Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 13
LSkorradal um hvítasunnuna og dvald t þar eitt ár. í Efstabæ voru fimm í heimili, hjónin og þrjú börn þeirra, þau er énn dvöldu í föðurgarði, Steinunn, síðar húsfreyja á Hóli í Lundarreykja dal, móðir Kristins Björnssonar lækn is, Ásgeir, síðar bóndi á Eeykjum í Lundarreykjadal, faðir Magnúsar skálds og Leifs prófessors, og Oddný, er lengi var húsfreyja í Stóra-Botni í Botnsdal, móðir Jóns ritstjóra Helga sonar. Vinnufólk var ekkert nema kaupamaður og vikadrengur um slátt- inn. Sjálf var ég höfð í snúningum og hjálpaði Hildi innanbæjar. Sigurður var orðinn aldraður, þeg- ar ég var í Efstabæ, kominn á átt- ræðisaldur. Hann var meðalmaður á hæð, nokkuð þrekinn, hvíthærður, aug un nokkuð hörkuleg. Hann var illa farinn af gigt og gat lítið sinnt verk- um og dvaldi mest heima við. Hildur var tólf árum yngri en Sigurður, frek ar lág og þrekin, lagleg, að mér fannst, með sérlega falleg, blá augu. Bæjarhús voru allreisuleg í Efsta- bæ á þeirrar tíðar mælikvarða. Þar var ný og rúmgóð fjögurra stafgólfa baðstofa, sem Jón, sonur Sigurðar, trésmiður á Akransei smíðaði. Gestaherbergi var ekkert, og ávaf allt heimilisfólk í baðstofunni. Húsgögn voru fá nema rúm og borð, og mat aðist fólkið sitjandi á rúmum sínum. Þó man ég eftir gamalli, rósamálaðri kistu, sem Hildur átti. Þar geymdi hún reiðföt með skrýtinni, skatter- aðri húfu, sem mér varð starsýnt á. Vitaskuld var búr og eldhús við bæ aninn og myndarleg skemma með lofti meðal bæjarhúsa. Mig minnir, að hús- fyrir allt sauðfé væru austur á tún- inu, en þá var sjaldgæft, að öll fjár- hús stæðu saman. Góð fjóshlaða var í Efstabæ og lika fjárhúshlaða, að mig minnir, og var heimilið birgt af heyjum eins og öllu öðru. Túnið í Efstabæ þótti gott, nokk- uð stórt og lítt þýft. Engjaslpegiur voru heldur lélegar, reytingur hér og þar í mýrarsundum og á valllendi fram með Fitjaá og suður á Botns- heiði. Sjálf var ég annars aldrei á engjurn, nema ég fór stundum þang- að með mat til fólksins. Smalamennsk ur voru nokkuð langar frá Efstabæ. Vikapiltur sat yfir ánum, oftast nær suður á Botnsheiði, en stundum fyrir sunnan Eiríksvatn. Ég man, að ég fór einhvern tíma með honum þang- að og sá þá heim að Vörðufelli norð- an vatnsins, sem mér þótti ósköp skelfing lítill bær. Byggð lagðist af í Vörðufelli laust eftir aldamót Afi minn þótti góður bóndi, og mér fannst mikil búsæld í Efstabæ. Sauðfé var allmargt, kýr fjórar eða fimm, hestar sjö eða átta, jafnmarg- ir og nauðsynlegt var að nota undir heyband, en allt hey var flutt á klökk- um í hlöðu. Sigurður sótti kaup- stað út á Akranes, til tengdasonar síns, Oddgeirs Ottesens, sem var kvæntur Sigurbjörgu Sigurðardóttur, og er sonur þeirra Pétur Ottesen á Ytra-Hólmi. Mikið var keypt til heimilisins, en Sigurður vildi búa að sínu, eins og unnt var, og lét ávallt slátra miklu á haustin. Þá var nógur garðávöxtur í Efstabæ, sem fátítt var um þær mundir, bæði kartöflur og rófur. Auk þess stunduðu Efstabæjar- menn silungsveiði í Eiríksvatni, einkum á dorg. Allur viðurgerningur var fjarska góður. Matmálstímum var hagað líkt og þá var alsiða, kaffi að morgni, áður en haldið var til vinnu, litli skáttur um tfuleytið, miðdegismatur Fossinn Hvítserkur i Fitjaá, Innst í botni Skorradals. Ljósmynd: Hallgrimur Stefánsson. um nónbil og kvöldmatur um klukk- an tíu, en venjulega var unnið fram til þess tíma um sláttinn. Ekki þótti mér glaðvært heimili í Efstabæ. Sigurður var fámæltur og enginn fjörmaður. Hann var mjög fróð ur og sílesandi. Hann keypti blöð og átti mikið bókasafn, sem var geymt í hirzlum hingað og þangað. Hygg ég,' að hann hafi verið vel læs á dönsku. Ekki vissi ég til þess, að hann gerði vísur, og hefur hann farið dult með, ef svo hefur verið. Gestrisinn var afi minn og glaðari en endranær, þegar ókunnuga bar að garði. Ég var mjög hænd að Hildi, sem var góð kona og glaðlynd og yndisleg manneskja, að mér fannst. Hún var vel skynsöm kona, en hafði lítinn tíma til þess að lesa og fræðast. Systkinin voru öll bókhneigð. Ásgeir tók sér alltaf bók í hönd á kvöldin, að lokinni vinnu, og ég man, að Odd- nýju þótti mjög gaman að kvæða- bókum. Ekki var gestkvæmt í Efstabæ, enda liggur bærinn ekki í þjóðbraut. Þótti mér snöggtum minni samgangur milli bæja í Skorradalnum en í Hvítársíð- unni. Helzt var það Stefán bóndi Guð mundsson á Fitjum, sem kom til Sig- urðar að ræða við hann um hrepps- málefni, sem Sigurður hafði haft mik- il afskipti af áður. Og stöku sinnum kom fólk frá öðrum nágrannabæjum, til dæmis frá Sarpi og Vatnshorni, og sama máli gegndi um þá Kristján bónda Þorsteinsson á Englandi í Lund arreykjadal og Símon á Iðunnarstöð- um í sömu sveit, bróður Hildar. Efstabæjarfólk fór ekki oft af bæ, sýnu sjaldnar en ég hafði vanizt í Hvít ársíðu. Einu sinni var farið til Fitja kirkju um sumarið, og öðru sinni fóru systkinin ríðandi upp að Reykholti. Allir voru mér góðir í Efstabæ, en ekki var laust við það, að mér leidd- ist, því að þarna var bara fullorðið fólk. Ég hlakkaði mjög til þess að fara aftur heim að Þorvaldsstöðum, og hef ég aldrei komið að Efstabæ, eftir, að árskvöl minni þar lauk. En nokkur samskipti hafði ég við Efsta- bæjarfólk eftir þetta, til að mynda kom Ásgeir stöku sinnum að Þor- valdsstöðum. I.S. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 853

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.