Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 4
Guðmundur Jósafatsson
frá
Brandsstöðum:
AFDRIF
JÓNS A USTMANNS
Síðari híufi
Gisli Konráðsson segir írá sendiíör
suður í Biskupstungur á jólaíöstu vet-
urinn 1780. Til fararinnar völdust Jón
Bjarnason, -bóndi í Stóru-Gröf, sem
kunnur var undir nafninu Grafar-Jón,
þekktur maður að karlmennsku og
harðfylgi, og Björn Illugason, vinnu-
maður á Reynistað, hinn vaskasti mað-
ur, en mun þó ekki hafa verið fuil-
harðnaður, enda innan við tvítugt.
Erindi þeirra var að leita eftir erindis-
lokum þeirra Staðarmanna. Þeir komu
að sunnan í fyrstu viku þorra og þá
sýnilega á hreinfrosnu hjarni. „Fundu
þeir þá tuttugu kindur norðan vert á
Grúfufellsmelum. En eigi fengu þeir
Jón lengra komizt með kindurhar en
í Svartárbuga að Aðalsmannsvötnum,
og vitjuðu Tungusveitungar þeirra
síðan. Nokkrar sauðkindur komu og
ofan að Stafni í Svartárdal um vetur-
inn af fé þeirra Staðarmanna og hund-
ur þeirra ofan að Rugludal vestan
Skínandi. Það varð og um vorið, er
rakað var af við Staðarrétt, að grað-
heslur grár kom hneggjandi sunnan
Langholt ofan hjá Svarðarhól. Var
hann úr för Staðarmanna.“
Espóiín segir um þetta: „En um
veturinn slæddust sauðkindur nokkrar
norður ok hestr ofan að Rugludal
vestra ok Svartárdal ok nam þar stafar
meðan vetr leid yfir.“
Þessar heimildir verða trauðla ve-
fengdar. En sagnir herma, að hrosfcin
hafi verið tvö, sem af komust. Auk
hestsins, sem komst heim að Reyni-
stað, hafa iifað sagnir um, að grá
hryssa hafi fundizt um vorið í nesi
því við Svartá syðra, sem síðan heit-
ir Gránunes.
Þessar sagnir hafa lifað góðu lífi,
jafnt um Árnesþing og Norðurland
vestan vert. Sigurbjörg Skúladóttir
heyrði hana barn og því tæpum
fimmtíu árum éftir að sagan geröist
og þá af vörum þeirra, er atburðinn
mundu. Hún bætti því við, að hryssan
hafi fundizt af grasafólki sunnan úr
Hreppum og hefði hún þá verið kom-
in að köstum. Það er sameign norð-
lenzkra og sunnlenzkra sagna, að
hryssan hafi verið með reiðingi, sem
kominn var undir kviðinn, og gjarðir
legið á berum beinum á baki hennar.
Hafi það því orðið fangaráð þeirra,
er fundu, að fella hana. Sigurbjörg
sagði og að kindurnar, sem komu
ofan að Stafni, hefðu verið átta ær og
einn hrútur. Virðist lítil ástæða til
að rengja þessa sögu hennar. Hún
var óljúgfróð og langminnug, svo af
bar. Það má því telja nokkuð víst,
að úr þessari feigðarför hafi bjargazt
29 kindur, tvö hross og, einn rakki.
V.
Jón Eyþórsson segir í þætti sínum
um Reynistaðarbræður, (Hrakningar
og heiðarvegir I. bindi) : „Annars
er það einkennilegt, að sunnanféð
skyldi leita norður á bóginn.“ Hér
verður mjög tekið undir þessa ábend-
ingu Jóns og freistað að færa nokkur
rök fyrir.
í fyrsta lagi er allt féð að sunnan,
Það gat því ekki verið að leita til
átthaganna, nema svo ólíklega hafi
tekizt til, að forystan hafi orðið átta-
villt. Ekki er sú tilgáta trúleg. Þarna
var um fé að ræða, sem þaulvant
var útigangi og harðræði, nánast sagt
náttúrubörn. Reynslan hefur sýnt,
svo ekki verði um villzt, að þeim
er ekki villugjarnt. Stofn fjárhópsini
var að verulegu leyti skaftfellskur,
en hann hefur allt til vorra tíma
verið þekktur að hugrekki og þoli.
Á þessum kostum hefur hópurinn,''
sem bjargaðist úr þessari för, þurft
mjög að halda, eins og síðar mun
sýnt.
í öðru lagi má benda á, að veður-
lýsingar, sem varðveittar eru enn,
benda eindregið til, að hriðin hafði
staðið af norðri, sennilega af útnorðri.
Höfundar þessara veðurlýsinga eru
eins og áður er bent til, Hannes
Finnsson, biskup í Skálholti, sem um
langt árabil skrásetti daglega mjög
glöggar veðurlýsingar, sem einmitt
eru ágætlega ljósar þá daga, sem
þarna er um að ræða. Hinn höfund-
pr veðuriýsinganna er Jón yngri prest
ur í Möðrufelli í Eyjafirði. Þeir
feðgar skrásettu veðurfarsbækur um
mjög iangt skeið' og eru þær hinar
gagnmerkustu, þó að þær standi ekki
að fullu veðuriýsingum biskups á
sporði, enda voru þar fyrir hendi full-
komnari tæki. Öll rök hníga að því, að
fannkoma hafi verið mjög mikil —
trúlega gifurleg. Féð átti því að sækja
í veðrið. Líklegt má því telja, að
því hefði orðið þungfært norður yfir
Kjalhraun, ef sú för var ekki hafin
fyrr en hriðinni var tekið að slota.
Víst er, að Kjalhraun hefur ekki
verið auðfarið fyrstu dagana eftir að
upp birti, þótt eitthvað af breiðunni,
sem bæld var við Beinahólinn, hefði
sloppið svo við stórfennið, að það
gæti risið á legg, þegar rofaði. En til
þess er— iitlar líkur með það, sem
náttból haíði í því nágrenni.
í þriðja lagi er Beinahóllinn
skammt frá suðurjaðri hraunsins. Frá
honum suður í hraunjaðarinn er
rúmur einn kílómetri. En norður að
Rjúpnafelli, sem er stytzta leiðin norð
ur yfir hraunið, eru rúmir fjórir kíló-
metrar. Þótt lítiil halli sé á hrauninu,
er leiðin frá hóinum nprður að Grett
ishelli drjúgum meir á fótinn en
undan honum. Hér ber því enn að
sama brunni.
í fjórða lagi er mun styttra á snap
ir sunnan hraunsins en norðan þess.
Nokkur kindakropp eru austan undir
Kjalfelli, allt að hraunjaðrinum að
heita má. Þau eru rýr, en mundu
þó nokkurs virði, í fyrstu snjóum,
ef fanndýpi græfi þau ekki að fullu.
Þangað mun ekki nema um hálfur
þriðji kilómetri. Norður með hraun-
844
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ