Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Blaðsíða 10
 ■■0 '&écaxtX'kr if v<£r;si JJicam.jpri>z 4ccm mjuu nututiii<iiiiiiMiP'‘::-t{r'uHHtY-{v\Yi<:U ' ...................... \4***i*ii4*múmbfy 'M\ Óll Worm, fornfræðingurinn kunni og velgerðarmaður margra íslendinga á seytjándu öld. ráða, og þeir, sem vildu koma sér í mjúkinn við stjórnarherrana, töluðu utan að slíku við hann. ís lendingar. sendu honum líka syni sína til halds og trausts, er þeir áttu að stunda nám í háskólanum í Kaupmannahöfn, og báðu hann síðan að stuðla að forfrömun þeirra. í staðinn naut Óli Worm liðveizlu við rannsóknir sínar á rúnum, fornkvæðum og málfræði- legum og sögulegum efnum. Ekki var leikur einn að sja til með þeim mönnum sumum, sem sendir voru til náms í Kaupmauna höfn. Mörgum þeirra varð hnot- gjarnt, og gat farið svo, að til- sjónarmaðurinn gerðist langþreytt- ur á þeim. En ekki gaf Óli þá upp á bátinn fyrr en í fulla hnef ana. Að minnsta fyrirgaf hann misgerðir fúslega, ef hann naut einhverrar fyrirgreiðslu við forn fræðina eins og sjá má af þessum bréfaköflum, sem allir snúast um Benedikt mágnússon frá Laufási. Bréfritararnir eru Óli Worm, séra Magnús Ólafsson í Laufási, skáld og málfræðingur, og Þor- lákur Skúlason biskup. Þarf ekki fleiri orð að hafa til skýringar, því að bréfkaflarnir skýra sig sjálfir, ef þeir eru lesnir með athygli Það er tvennt, sem veldur því, að ég, ókenndur maður í fjarlægu landi, sný mér blygðunarlaust til yðar í þessu bréfi. Þar er fyrst sú óumræðilega elskusemi, sem herra Þorlákur Skúlason hefur oft sagt mér, að sé meðal margra ágæíra dyggða yðar, er veitir mér dirfð til þess að nefna hina ástæðuna, sem sé brýna þörf sonar míns, Bene- dikts,. þegar hann (sem mun færa yður bréfið) fer nú af landi burt og nýtur ekki lengur stuðnings ná- unga sinna. Erindi hans er að vitja yðar fræga háskóla og þroska sála gáfur sínar með námi, og þarfnast B ei íed icti us I M a ign i, soni ir ás rætra 1 Fo reli ira i á ■ N or ður-ísl land Þessi árin er verið að prenta í Kaupmannahöfn bréfa- safn Óla Worms. Fornfræði- áhugi hans olli því, að hann gerði sér mjög títt um ís- lendinga, enda ber bréfasafn þetta með sér, að mikil tengsl voru þar á milli. Margir lærðir menn á landi hér hafa ár hvert skipzt á bréfum við Óla Worm. Þeir sem kvilltir voru, leituðu hjá honum læknis hann nú mjög verndara, sem ég geti falið hann á hendur . .. Laufási, 20. ágúst 1626. Magnús Ólafsson, prestur Úr þessum skóla fara í ár tveir unglingar (Benedikt Magnússon og 154 TÍIDINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.