Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 9
GRÉTA SIGFÚSDÓTTIR: SIGURFREGNIR Saga frá stríðsárunum í Noregi Strandferðaskipið lá ferðbúið við hafnargarðinn. Svartur reykjarmökk ur steig upp af sótugum reykháfnum og blandaðist kyrrstæðu morgunloft- inu. Ljóskerin voru byrgð. Loftvarn- arbyssan í framstafninum afhjúpuð og byssuhlaupinu beint upp á við. Skipið bar við snæviþakta fjallshlíð- ina handan við þröngan fjörðinn eins og skuggamynd á hvítu tjaldi. í dagmálaskímunni grillti óljóst í skipverjana á hreyfingu um þilfarið. En þögn ríkti yfir öllu. Sitt hvorum megin við landgöngu- brúna stóðu þýzkir hermenn, klædd- ir í þykkar yfirhafnir og kuldastíg- vél úr flóka. Þeir stóðu hreyfingar- lausir, eins og höggnir í stein, og létu riffilinn hvíla við öxl sér. Farþegar úr borginni voru farnir að tínast um borð. Fótaför þeirra settu sora- lit merki á nýfallinn snjóinn á hafn- argarðinum. Fram með skipshliðinni myndaðist smám saman dreifður hóp ur lágróma og alvörugefins fólks, seni lagði föggur sínar við fætur sínar í snjóinn, meðan það kvaddi leiðsögu- menn sina. Fólk þetta var fátæklega búið: föt þess snjáð og slitin. Og ein hver uppgjafarömurleiki hvíldi yfir öllu látbragði þess. Utarlega í hópnum voru piltur og stúlka að kveðja aldraða konu. Stúlk- an var há og grönn, klædd í síðbux- ur og upplitaða regnkápu með hettu. Hún hafði tekið gerviullarvettl- inginn af hægri hendi, og það glamp- aði á giftingarhring á baugfingri hennar. Pilturinn var lægri vexti, en þreklegur. Berhöfðaður, í bættum hné buxum og snjáðum leðurjakka. Hann hafði snúið sér við til hálfs og at- hygli hans var beint að skipinu. Gamla konan stóð fyrir framan þau lítil vexti og lotin í herðum, dúðuð í svart ullarsjal, er bar þess merki að hafa verið í eigu hennar lengi. Undan jaðri þess kom fram önr.ur hönd hennar, kreppt utan um þvæld- an pappírsvasaklút, sem hún öðru hverju brá að augum sér. Rödd henn ar skalf, þegar hún tók til máls. — Mig dreymdi svo illa í nótt, og það leggst svo illa í mig þetta ferða- Iag ykkar . . . Af hverju bíðið jiíð ekki með að fara þetta þar tU í vor? Unga stúlkan laut blíðlega ofan að gömlu konunni. — Gráttu ekki, mamma . . . Ég skal skrifa þér með hverri ferð og . . . Pilturinn, sem hafði verið að horfa á þýzku hermennina skoða skilríki nokkurra farþega á leið upp land- göngubrúna, greip fram í: — Elsku tengdamamma, þú veizt, að þetta er eina leiðin til að komast hjá að vinna fyrir Þjóðverja. Hafðu engar áhyggjur af þessu. Okkur mun líða miklu betur á búgarðinum heima, þar sem við getum fengið nógan nógan mat. — Og við skulurn senda þér böggul með einhverju góðgæti, lauk unga stúlkan við setn- inguna. En orð þeirra fóru fram hjá gömlu konunni. Brottfararmerki var nú gef- ið, og hljómur skipsklukkunnar lét í eyrum hennar eins og líkhringing. Þýzku hermennirnir voru gengnir til hliðar, og hafnarverkamennirnir bjuggu sig undir að taka burt land- göngubrúna. Allir farþegar voru komnir um borð. Rétt áður en brúin var felld, kom maður með seg'dúks- stranga á harðahlaupum. Þjóðverjarn ir reyndu að stöðva hann, en urðu of seinir til. Um leið og hann náði þilfarinu, var brúin látin falla. Mað- urinn hvarf sjónum í farþegahópn- um, sem þrengdi sér að borðstokkn- um landmegin. Það mataði í föl andlit og veifandi hendur, meðan skipið seig frá hafnar- garðinum og stefndi út á fjörðinn. Fólkið í landi smækkaði, séð frá ískipinu og leystist upp í ógreinilega depla, sem innan skamms samlöguð- ust rökkrinu. Myrk borgarhverfin liðu hjá. Stöku Ijóstýra, blá og vofu- leg, brá annarlegri birtu á auð stræt- in. Þegar komið var út úr firðinum, fór sjórinn að ýfast. Bylgjurnar nsu hátt og skvettu freyðandi löðri yfir þilfarið. Þeir, sem komu um borð á síðasta viðkomustað, áttu erfitt með að koma sér fyrir. Fyrsta farrými var ætlað þýzkum liðsforingjum og ann- að farrými var yfirfullt. Reykingasal- urinn troðfullur. Fólk sat eða lá hvað innan um annað á bekkjunum. Þar á meðal sjóveikar konup pieð ungbörn. Hér og þar fram með bekkjunum gaf að líta pappaílát, hálffull af spýju og andrúmsloftið var innibyrgt og þungt. Við borð á miðju gólfi sátu nokkrir karlmenn, sem höfðu keypt sér gervikaffi. Þernan lauk við að afgreiða þá, og gægðist inn í klefa sinn, um leið og hún gekk hjá. Ung kona með sof- andi barn við hlið sér reis upp til hálfs í rekkju hennar, þegar hún opn aði dyrnar. Konan brostl hlýlega við þernunni. Islenzkar smásögur T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 873

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.