Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Side 12

Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Side 12
UÓS OCSKUGSAR Hann stendur' framan við dökk- brúnt húsið á gráum haustdegi, hend ur í vösum, mosagrænt pottlok, og hefur fas íslenzks bónda, sem býður óvæntan gest velkominn í hlaðið. Ailt um húsið bylgjast sölnaður, stór vaxinn puntur í sjávargolunni, og skyndilega er höfuðborgin Reykjí,- vík orðin lítið útnesjakauptún, þar sem karlmennirnir hafa sigggrónar lúkur og konurnar kaupa mjólk í rós- óttar könnur. Hann kastar á mig kveðju, brosir likt og hann sé gamall kunningi, tek- ur pottlokið ofan, heldur því brot stundar milli handa sér, en setur það síðan upp aftur. Hann er lágvaxinn, hvorki grannur né holdugur, andlit- ið smágert, augun glettin á bak við tvö rykug gler, svipurinn allur geð- felldur og húðhrukkur fremur hlátur merki en aldurteikn. Skapari lofts og vatns hefur auðsýnilega mótað þetta andlit úr himneskum leir með þeim ásetningi, að svipdrættir stafi alúð og einlægni, þegar eigandi þess brosir móti ókunnugum gesti. Ég horfði á hann, hann horfði á mig, og ef til vill hef ég staraö em- um of undrandi á pottlokið og olíu- blettinn, sem situr þar til skraats, því hann tekur það ofan og klórar sér í vöngum, um leið og hann segir: Já, ég hef það alltaf. Mér finnst ég bar- asta ekki hafa neitt höfuð, þegar ég hef það ekki. Það er nú svona. — Hann setur pottlokið upp aítur, opn- ar biámálaðar dyr, og við göngum nær samhliða inn í vinnustofu lista- mannsins. Vinnustofan er lítill salur, hátt til lofts, þak O'g veggir úr viði, en gólf- ið steinsteypt og grátt að lit eins og peysa og buxur mannsins, sem geng- ur þar dag hvern. Stór, kolsvartur ofn stendur nær miðju salarins, og upp frá honum teygist engu minna stromprör, sem hverfur milh loft- bitanna. Við -norður- og suðurvegg eru grófsmíðuð borð, þakin verkfær- um (sköfur, spaðar, hamrar, kílar og grúi ýmissa tóla) og nokkrum lista verkum. Hér og hvar liggja bretti, hvít af gifssáldri, fjalir, lágar tröpp- ur, og í horni trónar einn stóil með skærlitri sessu. í öðru horni stofunn- ar er upphækkaður pallur, og þar hefur nokkrum myndum verið valinn staður ásamt þremur jurtapottum. í skoti við pallinn gnæfir gulleit stytta af knattspyrnumanni, stílfögur og í miklu ósamræmi við gamla olíufötu, sem er henni þar til samlætis og gleypir öskusalla úr pípu komumanns. — Jæja, þetta er nú mitt musteri, segir Sigurjón og stikar fram og til baka, eins og í kringum falinn brenni depil. En ég hef sama sem ekkert pláss fyrir myndir. Þær taka svo mik- ið pláss. Þetta er sáralítið, sem ég hef hérna, en ég skal samt sýna þér eitthvað af þessu, þó að það sé nú raunar ekki mikið að sýna. — Það tekur ekki heldur langan tíma, bætir hann við, nemur staðar hjá vinnuborðinu og bendir á mynd af tveimur torkennilegum fígúrum: Þessa kalla ég Geimfara. Hún er skrýt in, finnst þér ekki? En það er sko dálítið sérkennilegt við hana, hún syngur nefnilega. — Syngur! — Já, syngur. Það koma frá henni tónar í vindgusti. Ég hafði ekki hug- mynd um það, fyrr en um daginn, þegar ég stóð hérna inni. Það var súgur frá glugganum, og allt í einu heyri ég eitthvert hljóð, svona tón. Hvað er nú þetta, segi ég við sjálf- an mig, og fer að svipast eftir, hvað- an hljóðið komi. Hvað getur þetta verið, segi ég, heyrðu, og þá er það þessi mynd. Þegar vindurinn blæs í gegnum hana, gefur hún frá sér hljóð. Ég ætla að fara með hana hérna upp á hólinn fyrir utan, þegar hann skell ur á með roki. Þetta er alveg eins og hjá Egyptunum gömlu. Sfinxiun söng líka. Þeir tóku eftir því, þeir frönsku með honum Napóleoni. Sfinx inn gaf frá |ér hljóð, þegar hvessti og rok var 1 aðsigi. Þeir þurftu nú ekki veðurfræðinga að segja sér til um óveður, Egyptarnir gömlu, það var nóg að hlusta eftir Sfinxinum. Hlusta eftir söng úr eyðimörkinni. — Er þetta fjölskyldumynd? — Ha. — Já, ég hef hugsað mér að kalla hana það. Þetta er nokkuð skemmtileg mynd. — Þessi hérna heit ir Kroppinbakur, bronz. Þetta er danskur maður, sem ég kynntist úti í Höfn. Við hittumst oft á veitinga- stofu, og tefldum. Hann sat svona við taflið. Hann var mikið bæklaður og átti engan að. Það var allt hálf- gerð sorgarsaga, Við horfðum þögulir á Kroppiu- bak. — Þessi sýnir knattspyrnumann, heldur Sigurjón áfram. Ég var einu sinni allur í fótboltanum. Ég e: bú- inn að selja þær allar út, nema þessa. Hún hefur verið lengi á stcypu verkstæði í Höfn, ég fékk hana fyrir skömmu. Ég veit ekki, hvort nokkur vill kaupa hana hérna. Það er svo sem ekki dýrt að láta steypa hana. Hún er svo einföld, hefur hreinar línur. Hann snýr sér frá gulleitu stytt- unni, sem gnæfir í skotinu við pall- inn, lítur á steinstólpa á miðju gólfi, segir hann vera grágrýti — ég hjó í hann mynzturfleti — segist ekki rnega höggva lengur úr grjóti regna lungnanna og snýr síðan að tré- pallinum. — Hérna hef ég reynt að Koma nokkrum myndum fyrir. Hann smeyg ir fingrum í rassvasana, en ég virði fyrir mér myndsmíðar úr birki og málmi. Hér hefur maður mótað, sern kennir sig við tuttugustu öld, og nú- timinn er mælikvarði augans á feg- urð í samstillingu flatar og línu, ljóss og skugga. '— Gefurðu þeim öllum nöfn? — Nei. Sumum. Annars er það svolítið vafasamt að gefa svona mynd um einhver ákveðin nöfn. Þær eru fæstar þannig, að orð úr venjulegu máli passi við þær. Stundum getur líka nafn hjálpað fólki til að njóta þeirra. Sumir geta ekki notið mynd- ar, nema hún sé af einhverju eða sé eitthvað. En það er bara vitleysa. Ef ég dett ofan á gott nafn fyrir einhverja mynd, þá fær hún það, annars biívur hún bara nafnlaus. Við stígum á pallinn. — Hve oft hafa ekki augu þessa myndsmiðs iit- ið verkin hans, gagnrýnt þau og met- ið, og enn getur hann glaðzt við snert Sigurjón Ólafsson myndhöggvari sótfur heim 876 T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.