Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 20
skennsla í skólunum fari fram á sænsku. Einnig varð mikið af hrein- ræktuðum Svíum eftir austan landa- mæranna. Þeir halda þar líka við sínu móðurmáii, sænskunni, enda er mikið af sænskumælandi fólki á ströndum Finnlands við Eystrasalt. Engar hömlur hafa verið á flutning- um milli ríkjanna og er svo að sjá sem bæði þjóðabrotin uni sér vel, hvort á sínum stað. En einu 'tók ég eftir með finnskumælandi fólk í Svi- þjóð, að mér virtist það eiga búsetu í rýrari héruðunum. í gömlum ferðabókum og sögum um ferðalög og dvöl útlendinga í Lapplandi og Tornedalnum eru oft sérkennilegar lýsingar á gestrisni og ýmsum siðum og háttum fólksins. Sumt er nokkuð ýkjukennt, en styðst þó vafalaust við einhverjar staðreynd ir. Fransk-amerískur ferðalangur ferð aðist viða um Skandinavíu um fimm ára skeið um 1870. Hann kom á þeim tíma þrívegis í Tornedalinn og ferð- aðist þar víða um og fór líka til Finnlands. í ferðabók sinni lýsir hann með sterkum lýsingarorðum gestrisni fólksins og hálf barnalegri virðingu og trúnaði, sem það sýndi aðkomumönnum. Sérstaklega undraðist þessi kven- holli Fransmaður, hvað fólkið tor- tryggði lítið aðkomumanninn. Oft voru ungar stúlkur látnar ganga með honum og vísa honum til vegar um strjálar byggðir og skóglendi, og stundum var honum fengin ung stúlka sem ökumaður í langferðum. Hann telur, að eldra fólkið hafi verið tnjög hrifið af sér, og það hafi beinlínis keppzt u.m að fá hann á heimili sín og leikið þar við hann á allan hátt og treyst honum sem þekktum heiðursmanni, þótt það hefði af honum þessa stuttu kynningu. Hann gat dálítið bjargað sér í finnskií máli, og margir Lappar tala dálitið finnsku. Ég tek hér upp örstuttan kafla úr ferðasögu hans, þar sem hann segir frá gistingu á sveitabæ í Tornedaln- tim: „Þegar kominn var háttatími, fóru nágrannarnir, sem komið höfðu í heimsókn um kvöldið, að smátínast burtu, en heimafólkið fór að búast til svefns. Gamall svefnbekkur var opnaður og dreginn út. Heyi var dreift um gólfið, og ofan á það lagð- ar hreindýrahúðir og sauðargærur. Auk þess fylgdu lausar gærur og skinn til að breiða ofan á sig. Við, sem áttum að vera í svefn- bekknum, fengum beztu feldina til að breiða ofan á okkur. Síðan fóru allir úr skóm og sokkum og hengdu þá upp á grind við eldstæðið. Hús- bóndinno g sonurinn á heimilinu, buðu góða nótt, og ætluðu að sofa í öðru húsi, en húsfreyjan og ein dóttir hennar, sem heima var, sváfu á gólfinu. Ég og elzta dóttirin lögðumst niður á svefnbekkinn, en við hina hliðina á ungfrúnni svaf unnusti hennar, því að þetta var á laugardagskvöldi, og þá var það sveita siður þar, að sá, sem var að biðla til heimasætunnar, fengi að leggja sig hjá henni á laugardagskvöldum." Ég hef aldrei komið að Helsingja- botni, en ég hef lesið ágæta lýsingu af þessum „Feneyjum Norðurlanda.“ Stærstu borgirnar við Helsingjabotn eru Luleá og Haparanda og við Hap- aranda er "eysilega mikil járnbraut- arbrú yfir Tornelfi, rétt þar sem hún fellur í Helsingjabotn. í Haparanda eru íbúar um 3600 og þar af er um einn sjötti íbúanna, sem mælir á finnska tungu. í Luleá eru um 30 þúsund íbúar og um sumartímann eða meðan Hels- ingjabotn er íslaus* er Luleá ein aðal útflutningshönf Svía á járnsteini frá Kiruna og Gellevare, og trjávörum og fiskifangi. Fyrir landi eru sandrif og urmull eyja smárra og stórra, því að stórfljótin bera fram býsn af leir og sandi, sem sekkur í lygnum hafs- botninum og myndar þar grynningar og eyjar. Eru á sumum eyjunum ágæt- ar hafnir, en annars er innsigling á hafnir í Helsingjabotni mjög varasöm vegna grynninganna, sem taka stöð- ugum breytingum, þvi að stöðugt bæt- ast við ný og ný sandrif. Einn sænskur rithöfundur lýsir þannig eyjunum úti fyrir Haparanda: „Við ströndina er mikill fjöldi fag- urra eyja, sem eru frjósamar og full- ar af lífi, bæði á landi og í sjó. Mikil mergð fugla á þarna heima, bæði söngfugla og sjófugla. Allt iðar af lífi í eyjunum og umhverfis þær. Mik- il fiskveiði er við þessar eyjar. Allt sumarið er bjart og hæfilega hlýtt. 860 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.