Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Blaðsíða 22
er kynnzt löngu áður en hinn svo kallaði McCarthy-ismi kom til sög- unnar, og eðli þeirra hafði verið hon um ráðgáta. En nú gat hann litið á þessi mál í ljósi samtímavið- burða, einkum hins leyndardóms- fulla framsals samvizkunnar. Og ein staðreynd frá liðnum tíma gerði honum kleift að skrifa leikritið, að Aþígael Williams, frumkvöðullinn að hópsefjuninni í Salem, að því er til stallsystranna tók, hafði skömmu áður þjónað í húsi Proctorhjón- anna og brá nú Elísabeti Proetor um gaidra. Það kemur og glöggt fram í réttarskýrslunni, að hún gætti þess vendilega að koma ekki galdra orði á Jón Proctor, eiginmann EÍísa betar Hvers vegna?\ Þess eru ekki önnur dæmi frá þessum réttarhöld- um. að beinlínis hafi verið reynt að gera upp á milli hjór.a í þessu eftii. Vitnisburður Proctors er ekki rúm- frekur í réttarskýrslunum, og hið sama er að segja um framburð Elísa betar. Ýmsar ástæður, hafa getað legið til aftöku Proctors, sem nú eru fallnar í gleymsku. Ýmsir af- komendur hans urðu til þess að skrifa Miller eftir að leikritið hafði verið frumsýnt, og einn þeirra skýrði frá því, að sú sögn hefði gevmzt í æt.t- inni, að Proctor hafi verið hugvits- niaður og sætt ýmsum grunsemd um fyrir vélar, sem hann smíðaði. Þessi skýring er ekki fullnægjandi, en hún er í samræmi við það, sem fram kemur í réttarskjölunum, að Proctor hafi verið maður ódeigur og hleypidómalaus, en hann var einn hinna fáu, sem ekki hikuðu við það að kalla allan málareksturinn véi- ræði eitt og fals. Þegar um slíkt hópfyrirbæri er að ræða, hlýtur fjöldi mikilvægra per sóna að verða svo mikill, að erfið- leikum valdi við samningu leik- rits. Miller kom tii hugar, að sýna borgina á impressioniskan hátt, bregða upp ósamstæðum sviðsmynd um og gera þannig smám saman grein fyrir orsökum og afleiðingum. En Miller hvarf frá þessu, því að spurning sú, sem honum var efst í huga, var sáifræðilegs, en ekki þjóðfélagslegs eðlis — spurning um sekt, sem bjó í Salemsborg og móð- ursýkin leysti úr læðingi, en skap- aði ekki. Bygging leikritsins mótast af þessu, og Jón, Elísabet og Abígaei eru þýðingarmestar persónur. Þegar Miller las réttarskýrslurnar, gaf hann gaum að einu grundvallar atriði, sem kom honum meðal ann ars til þess að sjá í nýju ljósi, hvern ig fjallað er um hið illa í samtíma- leikritum. Nokkrir gagnrýnendur hafa vakið athygli á því hve djöful- legur málareksturinn sé í leikrit- inu. En Miller svarar því til, að ekki sé til einn einasti stafkrókur, sem er kynnzt löngu áður en hinn svo- bendi til annars en dómarar og sak sóknarar við þessi réttarhöld hafi unnið hinu illa af heilum hug. Það er jafnvel undrunarefni, hvílíkri fuli komnun þeir gátu náð í því tilliti. Rebekka Nurse, gömul og guðhrædd kona, var hrifin burt af sjúkrabeði og spurð í þaula. Saksóknaranum var ekkert heilagt. Kvalalosti þeirra var ótrúlegur. — Þá fer það ekki á milli mála, að fólk af Putnamfjölskyldunni ræddi einslega við sumar stúlknanna móðursjúku og sagði þeim, hverja væri æskilegt að úthrópa næst. Það kom Miller ekki á óvart, að ýmsir töldu slíkan djöfulskap ekki til í manneðlinu, og reyndar er okk ur kennt, að slíkt fyrirfinnist ekki. En Miller kveðst mundu taka þétta efni öðrum tökum, ef hann ætti að skrifa ieikritið aftur, og fjalla þá um hyldýpi illskunnar. Þess í stað leit aðist hann við það að gera Dan- forth mannlegan með því að láta sinnaskipti Maríu Warren, þegar rétt arhöldin stóðu sem hæst, hafa nokk ur áhrif á hann. En af réttarskýrsl unum er ekki að sjá, að hann hafi látið nokkurn bilbug á sér finna. Og síðar komst Miller á þá skoðun, að hann hefði gert rangt í því að draga úr illsku þessa manns og dómara þeirra, sem hann er fulltrúi fyrir. Þess í stað hefði hann átt að gera illsku þeirra algera og taka eðli þeirra föstum tökum í leiknum. Miller kveðst nú trúa því, sem hann hafi ekki gert sér grein fyrir áður: að til sé fólk á bandi hins illa, og án þess myndum við ekki þekkja hið góða. Hann kveðst trúa því, að sum ir þeir, sem séu á bandi hins illa í heiminum, viti mætavel, hvaða mál stað þeir þjóni — þekki hið illa og elski það. En mörgum veitist erfitt að gera sér grein fyrir þessu, og því reynist Iago í Othello, leikriti Shakes- peares, ýmsum torskilinn. Nú víkur Miller að því, að fólk í Salem hafi haft vissar meginreglur að leiðarljósi tg það hafi ekki látið það afskiptalaust, sem því mislíkaði. Því segist Miller hafa látið þetta fólk þekkja sjálft sig betur en unnt væri að hugsa sér nú á dögum. í deiglunni fékk mjög misgóðar viðtökur. Miller telur, að áhorf endur hafi ekki' kunnað við þessa þekkingu persónanna á sjálfum sér, fundizt þetta óraunsætt. í nútímaleik- ritum eru huglægar tilfinningar alls ráðandi, og verk, sem eru af öðrum toga, þykja óraunveruleg. En þegar Miller lítur til baka, telur hann, að Lausn 24. krossgátu sjálfsþekking hefði átt að skipa enn hærri sess í þessu leikriti, þótt með því móti hefði hið raunsæja form og stíll leikritsins eklri getað haldizt. En geðshræring sú, sem stafar af þekk- ingu, er engu áhrifaminni en sú geðs- hræring, sem hefur tilfinningar að bakhjarli. vVeOk Bertholds Brecht hljóta að koma til álita í þessu sambandi, heldur Miller fram. Hann kveðst ekki vera sammála Brecht um sitt- hvað, en telur túlkun hans á vitund mannsins heiðarlega og áhrifamikla frá leikrænu sjónarmiði. ÞANKABROT Framhald af bls. 708. selja okkur eitthvað eða segja nýj- ustu fréttir, samt sem áður getur það gefið okkur dýpri skilning á heiminum í dag. Myndlistin er nokkurs konar tungumál án orða, sem við þurfum að læra að lesa. Sumar myndir eru auðlesnar, aðr ar torlesnar. Það eru ef til vill ekki öll lista- verk, sem eiga beint erindi við okkar daglega líf. Það rýrir samt á engan hátt ^gildi þeirra. Þegar við njótum þess háttar verka, leysa þau okkur úr viðjum hvers- dagsleikans og gefa okkur lífs- fyllingu, sem nútímamaðurinn má ekki fara á mis við. Önnur lista- verk sækja efnivið sinn í hvers- dagsleikann, gleði og sorg, alvöru og hégóma, fegurð landslags, manna og dýra. Enn örinur lista- verk sýna vandamál menningar- innar, stríð, einræði og lýðræði, áhrif iðnvæðingarinnar og rann- sóknir á undirmeðvitundinni, leif- ar af trúarbrögðum, frelsi og freis- isskerðingu einstaklingsins. Listamaðurinn er maður rétt eins og við hin. Hann getur ekki leyst þessi vandamál, en list hans hjálpar okkur tii að sjá og skilja. A.Ó. Zi 0 7\ 0 ÍZ! 1 S j7 7 7 S ! M I Ð u R 3l n 'jL A Ð 7 L 7 J ft s1 / T U ÍL H, L T R1 z i 7 ~~~r « R fí RJ Zj r . j z R A z N Ý1 y B K R N. fí K T Z\ H Z\ Kj R Jj R i z fí L IJ i z 1] L E z 7 z H i £ z Ú T H ft L 3. ij F u Rj & ft T ~7 L p 2 T R 1 Ú A R S I z s V el V E V T T z s r H z ft T 7 A ö 2 i H R fl 0 H E N D a 6 m! »1 Z V s I Ð 0 —* B A z i L z A' 3 !Z 2 N z\ El £_ ft z 18 K ó Rj R ft a N H s 1 u w D z I Ð 7 K mmwnuKnmnnnvín waamawsinzmmm T f M I 'N N — SUNNUDAGSBLAÐ 718

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.