Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Síða 3
„Mennirnir nota verkfæri, en dýrin elcki — það
er munurinn", heyrist oft sagt. En þa!S er ranghermi,
a8 dýr noti aldrei verkfæri. Apinn á myndinni hefur
tekiS greinarstúf og ieitar meS honum a8 maurum
i mauraþúfunni.
ÞaS hefur ssnnazt við fjölmargar tilraunir, að apinn er
greindastur dýra. í búrum hefur hann lært að nota sklpti-
lykla, skrúfjárn og mörg önnur áhöld. Simpansi hleður
saman kössum og notar prik, svo að hann geti seilzt i ban-
ana.
SÍPS
Fílarnir nota líka oft renglur til þess
að klóra sér, þar sem þeir ná ekki
til með rananum, til dæmis á bakinu.
En fílar eru líka í hópl hinna greind-
ari dýra.
Á Galapagoseyjum er finkutegund,
sem tekur spýtu f nefið, þegar hún
verður vör við skordýr i svo djúpum
holum I trjábolum, að hún nær
ekkl til þeirra með öðru mótl.
Spætan grípur til svipaðra ráða.
Hún festir köngla í rifur eða hoi-
ur I trjástofnum, svo að hún eigi
hægara með að tina úr þeim
fræln ,er hún hefur sér til matar.
Sumar siigur, sem sagðar hafa verið
um verkhyggindi dýra, eru ýkjur
einar. Til eru þó þeir, sem fullyrða,
að þeir hati séð rottur beita ein-
kennilegri aðferð, er þær finna egg,
sem þær eiga bágt með að komast
brott með. Ein rottan ieggst á bak-
ið, en önnur dregur hana á rófunni
eins og sleða.
Sæoturinn liggur á bakinu i sjón-
um með stein á bringu sér. Þenn-
an stein notar hann svipað og
steðja. Hann brýtur á honum
skeijar, sem eru svo sterkar, að
hann vinnur ekki á þeim með
öðrum hætti, og sýpur síðan inni
haldið, enda er leikurinn til þess
gerður. Það er greindarlega gert.
Sumar mávategundir hafa komizt
upp á lag með að láta sterkar skelj-
ar detta úr nefi sér niður á klappir
eða fjörugrjót, svo að þær brotni.
Það er líka skynsamlegt verklag. En
stundum bregzt þeim bogalistin.
Þeir láta þær falla á sand, en þá eru
litlar líkur til, að þær brotni.
Lesmál: Arne Broman. Teikningar: Ghariie 8ood.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
867