Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 16
ALAN RIDDELL: Spegiliinn Á morgun og á morgun og andlit þitt (máni á himni eða grátandi stjarna) hér í draumi minum sýnist hver stund í fjarska — í speglinum gárast mynd þín eins og ósk. í speglinum mynd þín gárast þar til augun stara úr djúpum, marbendlakvikum sjó — drukkinn maður eins og Hamlet stendur, hugsandi, meðan Ofelía í speglinum lifir og deyr. Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi. Honum bárust einnig ískyggilegar fréttir vestan um haf. Keisarinn hafði fýst að hafa af- skipti af málefnum Póllands, en ekki haft neitt upp úr krafsinu nema fjand skap Rússa. Einnig hafði hann seilzt til áhrifa í Sýrlandi og í Kina, en á hvorugum staðnum hafði fyrirætiun hans heppnazt. Öðru máli gegndi í Mexikó, og þeirri sögu verður að gera nokkur skil. Mexíkó varð sjálfstætt ríki árið lB21 og hafði þá lotið Spánverjum hátt á þriðju öld. Næstu áratugi gekk á ýmsu þar í landi, þráfaldlega urðu stjórnarbyltingar. Um 1860 var svo komið, að tvær meginfylkingar börð ust um völdin í landinu. Annars veg ar voru íhaldssinnaðir menn, sem nutu stuðnings kirkjunnar, og hins vegar frjálslynd öfl, sem lutu forystu Benitos Juarez, manns af Indiána- ættum. Báðir aðilar tóku stórfé að láni í Norðurálfu. Árið 1861 únnu Juarez og menn hans fullan sigur i innanlandsófriðnum, og tregðaðkt hin nýja stjórn við það að greiða skuldir landsins frá stjórnarskeiði íhaldsmanna. Þessu undu evrópskir lánardrottnar illa, og varð það úr, að Frakkar, Englendingar og Spán verjar sendu herskipaflotá' að Mexíkó strönd og settu her á land til þess að knýja fram greiðslu. Ráðamenn 1 Lundúnum og Madrid létu þar við sitja, en Frakkar hugðu i frekari afskipti af mexíkönskum mál um. Sú hugmynd Evgeníu drottning aí þótti snjaLlræði, að Frakkar ynnu sér i senn nokkuð til frægðar og ykju áhrif sín á alþjóðavettvangi með því að beita sér fyrir stofnun kaþólsks keisaradæmis í Mexíkó, sem nyti verndar Frakka. Svo heppilega vildi til, að Bandaríkjamenn, nágrannar Mexikómanna í norðri, bárust á bana- spjót um þessar mundir, svo að úti- lokað var, að þeir gætu skipt sér af málum þar og hindrað tilkomu mexi kansks stórveldis. — Frökkum tókst að finna æskilegan mann á keisarastólinn í Mexíkó, Maxi milian. bróður Franz Jósefs Austur- ríkiskeisara. Konu hans, Karlottu, skorti ekki heldur ættgöfgi, því að hún var dóttir Leopolds Belgíukon ungs. Maximilian hafði um skeið verið landstjóri Austurríkismanna í Fen- eyjum og Langbarðalandi og þótti nýtur maður. Og árið 1863 greiddu franskar hersveitir honum leið til keisaratignar í Mexíkó. Þar með var björninn þó ekki unn inn. Þorri þjóðarinnar fylgdi Juarez að málum, og hernaður Frakka í Mexí kó reyndist kostnaðarsamur og mann frekur, auk þess sem hermennirnir hrundu niður sem hráviði af völdum hitabeltissjúkdóma. Frakkar náðu að vísu Mexíkóborg á sitt vald, en á meginhluta landsins náðu þeir aldrei tangarhaldi. Var sýnt, að veldi Maxi milians gat því aðeins staðizt, að Frakkar veittu honum lið í enn rík ara mæli en verið hafði. En slíkt var ekki hugsanlegt árið 1866, er veður höfðu gerzt válynd í evrópskum stjórnmálum. Napóleon þriðji vísaði á bug hjálparbeiðni Karl- ottd drottningar, sem komin var yfir Atlantsála á fund hans. í ársbyrjun 1867 kölluðu Frakkar heim allar liðs sveitir sínar í Mexíkó. Maximilian stóð þá uppi vinum horfinn. Hann gerði örvæntingarfulla tilraun til þess að leysa vanda þann, er að honum steðj aði, en Juarez reyndist honum leik seigari. Hinn ungi keisari af Habs- borgaraætt féll í hendur óvina sinna og var tekinn af lífi um sumarið. Þá stóð sem hæst glæsileg heimssýning í París. En er fregnin um afdrif Maxi milians barst til Evrópu, var mönn- um ljóst, að lokið var langri atburða- rás, er orðið hafði Frakkaveldi til gifurlegs álitshnekkis. verk eftir Manet. 856 T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.