Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Blaðsíða 15
Guðmundur Lýðsson var kjörinn fyrsti formað- ur sjóðsstjórnar, og var hann það alla tíð meðan sjóðurinn starfaði — til ársins 1943. Jón smiður sá aftur á móti um daglegan rekstur og bókhald að öllu leyti, og aðrir störfuðu ekki þar að. End- urskoðendur sjóðsins fundu aldrei neitt athuga- vert við bókhald eða rekstur hans, og sjóðurinn stóð af sér allar efnahagslegar holskeflur, sem yfir dundu í lok fyrra stríðsins, og fylgdi honum alla tíð það orð, að hann væri örugg peninga- stofnun. Ráðsmönnum sjóðsins var avallt sýnt fyllsta traust, enda reyndust þeir í starfi hinir trúu og dyggu þjónar, sem ekki sváfu á verð- inum. Út á við naut sparisjóðurinn mikils trausts, og bankastjórar Landsbankans í Reykjavík veittu því athygli, hve vel sjóðnum var stjórnað. Þar sem þeir Jón og Guðmundur héldu um stjórnvölinn var öllu óhætt. Þeir voru hinir hæf- ustu sveitarstjórnarmenn, sem ég hef haft kynni af. Þeir gengust fyrir því, að ekki voru seldar jarðir bröskurum utansveitar. Létu þeir hreppinn kaupa þær, þar til kaupandi kom, sem vildi búa á jörðunum. Fleira mætti til tína, er gæti verið til fyrirmyndar við hreppstjórn. Þegar Jón smiður á Hlemmiskeiði fór að eldast og slitna, tók Þorgeir Þorsteinsson, tengdasonur hans, smátt og smátt við sparisjóðnum. Þorgeir hafði mótazt og lært af tengdaföður sínum og fórst með ágætum að reka þessa stofnun, sem hann veitti forstöðu til dauðadags. Að Þorgeiri iátnum var sparisjóðurinn lagður niður, enda voru þá tímar breyttir og bankaviðskipti manna beind- ust þá í æ meira til útibús Landsbankans á Sel- fossi. Sparisjóður Skeiðahrepps mun hafa verið einhver hinn bezt rekni sparisjóður á landinu, og væri þess vegna ef til vill rétt að skrifa ræki- legar um hann en hér verður gert. Ég tók mér aðeins penna í hönd til þess að minnast lítillega þessara tveggja vina minna, sem mér finnst ég hafa notið mests og bezt trausts *hjá. Guðmundur Lýðsson ætti hundrað ára af- imæli 17. apríl næstkomandi, ef á lífi væri. Þegar Isvona stendur á áratugum, er vart unnt að tala lum annan, án þess að nefna hinn. Heimili hinna merku hjóna í FjalU, Guðmundar og Ingibjargar Jónsdóttur, var ætíð eitt af þeim, sem nefnd hafa verið gróðrarreitur sveita- menningarinnar og uppeldisskóli þrótfcmikils og dugandi sveitafólks. Brynjólfur Melsteð. Æskuminningar frá Næfurholti Mér er sagt, að ég sé fæddur á Lágafelli í Austur-Landeyjum 20. apríl 1857. Foreldrar mínir voru Margrét Jónsdóttir frá Næfurholti og Jón Árnason frá Galtalæk. Frá foreldrum mínum fluttist ég hálfs annars árs tii móðurforeldra minna, Unu 'Haildórsdóttur frá Leirubakka og Jóns Jónssonar frá Selsundi, og munu þau hafa tekið mig til fósturs, að því er mér hefur verið sagt, helzt vegna þess, að ég var látinn heita í höfuðið á afa mínum. Hann bjó góðu búi með konu sinni og tveim sonum, Halldóri og Jóni, og einni dóttur, er hét Guðrún. Þegar ég man fyrst eftir mér, var þetta fólk í Næfurholti, og þar að auki var þar unglingspilt- ur, Ófeigur Jónsson frá Árbæ á Rangárvöllum, bróðursonur afa míns. Piltur þessi hafði alizt upp hjá afa mínum og ömmu. Vinriukona ein 'rar þar líka, er Ingibjörg hét, Markúsdóttir, úr Traust- holtshólma Sagt var, að Markús þessi hefði vakið upp draug, sem svo hefði fylgt Ingibjórgu, en þegar hún dó, hefði hann hallað sér að Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Leirubakka, dóttur Elínar, syst ur gömlu Imbu, og hefði hann þá fengið nafnið Leirubakkadraugurinn. Ekki man ég, að hann gerði neitt illt af sér, sem teljandi væri, er hann dvaldi með húsmóður sinni í Næfurholti, en sjá- anlegur mun hann hafa verið stöku sinnum. Fólkið í Næfurholti var talið gott og guðrækið. Ég trúði því, að það væri í miklu vinfengi við guð. Amma sagðist biðja guð að fyrirgefa mér, þegar ég gerði eitthvað Ijótt, til dæmis tálgaði skoru í rúmstokkinn eða kembulárinn, sem all- ur var útskorinn með letri og rósum, eða ef ég sagði eitthvað ljótt, eins og að nefna Kölska einhverjum þeim nöfnum, er hann gekk helzt undir. Mér var sagt, að hann myndi taka mig einhvern tíma, ef ég kallaði á hann, en það gat ég ekki skilið, fyrst að amma mín og Halldór báðu guð fyrir mér. Þá mundi guð aldrei iiða það, að ég færi til Satans. Ég var viss um, að guð væri betri en Ófeigur því allir sögðu það hiklaust. Ófeigur gætíi mín oft og verndaði mig fyrir sóflinum, þegar ég sagði eða gerði eitthvað Ijótt, til dæmis blístraði eða blaðaði í guðsorðabók, sem enginn heiðingi mátti gera. Afi sagði, að ég yrði heiðinn, þang- að til ég væri búinn að læra kverið. Ég vissi þó ekki, hvað það var, en hugsaði þó helzt, að það myndi vera eitthvað í líkingu við Gerhardshugvekj- ur. Ég varð var við, að litlar bækur voru kallaðar kver, en stórar bækur bók eins og til dæmis Jónsbók og biblían. Stafrófskverið þekkti ég. Ég var nokkurn veginn læs á það, þegar ég man fyrst eftir mér. Þegar ég var á sjötta árinu, kom til veru á heimilinu ekkjan Ingibjörg Eiríksdóttir frá Helluvaði með þrjú börn á líkum aldri og ég. Einar eldri en ég, Sigríður mér jöfn að aldri og Ólafur yngri. Kom okkur krökkunum vel sam- an, og lærði ég af þeim ýmsa barnaleiki. Næfurholt átti þá kirkjusókn að Stóra-Ivlofa. Þar var messað þriðja hvern helgan dag. Fólkið var mjög kirkjurækið, og fóru allir til kirkju, sem gátu, alla tíma árs, þegar fært var veðurs vegna. Karlmennirnir tóku ofan höfuðfötin, þeg- ar þeir lögðu af stað til kirkjunnar, og lásu ferðabænina — það var siður þar, hvert sem farið >var frá heimilinu. Húslestrar voru lesnir alla helga daga í Vídalínspostillu árið um kring og sungnir sálmar úr Grallaranum, sem áttu við þann daginn. Alla virka daga var lesið frá því viku fyrir vetur til hvítasunnu. Síðustu sumarvikuna og fyrstu vetrarvikuna var lesið Missiraskiptaoff- ur og sungnir sálmar, gra'larasálmar. Viku af vetri var byrjað að syngja hugvekjusálma og lesa T t M I N N —- SUNNUDAGSBLAÐ 159

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.