Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Blaðsíða 13
FYRRI HLUTI VIÐTALS: VITAVÖRÐURINN
„Sjáðu logasterk augun er svipast
um
milli sviptibyijanna
isjáðu svipuna reidda yfir höfði far
mannsins
og sveifludans hin»a svipþungu
oneyja."
Ég hef numið staðar hjá trönum
yzt á Nesinu. Eiðið er allt úr sjó.
Öðrum megin sveHur hafið og brotn-
ar á boðum, hinum megin er stillt
og rótt, en brimstrókar rísa og
hniga í fjarska.
Fióinn er í vetrarham.
Ég fikra mig niður sj'ávarbakkann.
Gijúpur sandur og þaradyngjur, sem
dúa undir fótum eins og hold
ægivaxinnar ótfreskju. Síðan feta
ég traustan maiarvöll, stórgrýti, sjö-
po'ila, og seitukeimur fyMir vitin.
Fyret í stað þykir mér ég vera langt
írá mömmum, þar sem ég staulast Albert f Gr6ttu °B *iévarnargarðurinn. Myndirnar, sem viðtalinu fylgja voru
ytfir eiðið, en slí'kt er fjarstæða. AJ’s flestar teknar í maí áriS 1940.
fltp. Við megum ekki masa svona i
símanum. Maður getur blaðrað all-
an daginn.
— Bg ber upp hjá þér klukkan
níu i fyrramálið.
— Já, gjörðu svo vel. Ég verð kom
inn á ról. Ég fer venjulega á fætur
klukkan hálf átta. En þú skalt ekki
aka á bál yfir eiðið.
— Ég nota fæturna til hins ýtr-
asta.
— Gott og vel.
Og síðan rigndi blessunarorðum á
foáða bóga.
Laugardagur, og svefnþrungin and
lit með timburmenn gægjast undan
næturtjöldum að horfa í mjúlkur-
hvíta morgunbirtuna. Vestanvindur
feykir snjóföl upp að garðsstólpa
og göturennu.
Nokkrir Seltirningar, sem sæta
hinum þungu örlögum að þurfa að
tfara til vinnu eftir föstudagskvöld,
standa bláir af kulda í stigaþrepum,
bölva næðingnum, lofa sængurhlýj-
una og þá verkjar í kviðinn eftir
hálfvolgt hitakönnukaffið. Hin and-
stuttu erfiðissog ótal bifreiða drynja
sem undirleikur við reykingahó.sta og
hrolistunur, svo hryglir í öllu hverf-
inu.
Ég ek frarn hjá Mýrarhúsaskóla og
áfram út Nesið, ríkið í ríkinu, þar
sem kerlingarnar skvetta ekki leng-
ur úr koppum á túnin, en fólkið
kastar af sér í Skerjafjörðinn og
Ko'Hatfjörðinn eins og „siðaðir" Reyk
víkingar. Val'húsahæð, Nes við Sel-
tjörn, brautin þrengist, og ég þræði
grámaðan veg milli niðurfallinna tún
girðinga, en fram undan gnæfir vit-
inn í móskunni.
staðar hasilar maðurinn sér völl. Á
miðjum „hafsbotni“ rek ég augun
í gult skiíti, þar sem letrað er svört-
um, greinilegum stötfum: Óviðkom-
andi aðgangur bannaður! Ég held
áfram. í þetta sinn er ég undan-
tekning. Loksins.
Að síðustu stend ég í túninu hans
Berta. Skammt frá vitanum kúrir
Mtið, vinalegt timburhús, klætt báru-
járni, og ég stefni þangað. Inn um
glugga sé ég Albert sitja við borð og
lesa dagblað. Hve menn virðast ein-
ir, þegar þeir sjást inn um glugga.
Ég ber að grænmáluðum dyrum.
Hann rís á fætur, tekur af sér gler-
augun, brýtur blaðið saman . . .
Ég honfi til hafs. Að rannsaka hegð-
un fólks í gegnum glugga er argasti
dónaskapur.
— Þá er ég kominn til leiks, segi
ég, þegar góða skapið í Berta hefur
flætt ytfir mig Mkt og ylríkur geisli
á ganginum.
— Og vertu velkominn og komdu
þér úr frakkanum, svarar Berti.
— Eigum við ekki að fá okkur
í nefið, spyr Albert, þar sem hann
situr við borðið, klæddur blárri
duggarapeysu og þykkum, svörtum
buxum.
— Ég nota ekki í nefið, svara ég.
En mætti ég kveikja mér í pípu?
— Það er allt í lagi. Ég opna
gluggann, og þá kæfirðu mig ekki.
— Er þér sýnt um að kafna?
— Olíukyndingin nær kæfði mig
um daginn. Það er einskær heppni,
að ég skuli enn vera í lifenda tölu.
Hann snýtir sér hressilega, svo
smáhlutir nötra í stofunni. Ég tendra
eld í pípu minni.
— Hvenær tekur þú við vitavarðar-
embættinu, Albert?
— Nítján hundruð þrjátíu og tvö,
í september, að því er mig minnir,
var ég skipaður vitavörður.
— Og hvers vegna gerðist þú vita-
vörður?
— Það er nú dálítið einkennilegt
við það. Ég var staddur norður í
landi og hafði útgerð þar. Þá var
Th. Krabbe vitamálastjóri, og hann
hringir til mín, skömmu eftir að fað-
ir minn deyr, og segir, að fól'kið hér
í eyjunni verði að fara. Mér þótti
að vonum nokkuð hart, að systir mín
TtMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
1069