Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Page 8

Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Page 8
aÍI Mtt I fjlr'ða hiindrað túsund, og þegar með eru taldir ungir fuglar, sem hópast að varpstöðv unum, eru ritur, er það bjarg byggja, líklega um tvær milljónir. Slík björg eru með öðrum orðum stórborgir — íbúatalan svipuð og í stórborgum heinsins. í hinum mestu ritubjörgum er bekkurinn æði þétt setinn. Þar er fugl við fugl og hreiðrum tyllt, nvar sem við verður komið á syll- um og fláum, oft svo. tæpt, að þau slúta að nokkru leyti fram yfir brúnina. Þar er smátt byrjað eins og títt er meðal frumbýlinga, en þegar hreiðrin hafa verið setin til langframa, verða til myndar legar dyngjur, því að jafnan bætir fuglinn um á ári hverju. Bendir allt til þess, að sömu fuglarnir vitji hreiðurs síns ár eftir ár. Þar tíðkast með öðrum orðum lífstíð- arábúð. Ritan- á allgóða daga í okkar landi. Því veldur ekki einungis auðugt líf í sjónum, heldur fylgir það fiskveiðunum og vinnslunni í hafnarbæjunum, að ritan fær jmargan bitann fyrirhafnarlítið. Hún er líka jafnan á verði, þar sem ætis er von, og bezt af öllu þyki hennar, ef henni er eftir- látin lifur. Gerist hún kát og há- vær, þegar gnægð matar býðst, þótt hún sé kyrrlát og hljóð eins og góðu börnin, þegar hún kúrir aðgerðarlaus á klettahlein eða læt- ur sjávarölduna vagga sér. Ritur á syllu í Hafnabergi. Þarna hefur lengi verið búið. L|ósmynd: Gréfar Eiríksson. Ibúatala í rítubjörgum er eins og í stórborgum Ritan er einn algengasti fugl á landi hér, en .vafi leikur á, hvort Btærri er ritustofninn eða lunda- stofninn. Þegar á sumar líður og ritan yfirgefur varpstöðvar sínar, sem oftast eru í lágurh útkjálka- björgum eða neðari íil í hærri björguih, tvístrast /Ibkkarnir um allar triSsur, ut um sjo Og inn um firði o| Voga. Svo tll alls staðar, þar sem saítar bárur gjálfra, má éiga vöh á þessum nettá og prúða fugli, mjallhvítum um höfuð og bringu og með blágráa vængi og vængbrodda svo svarta, að líkast er því sem þeim hafi verið dýft niður í blek. Rlturnar verpa stundum einung- is nokkrar saman, en þó er hitt miklu tíðara, að þær myndi byggð- ir miklar í þeim björgum, er þær hgfa kosið sér, og bægi þá brqtt ölíum fuglum öðrum. í 'ritubjatf|i elhú í MnnmÖrk í Noregi Cf Ritan er spakur fugl í eðli sínu. Þar sem henni verður gott tíl fanga og enginn gerir henni ó- skunda, er hún ákaflega gæf, og á fiskiskipum er hún stundum svo spök, að nálega þiggur hún æti úr lófa manna. Það þarf seyrna lund til þess að sýna slíkum fugli grimmd. Og þó er ekki því ævin- lega að fagna, að mannslega sé að henni búið. Það er nóg að færa það fram sem dæmi um sorg- legt og smánarlegt athæfi, að í Hafnabergi kemur það þráfaldlega fyrir, að útlent og innlent illþýði lætur skot dynja á ritum á hreiðr- um sínum, þótt ótrúlegt sé, að nokkur skuli geta fengið sig til þess konar var- mennsku. — Hér þyrfti að stofna sérstaka lögreglusveit sem hefði það hlutverk að vaka yfir því, að náttúru landsins, lif- andi og dauðn, sé ekki misboðið og þeir sóttiy til saka, er brotlegir gerast við SjálfsÖgð lög siðaðra manna. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.