Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 9
Skarfur á klettastalli svipast um, tortrygginn og varkár. Skyldi vera vissara að forða sér i sjóinn? Ljósmynd: Grétar Eiríksson. SVIPAST UM MEDAL SKARFA Við sjáutn varla fugl, sem mjó- slegnari er, miðað við stærðina, heldur en skarfinn. En þvi fylgir, að hann er rennilegur. Hann er líka snillingur að kafa, og þess þarf hann sannarlega við, því að hann gengur gírugur til fæðunnar eins og þeir nafnar, Bjarni á Leiti og Bjarni synd, og leitar sér mat- fanga í sjó. Fróðir menn segja, að þann fúlsi ekki við neinu, sem þar er kvikt, svo fremi hann geti kingt því. Einu gildir, hvort heldur það er fiskur eða krabbi, og stöku sinnum slæðist jafnvel ofan í hann sjófugl, sem verður á vegi hans. Þetta er köLluð græðgi. En honum er ekki láandi. Hann þarf mikið til þess að fá fylli sína og er stundum með sex til átta pund í maganum í einu. Það eru líka hans mestu sælustundir. En við ber, að hann ætlar sér ekki af. f Noregi hafa menn séð skarf reyna að gleypa steinbit, sem var svo stór, að hann kæfði hann. En við skulum ekki hneykslast tii muna: Þetta getur líka hent menn. Skarfurinn lýtur sama lög- máli og aðrir, sem matfrekir eru: Hann verður. að létta rækilega 4 sér, þegar hann hefur meit máls verð sinn. Hann er talinn dríta fugla mest, og það er fært honum til mikiila verðleika sums staðar í heiminum. Hin frægu dritlög í þurrviðrabelti á vesturströnd Suður-Ameríku stafa frá skörfum, er þar hafa myndað stórar byggð ir um óteljandi aldir. Dritið hef- ur hlaðizt upp, þornað og harðnað í endalausu sólskini, og svo komu auðkýfingarnir á síðustu öld, hálfu gráðugri en nokkrir skarfar aðrir, og gerðu sér saur löngu dauðra fuglanna að féþúfu. Á íslandi eru tvær tegundir skarfa — dilaskarfurinn, sem er öllu stærri og toppskarfur, svart- ur og álútur eins og gamli biskup inn í Skálholti, sem kerlingarnar fyrir austan sáu hér á árunum, ef einhvern kynni að ráma í þá sögu. Flestum mun þykja skarfurinn til- komumikill fugl, þar sem hann situr á skeri, og munu margir, sem leið eiga um Skúlagötu I Reykja- vík, minnast skarfa, sem húkt hafa í Kolbeinsskeri, iðulega hreyfing arlausir tímunum saman, forsmá- andi glápandi vegfarendur og ið- andi bílakös. í upphafinni ró sinni geta þeir minnt á spekinga Austurlanda, er unnið hafa sigur á glaumi lífsins. Skarfarnir Verpa á eyjum og skerjum og í lágum björgum, og ungarnir skríða blindir og ber ir ur eggjunum. Svo hjálparvana ungviði þarfnast mikillar um- hyggju og hana láta foreldrarnir sannarlega í té. Af því er látið, hvílíka matarsælu skarfsungar eiga að búa. Þó er einn ljóður á ráði skarfa, sem eiga bú og börn. Það hendir þá að skríða af hreiðri sínu í návist vargfugla og horfa á þá ræna það án þess að stugga við spellvirkjunum. Sýnist þó hinn mikli krókur á nefi þeirra not- andi til varnar ungviðinu. En kannski eru skarfar seinir að hugsa, og verður þá að virða þeim það til málsbóta. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 849

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.