Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Blaðsíða 7
Móskarðshnúkar i Esju og Skálafell. legl að velja allan ferðabiinað sem 'léttastan. Af tjöldum fellur mér bezt við lítil jöklatjöld. Þau eru meðfærileg og sterk og standa af sér hvers kyns Veður. Og ekki má gleyma því, að mikið öryggi er að því að kunna að ferðast eftir korti og áttavita og reyndar bráðnauðsynlegt uppi á jökl- um. En þetta kunna ekki allir, og af því hafa stafað ýmsar villur. — Hvaða ferð, sem þú hefur farið, er þér minnisstæðust? — Það er tvimælalaust fyrsta Þórs- merkurferðin, sem ég fór, en það var jafnframt í fyrsta skipti, sem fár- ið var til verulegrar dvalar á Mörk- Inni. Þetta var árið 1942, og ferðin var á vegum Farfugla. Við vorum þrjá tíu saman og fórum á bílum austur að Stóru-Mörk. Þaðan var farið á hestum inn í Mörk, og var það sex tíma lestargangur. Allir voru samtaka um það að gera ferðina sem ánægju- legasta, og þarna undum við okkur við göngur og stigum vikivaka á kvöld in. Þetta var vikudvöi, frá sunnudags morgni til sunnudagsmorguns, og um hádegi á föstudag brugðum við okkur nítján saman í snögga ferð upp á Eyjafjallajökul og hölluðum okkur aðeins í skála á Fimmvörðu- hálsi um nóttina og komum niður á Þórsmörk síðdegis á laugardegi. Og svo héldum við áfram að skemmta okkur fram á sunnudagsmorgun, en þá kom hópur sá, sem leysti okkur af. Við komum að Kolviðarhóli um kvöldið, og þar ætluðum við, nokkr- ir ferðalangar, að leggja okkur dálitla stund, því að lítið hafði verið sofið undanfarnar nætur. En okkur fýsti að vera meira úti I náttúrunni, því að daufleg var vist í Reykjavik á styrjaldarárunum og brugðum okkur upp á Hengil. Og það stóðst á endum, að gefið var loftvarnar- merki, þegar í bæinn kom. Ég held að margir gamlir Farfuglar muni eft- ir þessari ferð. — Hvernig víkur því við, að' til skamms tíma var ekki unnt að kom- ast á bílum í Þórsmörk? — Þannig mun standa á því, að lengi vel voru ekki til nægilega öfl- ugir bílar til þess að komast yfir árnar, og auk þess féllu þær eitthvað öðruvísi og voru öllu vatnsmeiri hér áður. Framdrifsbílar komu hingað til lands með hinum erlendu herjum, og árið 1947 var í fyrsta skipti farið í Mörkina á bílum. Síðustu Þórsmerk- urferð mína á hestum fór ég árinu áður, og er ekkert áhorfsmál, að hest- ferðirnar voru langtum skemmtilegri. — Ertu þeirrar skoðunar að banna þurfi hópsamkomur I Þórsmörk? — Um það er erfitt að segja. Kjarni málsins er sá, að jarðvegur í Þórsmörk er ákaflega viðkvæmur fyrir öllum átroðningi, og ég er hræddur um það, að illa færi, ef stór- rigning kæmi einhvern tíma upp úr verzlunarmannahelgi. Þá gæti traðk- ið leitt til þess, að djúpar rásir mynd- uðust, og væri þá illa komið. Svo fer Þórsmörk vitaskuld ekki varhluta af fólki, sem gengur hroðalega um og engin varzla fær spornað við. Hér kemur sem sé sitthvað til greina. — Á hvaða stigi er gróður í Þórs- mörk nú, borið saman við þáð, sem var fyrir aldarfjórðungi? — Skóggróður hefur tekið töluverð um framförum, en graslendi hefur farið aftur sakir átroðnings, einkum í Húsadal. Sums staðar hefur örfoka land gróið, en einnig hefur nokkur uppblástur átt sér stað. Ég hugsa, að það jafni sig nokkurn veginn upp. — Voru ekki einhverjir vinsælir ferðamannastaðir, aðrir en Þórsmörk, lítt þekktir til skamms tíma? — Já, til að mynda Landmanna- laugar og Kerlingarfjöll. Lengi vel varð aðeins komizt á bíl upp að Land mannahelli, en þaðan er um fjögurra tíma gangur í Laugar, og var því ekki ýkja gestkvæmt þar. Guðmund- ur Sveinsson, nú starfmaður hjá Skýrsluvélum, fór fyrstur á bíl í Laug ar árið 1946. Skömmu síðar var leið- in rudd, og þá var hafizt hsr.ía um hópferðir i Laugar. Nú er í ráði að brúa Jökulgilskvísl, og verður þá fært TÍMiNN - SUNNUDAGSBLAÐ 703

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.