báðum samtökunum líkt og
ég.
— Eru ekki til fleiri félög hérlend-
is á þessu sviði?
— Ja, deildir úr Ferðafélaginu eru
starfræktar á ýmsum stöðum úti urn
land, og svo starfar félagið Fjalla-
menn innan Ferðafélagsins. Fjalla-
menn eiga sér skála á Fimmvörðu-
hálsi og á Tindfjallajökli og hafa
mjög lagt stund á jökulgöngur. Þeir
eru eini aðilinn hér á landi, sem geng-
izt hefur fyrir námskeiði í fjallgöng-
um. Svo má ekki gleyma Jöklarann-
sóknafélaginu, sem heldur sig við
jökla eins og nafnið bendir til og
hefur unnið stórmerkt starf. Þá er
til Litli Ferðaklúbburinn og Skandi-
navisk Boldklub, en þeir Skandína-
varnir ganga á hverju ári yfir Eyja-
fjallajökul. „
— Um hvaða slóðir hefur þú eink-
um ferðazt?
— Einkum um Suður- og Vestur-
land og öræfin upp af þeim lands-
hlutum. Aðrir landshlutar hafa orðið
nokkuð út undan, og erlendis hef ég
aðeins ferðazt lítið eitt um Danmörku.
Óþarfi er að geta þess, að ísland og
T í M I N N — SUNNUDA™,n
’Ol