Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Blaðsíða 11
Klsta Geir- þrúðar tekin upp úr gröf- inni í viöur- vist emb- œttismanna. dauðadá var að ræða. Ung hjúkrunar- kona hafði reynt að fremja sjálfs- morð með því að taka inn stóran skammt af morfíni. Hún fannst dag- inn eftir að hún tók eitrið, köld og Stirnuð og án æðasláttar. Það var enga lífshræringu að sjá á líkama hennar, og húðin lók engum breyt- ingum, þótt sett væri á hana bráð- ið lakk. Hún var þess vegna talin látin, sett í kistu og fokið skrúfað á. Næsta dag kom lögreglan til þess að fá staðfestingu á dauða hennar. Þegar kistan var opnuð, tóku við- staddir eftir mjög lítilli húðhreyfingu á hálsi líksins. Lífgunartilraunir voru þegar hafnar og þeim haldið áfram í þrjá sólarhringa. Þá loks vaknaði stúlkan til lífsins sg lifði síðan eðli- lega eftir það. Dr. Starcke, afkomandi Geirþrúðar Birgittu Bodenhoff, segir, að Geir- þrúður hafi oft þjáðst af miklum höf- uðkvölum, sem áttu rót sína að rekja til tann- eða eyrnasjúkdóms. Ekki er útilokað, að hún hafi tekið sterk deyfilyf, svo sterk, að hún hafi fallið í yfirlið. Hugsanlegt er, að deyfilyf- in hafa orsakað eitrun, sem hafi kall- að fram ástand, sem minnti á dauða. Dr. Starcke segir, að bróðir Geirþrúð- ar, herragarðseigandinn Anton Ro- sted hafi hvað eftir annað sagt, þegar hann kom heim frá jarðarför systur sinnar, að hann skildi ekki, hvers vegna systir hans hefði verið grafin með rauðar kinnar. En rauðar kinnar geta verið merki um ópíumeitrun. Það virðist og ljóst, að prestur- inn, sem kom að banabeði grafar- rængingjans og meðtók játningu hans samkvæmt sögunni, hafi verið Jakob Pétur Mynster, síðar biskup yfir Sjá- landi. Bróðir hans var yfirlæknir á Friðriks-spítala. Presturinn tilkynnti lögreglunni ekki um játningu graf- arans, því að honum fannst hann bundinn af heiti sínu sem skriftafað- ir um algjöra þagmælsku varðandi syndir skriftabarna sinna. En ef til vill hefur hann trúað bróður sínum fyrir játningunni, en hann var mikill vinur Bodenhoffs-fjölskyldunnar. Þar í kunna ef til vill að liggja rætur þessarar sögur, sem fylgt hefur þess- ari ætt fram til vorra daga. HRAKNINGAR Framhald af bls. 698 þeirra en alls voru tólf manns í heimili. Það er vitað að Ólafur bjó góðu búi, eins og svo margir aðrir sem búið hafa í Skálholti fyrr og síðar. Einnig er það vitað að einn góðan veðurdag lét Ólafur bóndi smala sauðun sínum. Voru þeir 70 að tölu. Það er þeim ljóst sem búpening annast, að geldfé er ekki smalað að vorlagi, og það rekið í aðhald, nema annað hvort til þess að laga ull á fénu eða þá að sauðirnir hafi verið rúnir þenn- an dag. Vel er hægt að hugsa sér, að svo hafi verið. Mætti þá ætla, að nokkuð hafi verið komið fram á vor. Tíð var einmuna góð allt til mánaðarmóta maí-júní, að hið VIÐ HVÍTÁ mikla veður brast á „var þá nokk- uð af fé gengið úr ull og krókn- aði það af kulda,“ segir í annál ársins, eins og áður er getið. Hér var því ekki til að dreifa að sauðirnir króknuðu af kulda uppi á þurru landi. Urðu afdirf þeirra hörmuleg engu að síður. í því efni gat það skipt einhverju máli, hvort þeir voru gengnir úr ullinni eða ekki. Góð heimild er fyrir því, að þeg- ar lokið var athugun á sauðunum, voru þeir reknir fram í Tungu, (eins og sagt var í daglegu tali). Tungan er landsvæði frá Skál- holti, sem liggur milli Brúarár að vestan en Hvítár að austan og falla árnar saman þar fram undan. Heit ir þar Tungusporður. Land þetta er ein flatneskja. Hvergi er það skjól eða afdrep fyrir skepnur í vondum veðrum. Gat það átt sinn þátt í því hversu illa fór. Einum eða tveim dögum síðar en sauðirnir voru reknir, brast veðrið á, með þeim afleiðingum að sauðina hrakti í árnar, sem þarna eru á þrjá vegu. Þar fórust þeir, allir með tölu. Hvernig sem á þetta er litið, verður naumast annað séð en hvort tveggja hafi gerzt á sama tíma, þ.e. hrakningar fólksins og fjártjónið. Löngum er það svo, að eftir- minnilegir atburðir geymast lengi í minni kynslóðanna. Eru heimild- armenn mínir að þessari sögu, nú miðaldra menn. Þeim sagði amma þeirra, Valgerður Eyjólfsdóttir, kona Helga Ólafssonar. Samkv. manntall í Biskupstung- um árið 1850, var Helgi þá 15 ára, dvaldi hann hjá foreldrum sínum I Skálholti þegar þetta gerð- st. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 707

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.