Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 6
og öiskupstungna er svo gróðurvana,' að ^gersamlega er vonlaust, að kind- ur geti dregið þar fram lífið, frá vet- urnóttum til þorrakomu. Svartárbotn- ar eru gróðursælasti bletturinn og mundi þó mjög ólíklegt, að fannir legði svo, að slíkt gæti skeð. Eng- inn efar, að sú hríð, er reiddi þeim félögum líkbeðinn, hafi skilið eftir stórfenni, sem að veru- legum hluta hefur legið til vors. Kindurnar hljóta því að hafa gengið norðar, enda líklegt að þar hafi þær haft úr ærnu að moða framan af vetrinum, þrátt fyrir þilj- urnar um suðurjaðar Kjalhrauns. Ferðalag þeirra Jóns og Björns er auðskilið. Gísli segir:“.. .. En norður riðu þeir sama veg í fyrstu þorra- viku á tveim sólarhringum." Það blas ir við, að Jón grípur tækifærið, að svo mikilli hláku nýafstaðinni, að hún hefur náð svo til hálendisins, að nægði til að hleypa öllu í rifahjarn. En þótt trúlegt sé, að hláka sú, er hann beið eftir, hafi reynzt hin bezta í byggð, er líklegast, að hún hafi aðeins nægt til þess að loka fyrir síðustu snapirn ar í Biskupstungunum, sem þó höfðu til þess tíma nægt til þess að halda þeim kindum, er þar gengu, nokkurn veginn í fullum hamsi. En það þekkja þeir vel, sem alllanga ævi hafa unað svo 1 nábýli við norðlenzkar heiðar, að eiga á þeim spor síðla vetrar, að þau munu þekktust örlög þeirra kinda er þar verða eftir á haustnóttum, að verða að leiksoppi allsleysisins, þegar skammvinnur útmánaðaþeyr hefur gert sitt til að leggja yfir allt há- lendið óvinnandi breða. Og það mun hafa gerzt þar. En þegar 1 síðastæ- björgin var þrotin, leituðu kindurn- ar suður á bóginn í áttina heim, þótt sú leit leiddi þær á algera bjarg- leysu. En vel gat blánað fyrir mel- um, þótt bjargarlausir væru, og sá blámi nægt til að lokka þær þang- að. Eins og áður segir, ráku þeir Graf- ar-Jón og Björn kindurnar sunnan af Dúfunefsskeiði norður í Svart- arbuga v?ð Aðalsmannsvötn. Það vekur furðu, að þeir skyldu komast með þær svo langa leið. Sé farin beinasta leið, sem unnt er að fá, eru þetta rúmir fjöru tíu kílómetrar. „En eigi fengu þeir Jón lengra komizt með kindurnar en í Svartárbuga,“ segir Gísli Kon- ráðsson. Hann nefnir ekki, hvort þær hafa komizt þar á snapir. En vel gat kennt þar nokkurra hnotta, þó að bjarglaust væri orðið í Biskupstung- um. * Þeir félagar fóru, eins og áður seg- ir, á tveim sólarhringum milli byggða og geta því ekki hafa tafizt mjög við við reksturinn. Þó er augljóst, að kind ur, sem búið var að reka yfir fjörutíu kílómetra í áfahga, hafa orðið íatræk- ar síðasta spölinn, þótt léttfærar væru 1 öndverðu og færið sennilega eins og bezt varð á kosið og hálkulaust nema yfir árnar. Þær hljóta að ha'fa verið 1 spegilglæru. En svo mikið er víst, að kindur, sem þessa raun þola, hafa ekki staðið langtímum saman í svelti. En það eitt hefur orðið hlutskipti þeirra, meðan þær röltu um Dúfunefs skeið. Það er naumast von um geitna- skóf, hvað þá annað fóðurkyns. VI. Þegar framanritað er dregið saman, verður trauðla um það deilt, að fjár- hópurinn, sem bjargaðist, hafi ekki farið mannlaus norður yfir Kjal- hraun. En til þess að inna það heilla verk af höndum, kemur enginn ann- ar til mála en Jón Austmann. Sú staðreynd, að nær þrjátíu kindur bjargast, bendir ótvírætt til þess, að þær hafi náð -bærilegum högum, meðan þær voru enn í fullum hamsi. Sumarið 1781 var gerð leit að lík- um þeirra bræðra og trúlega valinn maður í hverju rúmi. Engar sagnir munu skrásettar um að rytjur af kind um hafi fundizt á þessum slóðum, þeg ar frá er talin breiðan við Beinahól. Þó er það alkunna, sem áður er bent til hér, að skepnur, sem falla á öræf- um á vetrum, geymast oft ótrúlega lengi. Þær falla ekki í valinn fyrr en hver holdtægja er af þeim tærð .Þær leita gjarnan til ása og annarra há- vaða, enda dökknar þar oft fyrir, einkum í nokkurri fjarlægð, því að breðinn nær sjáldan að smyrja þá svo, að hvergi bláni fyrir mel, þótt T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ / 846

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.