Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Side 3

Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Side 3
Giraffinn er alveg varnarlaust dýr. En tvennt er honum gefiS, sem honum er mikils virði: Hálsinn langi og skörp sjón. Gíraffi, sem reisir sig, sár vítt um sléttuna og verður oftast var aðsteðjandi hættu í tæka tíð. Háls gíraffans er ekki sveigjanlegur að sama skapi og hann er langur. Dýrið getur jafnvel ekki drukkið nema setja sig í sérstakar stelllngar. Þá glennir það sundur framfæturna til að geta beygt sig og náð með grönunum að vatninu. Langur og þungur hálsinn veldur þvi iika, að giraffinn getur ekki brokkað. Hann verður annaðhvort að fara fetið eða stökkva. Á stökki verður hann að reigja hálsinn aftur, þegar hann lyftir framfótunum, þvi að annars myndi hann missa jafnvægið. Fjórir eða fimm metrar eru milli spora, þegar gíraffi hleypur, og þolið mikið. Gíraffahjarðir eru heldur skipulagslitl- ar. Samt brestur ekki á samheldni og samhjálp, Ef hvitir gíraffar fæðast, er sem önnur dýr veiti þeim vernd, þegar hættu ber að. -— Enskir menn ætluðu að taka myndir af hvítum gíraffa. En dýr með eðli- legu litarfari fiykktust í kringum hann og slógu um hann hring. Það er aðeins þegar kýrnar beiða, að samkomulagið versnar. Þá slær stundum í brýnu, og karldýrin reyna að skalla hvert annað. Þeffæri gíraffa eru ekki sem beit. Fæðu velur hann eftir sjón fremur en þef. í dýragörðum glæpist hann stundum á blómskreyttum höttum kvenna. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 147

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.