Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Síða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Síða 19
JÁN JOHANIPES: AUGU Það var farið að skyggja. í miðju skyldirðu að minnsta kosti halda eldhúsinu var opin ferðataska, mest- krögunum þínum hvitum og flekk- allur botninn þakinn alls kyns snyrti 'riausum, höfnum yfir alla gagnrýni vörum. Grönn, velhirt kvenhönd lét túpu með eggjarauðukremi vlð hlið- ina á fullri flösku af húðnæringu. „Rosana — Coty — Helena Rubin- stein — Astra — Amira — Kaliope — Elida — vöruheiti, sem gefa fyrir- heit um fegurð. Þú reynir að kveða niður vanmetakennd þína i eitt skipti fyrir öll, og samt sem áður finnst þér hún magnast við alla þessa húð- snyrtingu og tilraunir til að fegra andlit þitt, áður en þú háttar á kvöldin, og þegar þú vaknar á morgn ana.“ Ljósið kviknaði, nokkrar flugur sátu hreyfingarlausar neðan á gler hlífinni, og naktar axlir og hrukk- óttur háls ókunnu konunnar kom í ljós- „Þú óskaðir aldrei að tíminn stæði kyrr, að yngjast né vera sífellt ung, — hið eina sem þú þráir er að vera þú sjálf, að breytast ekki fram- ar, að geta nuddað friði og ró í allan líkamann, þótt ekki sé nema einu sinni, — legið smurð í heila nótt, sem mun aðskilja þig frá öðr- um líkömum og öðrum höfðum til eilífðar, — greina þig frá verum hjúpuðum einmanaleik, sem þeir reyna að bægja frá sér með óljós- um skýringum, — með ópum og þögninni, sem á eftir kemur, — eða með því að væta varirnar líkt og á undan kossi.“ Konan gekk fram ganginn, kveikti Ijós í baðiherberginu og fór inn. Hún tók af sér dökk gleraugu frammi fyr- ir speglinum. Farið á nefinu benti til þess, að hún bæri þau að staðaldri. Hún sperrti upp augun og strauk rauð- lökkuðum nöglunum yfir húðina á kinnbeinunum. Hálfopnum munni grandskoðaði hún í sér augun. Hora- himna var blóðhlaupin og augun óvenju þanin og mött eins og döggv- að gler. „Þú hefur lær-t að nota veiku aug- un þín. —“ Konan tók bómullar- hnoðra, dýfði honum í vökva í stút- víðri, brúnni flösku og þerraði hvarm ana vandlega. Síðan setti hún aftur upp gleraugun, greip hvítan kraga, sem lá á miðstöðvarofninum, fór aft ur inn i eldhús og kveikti á strau- járni. „Þú notar mikið hvlta kraga og hvítar blússur. — Þú sagðir, að gæt- irðu ekki haldið sjóninni hreinní, og fyrii'litningu. Jæja, sagðirðu það? Nei! Ég held nú siður!“ Áttstrend- ur flugdreki rakst í rúðuna og gægð- ist glottandi inn um gluggann, áður en vindurinn hreif hann með sér hátt á loft.“ „Þú varst ekki gefin fyrir að kvarta, — lærðir að bera harm þinn í hljóði og lifa í dagdraumum —" Veggurinn bak við konuna var skreyttur póstkortum víðs vegar að úr veröldinni, en ekkert þeirra var stílað til hennar: fjarlægar borgir, flóðlýstir bakkar Nevafljótsins í Len ingrad, ókunn klettaströnd. Lúðar og Óhreinar hækjur hölluðust upp við vegginn og vörpuðu daufum skugga á myndimar. Konan laut snögglega niður og tók upp flugfarmiða, sem lá á gólíinu. Hún stakk honum í svarta liandtösku og sneri sér síðan að ferðatöskunni. Kremkrukkurnar og flöskurnar huldl hún handklæði og lagði undirföt og terylene-pils þar ofan á. Úr íbúð- inni við hliðina barst ómur af tón- list. „Þú ert orðin þrjátíu og sex ára og ætlar að byrja nýtt líf. En hvern ig ætlarðu að fara að því?“ Neðst til hægri var póstkort, sem sýndi baðströnd fulla af fólki, en það var ekki annað en mislltir deplar. „Þú ætlar að yfirgefa Alex, sem þú hefur búið með beztu ár ævi þinn. ar. —“ Svefnherbergi í skini náttlampa. Á miðju gólfi uppbúið hjónarúm með heklaðri ábreiðu. „Beztu.ár mín. Með hverjum eyddi ég beztu árunum?" „Þú hittir Alex fyrir sextán ár- um, — þá varstu tvítug og þú hefur búið með honum — eða verið undir sama þaki og hann til þessa dag3 —“ Tveir stoppaðir fuglar sitja á birki- kubb, rökkrið í ganginum gæðir þá rólegum virðuleik, tveir fasanar i þann veginn að hefja sig til flugs. „Þú kynntist Alex, þegar nann kom í búðina, sem þú varst nýbyrj- uð að vinna í, — hann vildi fá band á hattinn sinn, — hann vildi fá band- aftur og bað um þverslaufu, — hann var ávallt vel til íara — laglegur þjónn á Alexandra-gistihúsinu. Það átti að fara að loka, þegar hann kom að kaupa þverslaufuna, — manstu? Það var rigning, þú varst rétt að fara, og hann bauð þér fylgd. Hann keypti nokkrai' appelsínur á leiðinai og gaf þér eina, — en þú ázt hana ekki, hélzt bara á henni og borðað- ir hana ekki einu sinni, þegar þú komst heim, — sazt bara og horfðir á hana, — þú trúir honum fyrir því, þegar þið voruð saman í fyrsta sinn —“ „Ég man ekkeri eftir þessu, — ég hlyti að muna það, ef það hefði gerzt —“ „Þú hlýtur að muna eftir appel- sínunni — þú varst hrifin af Alex, óttaðist, að hann mundi fara frá þér, en hann stakk upp á því, að þið giftuð ykkur. Alex kærði sig ekki um að eignast börn, — hann sýndi þér ruddaskap, þegar þið vomð gift, barði þig, hélt fram hjá þér, en samt sem áður var hann stöðugt að koma með eitthvað í búið: kerta- stjaka, gólfábreiðu, hægindastól. Þú vissir ekki, hvað þú áttir að halda, — hann var aldrei heima, — kom. fullur heim úr vinnunni, — þér fannst hann ae dularfyllri og óskilj- anlegri, en jafnframt töfrandi og glæsilegur. Hvernig gat staðið á þessu? Veiztu ekki, hvers vegna? Langar þig til að vita það?“ „Þú sættir þig við rifrildi og hót- anir og grézt tímunum saman. Það var þá sem þú fékkst áhuga á and- litsfegrun. Þú vildir ekki, að menn sæju, hvernig hann fór með þig, svo að þú gættir þess að vera alltaf snyrtileg og það gerirðu enn. Þegax einhver kom með aðdróttanir um framhjáhald hans, brostir þú aðeins. — Og dagarnir liðu ýmist á hatta- saumastofunni eða heima í íbúðinni, svo likir hver öðrum, að það var eins og einn óendanlegur dagur." „Þú settist við spegilinn snemma morguns lagaðir þig til, tókst til morgunverð, síðan kom hattagerð i átta stundir, þú saumaðir, pressaðir með títuprjóna upp í þér, rabbaðir við viðskiptavinina um allt og ekkert, ripsbönd, málbönd, hattaflóka. Seinni hluta dagsins fórstu heim og strauaðir, gerðir innkaup, þvoðir þvottinn og þurrkaðir þetta eilífa ryk, sem þráaðist þrjózkulegt á hús- gögnunum. Á kvöldin var grátið, það brást aldrei, manstu? Loks þerrað- ii-ðu tárin, snyrtir þig og málaðir andlit þitt og augu, og mitt í þess- um ósköpum greipstu einhverja bók, sem var við hendina og leitaðir að svari við spurningum, sem ásóttu þig: Hvers vegna er líf mitt eins og það er? Hvers vegna get ég ekki verið Alex ótrú? Hvers vegna þarf ég endilega að elska hann, en ekki einhvem annan? Manstu, þegar þú gerðir klaufalega tilraun til þess að halda fram hjá honum? Þér var það lífsins ómögulegt, — og svo lærð- irðu frönsku i bók, sem hét Franska frá A til Z. Þér finnst eins og þú sért ókunnug manneskja, þú manst ekkl, hvað gerðist, áður en þú hi’in T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 1075

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.