Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 17
Stefán Jónsson námsstjóri: SUMARBJART LAND í Övertorneá er gömul stafkirkja, bjálkabyggð og rétt hjá henni klukku- turn, sem kallaður er vápenhus". Á meðan menn báru vopn sín í kirkjuferðum, áttu þeir að skilja eft- Ir vopn sín í klukkuturninum, sem er eins konar forkirkja. Þar af er nafnið komið. Ég kom inn í þessa byggð árið 1617, eftir að stórflóð hafði rifið gömlu kirkjuna af grunni með öllum kirkjugripum og innrétt- ingu og steypt henni, í fljótið. Á með- al kirkjugripanna voru líkneski úr tré af nokkrum postulanna. Þau fóru líka í flóðið. — Löngu síðar fundust öll líkneskin og voru þá sett aftur á sinn stað f kirkjunni, en mjög sá á þeim eftir langa legu í fljótinu. Var það talið ganga kraftaverki næst, að ' líkneskin skyldu finnast. Ekki hafði verið hugsað um að mála þau aftur eftir þessa svaðilför, en sagan um flóðið mikla gleymist ekki á með- an líkneskin sýna útlit sitt í kirkj- unni. Skildist mér, að þetta væri ástæð an fyrir því, að þau væru ekki máluð. Lengi máttum við bíða eftir bátn- um. En loks kom hann þó, er liðnír voru tveir tímar frá því, sem lofað var. Vélin hafði verið eitthvað í ólagi, sögðu ferjumennirnir. En þá var eft- ir að komast til baka yfir fljótið á þessum litla vélbáti. Tornelfur ber nefnilega fram fleira en leir og gróð- urmold. Hún flytur líka frám feiknin öll af timbri úr sænskum og finnsk- um skógum í hálendi þessara ríkja. Trjáflotinn virðist svo þéttur, eink- um um mitt fljótið, að svo virtist sem engin leið væri að smjúga í gegnum kirkju, sem talið var, að hefði verið J... ■ ■ ■ - Þættir frá Lapplandi III T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 857

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.