Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Blaðsíða 12
í þýzkr-i náttúrufræði, sem prent uð var um það leyti, er Ögmund- ur Pálsson var enn ábóti í Viðey, er mynd af hornprúðu, lágfættu og mjög þybbnu nauti. Teikning- unni fylgja þessi orð: „Ég er úr- uxi — fávísir menn kalla mig lika vísund.“ Það voru með öðrum orðum bæði úruxar og vísundar í Norð- urálfu, þegar þessi bók var prent- uð. En þessi stórvöxnu dýr stóðu höllum fæti í sambýlinu við menn- ina. Þeim var litrýmt líkt og geirfuglinum við íslands strendur á nítjándu öld (og kannski íslenzka erninum undir lok tuttugustu ald- arinnar). í byrjun sextándu aldar voru úruxar, sem fyrr meir höfðu hafzt við um meginhluta Norðurálfu og víða í Asíu, mjög á undanhaldi og raunar sýnt, að hverju fór. Úruxa- hjarðir voru þá hvergi til lengur nema í Póllandi, þar sem þeir héldu lengst velli. Þar lauk ævi síð- asta úruxans árið 1627 — sama árið og Tyrkjaránið var framið á landi hér. Þar með var svipmesta villidýr Norðurálfu horfið af sjón- arsviðinu fyrir fullt og allt. Vísundar voru þá enn til villtir hér og þar um álfuna. En afdrif þeirra urðu með svipuðum hætti, þótt síðar yrði. Þeim hríðfækkaði einnig, og nú eru þeir ekki lengur til, nema í dýragörðum og á sér- stökum svæðum, sem friðuð hafa verið vegna þeirra. Aldauða eru þeir þó ekki, þótt litlu munaði. Vísundunum er eiginlegt að halda sig í smáhópum í skóglendi, tíu til tólf saman, og einungis gaml- ir tarfar fara einförum. Þetta var varúðarráðstöfun náttúrunnar, því að tarfarnir gerast mjög geðstirð- ir með aldrinum og þess vegna heppilegt, að þeir forðast féiags- skap. Samt sem áður slær í mikla bardaga um fengitímann, og ganga þá ekki einungis tarfarnir oft hver af öðrum dauðum, heldur særast kýrnar stundum einnig til ólífis. Nú kelfa kýrnar einungis þriðja hvert ár, svo að viðkoman er mjög lítil. Veiðimenn höfðu um allar ald- ir setið um líf þessara dýra, og einkum var fast að þeim vegið í hallærum og á styrjaldartímum, þegar matarskortur varð. Þegar þar við bættist, að stöðugt var meira og meira tekið til ræktun- ar af skóglendi því, er var heim- kynni þeirra, þá gat ekki hjá því farið, að þeim fækkaði. Fram að heimsstyrjöldinni fyrri þyaukuðu þó um sjö hundruð dýr í skógum Póllands og Kákasuss. Eji þá fækkaði þeim svo, að við tor- tíjningu lá. En upp úr þessu var fgjrið að reisa við því skorður, að vipndunum væri útrýmt. í heims- styrjöldinni síðari seig þó enn á ó^æfuhlið, og var dýrastofninn orð ii][n mjög lítill, er þá létti morð- ö|d. Eins og áður er sagt voru þess- ar dýrategundir, úruxar og vísund- 'ísundakyn, sem enn heldur velli í skógum Póllands. 1 f M I N N — SU\NUI)A(;SHI,A.'i 156

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.