Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 11
aS gera gaman úr þessu, en þegar hann sá piltinn, hvarf brosið og hann sagði: Hann var heppinn að drepa sig eklci, kvölin sú arna. Vélstjórinn stóð við kabyssuna, tnakinín að beltisstað. Hann glotti ivið formanninum. Hann hafði svart- an kross á bringunni. Ekki útséð með það enn þá, sagði fann, ég held hann sé að hristast sundur. Nú var báturinn hættur að velta. Þeir voru að fara inn höfnina, og formaðurinh brölti upp lúkarsstigann þungur í hreyfingum. Þegar þeir höfðu bundið bátinn, hljóp einn þeirra upp í sjóbúðina eftir fötum handa piltinum. Hann var nú hættur að spúa, en hélt áfram að skjálfa. Þeir færðu hann í leppana, reyndu að porra hann upp, en hann var bleikur og máttfarinn og gat enga björg sér veitt. Það var steinsnar upp í sjóbúðina, og þeir gengu undir honum upp bryggjuna. Bústýran stóð á stigaskörinni og sagði: Það er heitt í kompunni minni. Aumingja strákurinn. Hún var dökk yfirlitum, þétt kona, sterkleg, augun hálflukt,. Hún gekk á undan þeim, opnaði hurð og benti þeim að setja piltinn á stól við uppbúna hvílu hennar. Gott, sagði hún, og þeir skildu, að þeir máttu fara. Pilturinn hélt áfram að skjálfa. Djöfull er að sjá þig, barn. Gátu þeir ekki lamið þig til lífs, sagði hún. Hun dró af honum leppana liprum, heitum höndum, spjör fyrir spjör, bg þegar hann- var orðinn nakinn, tók hún hann í fang sér og lagði í rúmið, hlúði vel að honum og sagði: Þetta lagast, ég ætla að velgja í þia mjólkurlögg. Hún lagði hlýja hönd á bleikt og kalt enni hans, og pilturinn horfði á hana þrútnum augum, reyndi að tala, en þegar hann opnaði munninn, glömruðu tennurnar uppi í honum, og þá brosti hún, og þá vottaði fyrir hrosi á andliti hans. Svo fór hún. Pilturinn reyndi að sefa skjálftann með því að teygja úr sér og kreista sængina í greipum sér, en það var eins og hann væri allur úr köldum málmi. Hann fann ekki fyrir fótunum, þótt hann spyrnti í gaflinn, og hann gáði að, hvort sængin væri í greipinni. Konan kom inn með rjúkandi mjólk í könnu og hellti í glas. Hann ætlaði að setjast upp, en hún tyllti sér á rúmstokkinn, ýtti honum niður og gaf að drekka eins og barni, einn og einn sopa í senn. Hún hélt undir hnakka hans, og hann fann, að sér hlýnaði undan lófa hennar. Þegar glasið var tómt, sagði hún: Svona, Ijúfurinn, eins og svæfandi móðir, hlúði enn að honum allt um kring „Meiri mjólk, sagði hún snögglega . . . En honurn fannsf nú óþefur af miólklnni". en hann hélt áfram að skjálfa eigi að síður. Hún stóð yfir honum, brosti með sjálfri sér eins og dálítið við- utan, líkt og hún væri að íhuga vanda- 'mál, sem þó væri gaman að fást við. Hann hafði ekki tekið eftir augum hennar fyrr en nú. Það leið nokkur stund, hann horfði á hana, og það var sem birti yfir sjáöldrum hennar. Meiri mjólk, sagði hún snögglega og gaf honum aftur að drekka. Honum fannst nú óþefur af mjólk- inni og gat ekki drukkið nema tvo sopa. Þá var eins og skjálftinn færð- ist allur í aukana. Hann hristist í rúminu og greip um bríkina til að halda sér. Hún fór undir sængina meo höndina og greip um fót hans og sagði: Hvað er þetta barn, þú ert frosinn. Hún stóð snöggt á fætur, gekk að glugganum, stóð þar kyrr með hendur á mjöðmum og horfði út í myrkrið. Síðan gekk hún að dyrunum, sneri lyklinum svo small í skránni. Svo Framhald á 862. síðu. „Hann fylgdist með snörum handtökum hennar, sá hvérnig líkami hennar birt- ist smátt og smátt undan klæðunum, unz engin spjör var eftir. Þá stóð hún á fætur." T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 851

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.