Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Blaðsíða 8
eina nótt, hvaS þá lengur. Það er þvl mjög óliklegt, að Jón hafi lagzt til svefns með þessum félögum sínum þetta örlagaríka kvöld. Þótt hann hraustur væri, eru engar líkur til að hann hafi þolað loftleysið hóti bet- ur en hinir. Þar munu allir jafnir fyrir lögunum. Það mun og íslenzkri öræfastórhríð auðunninn leikur að færa einn tjaldhrauk svo greipilega í kaf, að þaðan sé engum fært. Því má ekki gleyma, að Beinahóllinn auð veldaði henni leikinn í það sinn. VII. Um það hefur verið deilt, hvort öll likin hafi verið í tjaldinu, þegar það fannst fyrst. Um það atriði virðist vitnisburður Tómasar á Flugumýri á héraðþinginu í Stóru-Seylu 27. sept- ember 1781 svo ótvíræður, að ekki verði um deilt. Þar segir: „Sjöunda vitnið, Tómas Jónsson, innkallað og examinerað: 1. Hvar funduð þér lík manna klausturhaldara Vídalíns? Svar: í Kjalhrauni sunnan undir einni stórri borg fyrir vestan veg- inn. 2. Hvað mörg lík sáuð þér þá undir tjaldinu? Svar: Þrjú. 3. Voru þar lík beggja sona klausturhaldar- ans, Bjarna og Einars? Svar: Bjarna var þar fyrir vissu, en um Einars veit hann ekki annað en að hönd hafi staðið (upp) við lík Bjarna, sem hann meinar, að verið hafi Einars . . . 6. Vantaði ekkert undir tjaldinu eð- ur úti fyrir því, þegar þér komuð aftur að sækja líkin? Svar: Lík Bjarna og þá litlu hönd, sem hann áður á þreifaði. 7. Var þá nokkuð um breytt undir tjaldinu eður úti fyrir þv$ Svar: Að ábreiðan, sem lá yfir líki Bjarna rétthvörf, var úthvörf . .“ Þennan vitnisburð virðist örðugt að véfengja, enda er hann staðfestur á margan hátt þar á þinginu. Eftir þeim vitnisburðum, sem þar fyrir liggja, er augljóst, að þeir hafa legið í tjaldinu eins og þeir lögðust fyrir, en ekki eins og Jón Auslmann lagði þfc. Ef hann hefði lagt þá til örenda, hefði hann ekki teygt hönd Einars eina út undan ábreiðunni, svo að að- eins eitt sé nefnt. Hann hefði lagt hana niður með síðunni. |inn eru trauðla fulltalin þau rök, se|n að því liggja, að Jón skildist ekki við félaga sína örenda. Öll hross þeirra falla þarna við hólinn nema tvö, þegar frá er talinn hestur J.óns. Þeir hafa að sjálfsögðu bundið þau á streng, og þó ekki í hinni fornu merlcingu þess orðs, heldur fest hverj um tveim saman. Ilefur verið gripið til þess ráðs með leiíárhesta fram á okkar áaga. Hross- in íéllú þarnk vegna þéss, að þau vorú tiundin. Aðeins tvö losna, hver sefh ástæðarj Jkann að vera tjl þess. í>að éf áthýglisvert, að fáS ér stöð’ 848 hestur og hryssa, sem hafa verið bundin saman. En sé bteur að gáð, er augljóst, að bak við þetta stendur glöggskyggni þeirra, er fyrir förinni réðu. Talsvert myndi tvísýnt um frið, ef skapríkur stóðhestur væri bundinn við vanaðan hest, einkum ef hryssa væri með í förinni. Þau mál myndu horfa mjög á annan veg, ef honum væri tyllt við hryssuna. Henni myndi hann ekkert mein vinna, sízt þó, ef þau væru bundin svo, að snertispöl- ur væri frá þeim til annarra hrossa. Það mun því engin tilviljun, að þeim var tyllt saman þetta kvöld, sem vel gat hent í það sinn. Þau gátu því stað ið þar, sem þau sukku ekki að fullu. Það var reynsluþekking ferðafé- laganna, sem að baki stóð. Hér er enn eitt atriðið, sem bein- línis virðist sanna, að Jón hefur ekki yfirgefið þá félaga örenda. Jón skar hest sinn í Þegjanda. Fyrst hann hafði þrek til að inna það verk af höndum 'þar, má geta nærri, hvort hann hafði ekki haft áræði eða dug til að skera hrossin sundur, þótt hann hefði ekki átt þess kost að leysa þau, sem ekki er trúlegt. Og ótrúlegt er, að hann hefði þá aðeins náð til hestsins, sem hann síðar varð svo að skilja eftir í kvíslinni. Þegar öllu er lokið fyrir ferðafélögunum, liggur í augum uppi, að hann hefði lagt til byggða með það af hrossunum, sem hann náði til. Það hefur vakið furðu manna, hversu Jón virðist á réttri leið á þeirri slóð hans, sem örugglega verð- ur rakin. Fljótt á litið virðast engar líkur benda til að hann hafi verið kunnugur þarna. Reynistaðannenn áttu engin fjárleitarerindi um Kjal- hraun og landið norðan þess. Þau erindi þangað áttu þá Svínvetningar og Ásamenn einir. Erindi Skagfirð- inga þangað voru í stórum dráttum aðeins tvö: Kjalvegur og grasaferðir. Kjalvegur mun þá ekki hafa verið fjölfarinn, þótt mun minna yrði síðar eða fyrstu áratugina eftir slysa- för þeirra Reynistaðarmánna. En Kjalhraun 'var frægt grasaland, og munu grasaferðir þangað hafa verið alltíðar. En þær voru svo mikið fyrir- tæki vegna fjarlægðar, að til þeirra mun ekki hafa verið stofnað, nema frá hinum efnaíri heimilum eða í skjóli þeirra. Eln það vill svo vel til, að nokkrar likur benda til, að það hafi verið nokkuð föst venja um alllangt skeií að leita fjallagrasa um Kjalhraun frá skagfirzkum ríkis- mannaheimilum og mun Reynistaður þar engin undantekning, nema síður væri. Sigurbjörg Skúladóttir fór þang- að þeirra erinda fimm sumur sam- fleytt, 1837—1841, og alltaf í skjóli Staðarmanna. Þá réðu þar húsum Elft'Si: Stélánsson og Ragnheiður Beneölkísdottlí, soflardóttir þelrja ÍHaildórs Vídalíns og Ragnheiðar Einarsdóttur. Það sýnist því ekki ó- lifelega tilgetið, ^ð þessir heirrjilis- hættir þeirra Einars og Ragnheiðar hafi verið arfur frá eldri kynslóðum. Hafi Ragnheiður Einarsdóttir gert út slíkan leiðangur, eftir að Jón Aust- mann kom þangað, er ekki djarft að ætla, að nonum hafi verið falin forysta og hann þar með náð þeirri þekkingu á nágrenni Kjalhrauns, sem nægði honum til að halda réttri leið síðustu skrefin, fyrst honum entist karlmennskan til að ná þangað, sem sannlegt virðist mega telja, að hann náði — það er norður að Blöndu, sennilega nálægt ósi Seyðisár, eins og áður er bent til. Hér verða engar getur leiddar að því, hversu miklu hann hefur fórnað af þreki sínu og tíma til þess, að ná aftur sambandi við félaga sína. Hitt er víst, að hann var þarna leiksoppur öræfastórhríðar, sem vegur að honum, þegar verst gegnir, og þá sennilega svo dægrum skiptir, eftir að hinir voru örendir. Heimildir: Söguþættir eftir Gisla Konráðsson, Rvík 1915-1920, Skagfirzk fræði VI Rvík 1945, Árbækur Espólíns, II. deild, Khöfn 1854, Ættir Austfirð- inga eftir E.inar Jónsson prófast á Hófi í Vopnafirði, Rvík 1953, Sama rit — handrit í Landsbóka- safni, Hrakningar og heiðavegir 1. bindi, Rvík 1949, Annálar 1400- 1800 Höskuldsstaðaánnáll), Rvík 1940—1948, Veðrið, (Páll Bergþórs son), Rvík 1962. — Auk þessa nokkrar sagnir, sem lifðu á vörum gamalla manna fram yfir síðustu aldamót, um Skagafjörð og Árnes- þing. r,H w ■ .................. Þeir sem senda Sunnu daqsblaðinu efni til birtingar, eru vinsam- lega beðnir að vanda til bandrita eftir föng- um og helzt að láta vél- rita þau, ef kostur er. Ekkf má þó vélrita þéttar en í aðra hverja línu. I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.