Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 15
„Læriingur í stjórnkænsku kveður meistara sinn og hyggst byrja upp á eigin spýtur." Skopmynd úr þýzka blaðinu Kladderdatch árið 1862, en þá var Bismarck kvaddur heim frá Paris til þess að taka sætl í ríkisstjórn Prússa. Napóleon þriðji bendir á hásæt- isstólinn, sem dagsetning stiórnlagarofsins — 2. desember (1851) — er letruð á, og segir „Sýnið nú, að eitthvaS sé unnt að læra af MÉR." móti ávann hann sér velvild hinna voldugu nágranna Prússa í austri. Næsti áfangi á utanríkismálaferli Bismarcks er dansk-þýzka stríðió ár- ið 1864. Þar unnu Prússar og Austur- ríkismenn sigúr á Dönum, enda afls- munur ærinn, þar eð önnur stórveldi álfunnar létu deiluna afskiptalausa. Afráðið var, að hertogadæmin Slés- vík og Holstein, sem um var deilt, féllu undir sameiginlega stjórn Prússa og Austurríkismanna. En sú samstjórnarhugsjón var reist á sandi, og sambúð þessara höfuðvelda þýzku mælandi manna fór síversnandi. \ Bismarck æskti eftir styrjöld við Austurríkismenn til þess að styrkja stöðu Prússlands. En hann flanaði ekki að neinu. Hann vissi, að Rússar yrðu Prússum hliðhollir og nú sneri hann sér að Frökkum og átti fund við Napóleon þriðja í Biarritz í Suð- ur-Frakklandi. Bismarck gekk hreint til verks og fór fram á það, að Frakk- ar yrðu hlutlausir, ef til átaka drægi milli Prússa og Austurríkismanna, enda myndu þeir njóta góðs af. Ekk ert er skjalfest af viðræðum keisar- ans og forsætisráðherrans prúss- neska, en svo er að sjá sem Napóleon hafi ekki tekið þessum tilmælum illa. En ekki gaf hann neitt ákveðið svar, og engir samningar voru undirrit.að- ir. Bismarck náði á hinn bóginn samn ingum við ítali, hét þeim Feneyjum, ef þeir veittu honum gegn Austur- ríkismönnum. Nú gat Bismarck lálið til skarar skríða. Hermál Prússa voru í hinu ágætasta lagi, enda voru þeir Albert von Roen hermálaráðherra og Helmuth von Moltke, yfirhershöfð- ingi Prússa, báðir mikilhæfir menn. Bismarck lagði fram tillögur um endurskoðun sambands þýzku ríkj anna og um þýzkt þjóðþing, sem allur þorri fólks kysi til. Síðar lét hann í Ijós þá skoðun, að Austar- ríki ætti ekki heima í þýzka rikja- sambandinu. Forsætisráðherra Prússa hélt þannig á málum, að stríð var óhjákvæmilegt. Styrjöld þessi stóð aðeins í nokkr ar vikur. ítalir áttu að sönnu í erfið leikum á suðurvígstöðvunum, en Prússar, sem áttu við flestöll önnur ríki í Þýzkalandi að etja auk Austur- ríkismanna, buguðu alla andstæðinga sína. Úrslitaorrustan stóð við König gratz í Bæheimi austanverðum í önd- verðum ágúst árið 1866. Þar ur.nu herir Moltkes fullan sigur. Frakkar höfðu til þessa haldið að sér höndum, en nú var komið að þeim að marka stefnu sína. Háværar raddir voru uppi um það, að Frakkar létu til skarar skríða, byðu út her og stefndu honum til Rínar, meðan prússneski herinn væri bundinn í Bæ heimi. Helztu ráðherrar og Evgenía drottning voru þessa fýsandi. En hér strandaði á keisaranum, sem ekki taldi vogandi að fara með stríð á hendur Prússum. Þess í stað tók hann boði Austurríkismanna um það að taka að sér málamiðlun. Nokkru síðar fór keisarinn þess á leit við Prússa, að Frökkum yrði hyglað fyrir hlut sinn í því að koma á friði — fengju nokkur landsvæði vestan Rín ar. En þetta var um seinan, öllum tilmæluín franska sendiherrans í Ber lin í þessa átt var þverneitað. Prússar og Austurríkismenn sömdu frið í Prag, og nú var komið á fót norður-þýzku ríkjasambandi, sem laut forystu Prússa. Prússland var orðið stórveldi, og Frakkar sátu eftir með sárt ennið. „Það var Frakkland, sem beið ósigur við Königgratz,11 mælti franski hershöfðinginn Ran- don. „Nú getum við ekki annað en grátið“, er haft eftir öðrum áhrifa manni frönskum, þegar Norður-Þýzka land var komið Prússum á vald. XI. Napóleon þriðji átti um þessar mundir ekki einungis við þann vanda að stríða, sem frá Prússum stafaði. Prússar taka virki á Dybbölshæð með áhlaupi hinn 18. apríl 1864. Dani ráttu við ofurefli aS etja, og eftir þetfa fengu þeir ekki rönd við reist. — Það mun hafa hvarflað að dönskum stjórnmála mönnum við friðargerðina að bjóða Prússum ísland, en fá i staðinn a'ð halda hluta af hertogadæmunum Slésvík og Holstein. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 855

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.