Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 19
ar hugmyndir um héraöið meðfram Tornelfi. — Maður lítur á kortið og *ér, að þetta er langt fyrir norðan norðurheimskautsbaug og ályktar svo að þarna sé gróðurlítið land og lítt hæft til búskapar, en sannleikurinn er sá, að Tornedalurinn er ágætt landbúnaðarhérað og víða mjög fag- ur. En mikið veltur á hinni miklu efli og öðrum stórfljótum, sem í hana falla. Elfan flytur fram timbrið og gróðurmoldina, vökvar engið og prýðir dalinn. Sjaldan gerir fljótið tjón, þótt stundum komi það fyrir. Einu sinni varð að flytja burt úr fljótinu dálítið þorp eða byggðahverfi, sem reist hafði verið á eyjum og slétt- lendi við fljótið. Voru byggingarnar, sem allar voru úr bjálkum gerðar, fluttar upp í skógivaxið hæðardrag rétt við fljótið. í stórflóðum höfðu bæjarhúsin svo oft flotið í burtu, að ekki þótti borga sig að byggja þar alltaf upp aftur. Á vetrum er oft snjóþungt í Torne dalnum, en þá er unnið að skógar- höggi. Er það kalt verk og karlmann- legt. Oftast er svo trjáviðurinn flutt- ur á sterkum sleðum með hraustum dráttarhestum fyrir. Trjánum er svo staflað upp í stóra hlaða rétt við fljótin. Þegar ísa leysir, er svo trján- um fleygt í fljótið, sem flytur þau áleiðis. í Tornedalnum standa víða enn gamlar byggingar. Eru það aðallega kornhlöður og skemmur. Öll eru þessi gömlu hús bjálkabyggð. Frá síðustu aldamótum hefur gífur- leg breyting orðið á atvinnuháttum og kjörum fólks í Lapplandi og Torne dalnum. Nú hafa Svíar og sænska ríkið lært að meta rétt náttúruauðæfi Lapplands og Norður-Svíþjóðar. Þarna eru ótæmandi námur, ágæt landbúnaðarhéruð og vatnsmikil straumþung fjallvötn, sem enn eru ekki fullvirkjuð. Svíþjóð á f norður- vegi svo aflmiklar rafveitur að sænska ríkið getur selt nágrönnum sínum. Dönum, rafmagn. Er það haft í gam- anmálum, að sporvagnar, sem ganga fyrir rafmagni, geti snarstanzað á göt- um Kaupmannahafnar, ef klakastifla kemur í stórfljót í Norður-Svíþjóð Laubeá og Haparanda. Tornelfur skilar ekki allri möl, leir og gróðurmold, sem hún ber fram í farveg sinn í Tornedalnum, þótt farvegurinn og dalurinn hækki að meðaltali um einn sentimetra á ári. Feikn af framburði ber fljótið út 1 Helsingjabotn. Þar sekkur þessi framburður niður í kyrran fjarðar- botninn og myndar þar grynningar, hólma og eyjar. Má því segja, að innsti hluti Helsingjabotns sé eins konar Feneyjar Svíþjóðar. Borgin Haparanda er örskammt frá mynni Tornelfar. íbúarnir eru 4 til 5 þúsund og nálægt einn fimmti af þeim tala finnsku. Árið 1019 var gerð þarna járnbrautarbrú yfir fljótið, sem tengir saman járnbrautarkerfi Svíþjóðar og Finnlands. Höfnin í Haparanda er grunn og innsigling þröng, en í eyj- unni Salmís, skammt undan Iandi, er góð höfn. Borgin Luleá er við samnefnda á, sem fellur í Helsingjabotn. íbúar þar eru um 30 þúsund og þeim fer ört fjölgandi. í Luleá er ágæt höfn, og mikið af nárngrýti er flutt þaðan út, þegar flóinn er íslaus. í borginni er mikið af alls konar verksmiðjum. Þessar tvær borgir hafa verið frá fornu fari eins konar menningarmið- stöðvar fyrir Lappland og íbúa í Tornedalnum. Veðurfar við Helsingja botn er talið mjög hagstætt og reglu- bundið. Um sumartímr/n stígur hitinn oft hæst miðað við alla Sví- þjóð, þótt héraðið sé norðar- lega. Fugla- og annað dýralíf er mjög fjölbreytt og fiskiveiðar miklar vlð strendur og eyjar. Fyrr á árum óð uppi við strönd- ina síldartegund, sem Svíar nefna strömming, en er almennt kölluð Eystrasaltssild. Nú hefur víst dregið úr þeirri veiði. Þessar borgir og hér- aðið við Helsingjabotn koma mjög við sögu í sambandi við styrjaldir. Sem kunnugt er voru Svíþjóð og Finnland fyrr á tímum eitt riki, en svo áttu Svíar í langvarandi styrjöld um við Rússa, sem lauk loks með friðarsamningum árið 1809, og létu þá Svíar af höndum allt Finnland til Rússa. Var þá svo umsamið að ósar Tornelfar skiptu þarna rikjuin milH Finnlands og Sviþjóðar. Fjöldi Finna lentu þá Svíþjóðar megin <dð Hels- ingjabotn og víðar á landamæra- svæðinu. Þetta finnska þjóðarbrot sem lenti Svíþjóðarmegin, viðheldur enn sínu móðurmáli, þótt 811 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 859

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.