Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Blaðsíða 10
Assistens- ■ kirkiugarð- ur, þar sem grafarrénin voru framin. og hafði þá játað fyrir presti, sem var kallaður að banabeði hans, að hafá átt þátt í þessu illvirki. Þrátt fyrir þetta, sáu ættingjar og aðstandendur Geirþrúðar ekki ástæðu til þess að láta opna gröfina eftir að ránin höfðu verið framin. En sag- an gleymdist ekki. Hún fylgdi ætt- ingjum Geirþrúðar gegnum árin. En ekkert var gert til þess að komast að raun um sannleiksgildi hennar. 19. öldin rann skeið sitt á enda, ætt- in Bodenhof lifði áfram og sagan líka. Loks er það. árið 1953, að einn afkomandi ættarinnar, læknirinn og stjórnmálamaðurinn dr. Viggo Starcke ákvað að láta opna gröfina með leyfi yfirvaldanna og í viöurvist ábyrgra vísindamanna. Rannsóknin leiddi þó ekki í ljós neina ákveðna niðurstöðu — því mið- ur. Kistan var fallin saman, en beina- grindin var óskemmd. Stelling beina- grindarinnar í kistunni var mjög ein- kennileg. Höfuðið ásamt neðrikjálka sneri þannig, að andlitið vissi að kistubotninum. Hryggurinn var bog- inn alveg frá lend að hvirfli. Hand leggirnir lágu þétt við hliðar líkam- ans í stað þess að vera krosslagðir yfir brjóstið eins og venja er til. Fætur líksins voru líka í mjög ein- kennilegri stellingu, og var vinstri beygður upp undir hægra sköflung. Engir skartgripir fundust á líkinu, ekki einu sinni giftingarhringur. Rannsókn á beinagrindinni leiddi þó í ljós, að hún bar ekki merki um áverka, höfuðkúpubrot eða annað. í skýrslum, sem gerðar voru um rann- sóknina, sagði, að hin einkennilega stelling beinagrindarinnar, sérstak- lega það, að vinstri fótur skyldi vera beygður undir hægri sköflung, gæti bent til þess, að eitthvað hefði borið að höndum, eftir að líkið var lagt i kistuna. En f vísindamenn þorðu ekki að segja neitt um, hvort orsök þess- arar kynlegu stellingar beinagrindar- innar, væri sú, að hin dána hefði raun- verulega hreyft sig eða kistan hefði hristst og stelling' líksins tpá aflag- ast. Spurningunni um það, hvort Geir þrúður Birgitta var kviksett var því enn ósvarað. Hins vegar virtist ljóst, að líkið hafði ekki orðið fyrir harka- legri barsmíð, að minnsta kosti ekki svo harkalegri, að á beinum sæist. í hinum stóra heimi ársins 1953 vakti opnun grafar Geirþrúðar Bir- gittu Bodenhoff geysimikla athygli og grafarránin, sem framin höfðu verið einni og hálfri öld áður, voru aftur dregin fram í dagsljósið af áköfum blaðamönnum, sem reyndu allt þeir gátu að skáka hver öðrum. Forsíður heimsblaðanna fluttu frásagnir af rannsóknunum á líkamsleifunum, meira að segja blöðin í Kína. Og niðurstaða rannsóknanna voru lagð- ar fram á vísindaráðstefnum. Dr. Starcke, sem lét framkvæma rann- sóknirnar, skrifaði mjög athyglis- verða bók um þær. Hann lét þá í ljós þá skoðun sína að allt benti til þess, að sagan um dauða Geirþrúð- ar, sem fylgt hafði ættinni í eina og hálfa öld, sé sönn, og hún hafi í rauninni verið kviksett, vaknað þegar ræningjarnir opnuðu kistuna og verið myrt í sinni eigin gröf. Hvort sem skoðanir dr. Starcke eru réttar eða ekki, hefur mcð þessum rannsóknum verið tryggt, að sagan heldur áfram að fylgja ættinni sem hálfur eða heill sannleiki, eftir því hver á í hlut. En. sennilega væri dauði Geirþrúðar eng- um ráðgáta í dag, ef ættingjar henn- ar hefðu notfært sér boð lögreglunn- ar um að láta opna grafir í Assistens- kirkjugarði, ef þess yrði óskað. Ekki fór hjá því, að opnun graf- arinnar árið 1953 og eftirfarandi rann sóknir vektu upp þá spurningu, hvort líffræðilegur möguleiki væri fyrir því að Geirþrúður Birgitta hafi verið kviksett og síðan vaknað til lífsins. Það er náttúrlega staðreynd, að margs konar ástand mannslíkamans líkist raunverulegum dauða, til dæm- is fyrstu stig köfnunar, drukknunar, lömunar, eitrunar o.fl. En læknar nú- tímans hafa alla möguleika á því að komast að raun um, hvort maður er lifandi eða dáinn. Og nú á tímum er engin — eða því sem næst engin — hætta á því, að menn séu grafnir í dauðadái en ekki dauðir, allar varúð arreglur í sambandi við dauða manna eru 'það traustar. En á öldinni sem leið var óttinn við að vera grafinn lifandi talsvert algengur meðal al- mennings, og möguleikinn fyrir því var raunverulega til- Á þeim tímum var almenningur ekki alltaf viss um, hver hin ytri dauðatákn væru, og yf- irvöldin kröfðust ekki dánarvottorðs undirskrifað af lækni. Það er til fjöld- inn allur af meira og minna trúverð- ugum frásögnum um, að fólk hafi verið grafið í dauðadái. Svo mikið er víst, að í Danmörku sá þekktur guðfræðingur, dr. Bastholm, ástæðu til þess að bera fram kröfur um trygg ar varúðarreglur í sambandi við dán- arákvörðun árið 1793. Og árið 1869 fjallaði þekktur læknir í Kaupmanna- höfn um dauðadá og dauða í riti, sem nefndist „Asphyxien og dauð- inn.“ Árið 1808 var fyrirskipað að byggja líkhús í kirkjugörðum, svo að líkin gætu staðið uppi dálítinn tíma áður en greftrun færi fram: „í lík- húsinu skal koma fyrir bjöllu í her- bergi grafarans og klukkustrengui- inn skal vera festur við hendur hins dána, svo að hin minnsta hreyfing komi bjöllunni til að klingja." — Auk þessa skyldu vökumennirnir yfir líkunum blása hvað eftir annað í lúðra hjá líkinu til þess að ganga úr skugga um, hvort hinn látni væri raunverulega dauður! Þessa aðferð notaði rektor Metropolitans-skólans árið 1827 í fullri alvöru. Og staðreynd fer það, að líkhús með klukkum risu víðs vegar upp, meðal annars í Miinchen í Þýzkalandi, en ekki eru til neinar frásagnir um það, að hinir dauðu hafi notfært sér þær. Árið 1919 lýsti læknir einn, dr. Rautenberg, tilfelli, þar sem um 706 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.