Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Blaðsíða 6
var unnt að flytja þá á milli með
skipum.
En dauðsföll voru tíð i bölunum
og ég var eiginlega að því kom-
inn að gefast upp, en þá hófust
reglubundnar flugferðir og flutn-
ingur varð auðveldari.
— Hvernig er búið um skraut-
fiska til millilandaflugs?
— Fiskarnir eru látnir í plast-
poka, að sjálfsögðu í þeim vatn,
og súrefni dælt í pokana, unz þeir
verða viðlíka harðir og fótboltar.
I slíkum umbúðum virðast fiskarn-
ir þola hvers konar flutning, en
má ekki verða of kalt á þeim. Á-
hafnir vélanna gæta þessa fyrir
mig, og heyrir til hendinga, ef
drepst nokkur fiskur. Ég er Flug-
félaginu mjög þakklátur fyrir þá
greiðvikni, sem þeir hafa ævinlega
sýnt mér í skiptum okkar.
— Þú rekur hér litla verzlun
með skrautfiska og húsfugla.
— Já, þetta er svona tómstunda-
verzlun, ef ég má kalla hana því
nafni. Ég var forstöðumaður dýra-
sýningar í skemmtigarðinum Tívolí
og þar hafði ég allmörg skraut-
fiskaker, fólki til ánægju og fróð-
leiks. Þegar rekstri skemmtigarðs-
ins var hætt, flutti ég fiskakerin
hingað heim til mín, jók innflutn-
ing og hafði töluvert meiri um-
svif en áður. í fyrstunni taldi ég
þetta einungis tómstundaiðju, en
fólk komst á snoðir um starfsem-
ina, vildi fala af mér fiska, ég seldi
að lokum og þannig varð ég smám
saman að skrautfiskakaupmanni í
frístundum. Ég sel einnig fugla,
en mér þykir miklu meira til fisk-
anna koma, þeir krefjast meiri og
betri aðhlynningar og eru Öllu
þægilegri í sambúð.
— Þú hættir aldrei?
— Nei, ég kann ekki við mig
nema ég hafi lifandi kvikindi í
kringum mig.
— Stendur þú ekki i miklu
stímabraki við tollayfirvöld?
— Alls ekki. Eins og flestir, sem
eiga slíkt í hættu, hef ég komizt
að samkomulagi, því skrautfiskarn
ir ættu sér ekki langra lífdaga auð-
ið hér á landi, ef þeir skyldu fara
eftir venjulegum innflutningsleið-
um. Ég tel, að kvikindin drepist,
ef þau eru lengur en sólahring
í pokanum. Ég get ekki annað en
verið tollayfirvöldum þakklátur, og
ég geri ráð fyrir, að fiskarnir séu
það einnig.
— Hefur aldrei verið haft í hót-
unum við þig og þvi haldið fram,
að kvikindin bæru með sér sýkla
og sjúkdóma og ætti að hefta inn-
flutning þeirra?
—Það hefur jú komið fyrir.
Fiskarnir sagðir geta borið hingað
smitandi sjúkdóma, hættulega ís-
lenzkum vatnafiski. En þetta er
hreinasta firra. Skrautfiskarnir eru
flestir hitabeltisdýr, upprunnir frá
Austur-Asíu og Suður-Ameriku, og
þeir þola ekki íslenzkt veðurfar.
Þeir dragast upp og deyja, ef hit-
inn á vatninu fer niður fyrir nítján
stig. Væri þeim til dæmis gefið
frelsi í Reykjavíkurtjörninni, dræp
ust þeir samstundis. Þess utan eru
þeir skrautfiskar, sem hér eru
seldir, nær flestir ræktaðir * upp-
eldisstöðvum erlendis, svo með
þeim geta engir sjúkdómar borizt.
— Fólk kvartar jú stundum yfir
veiki í skrautfiskunum.
— Já, en það er blettaveikin
svonefnda, og hún gýs einungis
upp í fiskakerum. Hún er ærið al-
geng og fjári skæð, ef ekki er beitt
meðulum gegn henni. Mér hefur
skilist, að sýkillinn sé ætíð við líði
i kerunum, en geti ekki vegið að
fiskunum nema þeir séu velktir af
vosbúð og kulda. Segjum til dæmis,
að fiskaker standi við opinn glugga
og um það leiki súgur allan dag-
inn. Vatnið kólnar, fiskunum líður
illa, þeir slappast og innan stundar
hafa þeir tekið veikina. Sjúkdóms-
einkenni eru auðþekkt, blettir á
uggum, og fólki hægðarleikur að
koma í veg fyrir að veikin geri
usla í kerunum, ef það gefur þess-
um blettum gaum þegar í stað og
hellir fiskalyfi í vatnið. Veiki þess-
ari virðist ekki hægt að útrýma.
Sýkillinn fylgir skrautfiskunum.
— Þú hefur ekki orðið annarra
meinsemda var?
— Einu sinni, jú, aðeins einu
sinni. Þá komst sogormur í ker
hjá mér. Þetta var hvítleitt kvikindi
ormlaga, nærri sextán sentímetra
langt og hafði sogskálar á báðum
endum. Kvikindið hafði borizt með
lifandi vatnajurt. Það loddi við
glerið, leitaði fiska uppi og saug
úr þeim blóðið. Mér gekk illa að
ná orminum, því hann vöðlaði sér
í hnoða til varnar, og sást þá varia
með berum augum. Að lokum tókst
mér þó að hafa hendur í hári hans
og það all duglega, þar eð ég
brenndi hann til kaldra kola.
— Þú sagðir áðan, að ílcstir
skrautfiskar þínir væru ræktaðir
á uppeldisstöðvum erlendis.
— Ég flyt þá inn frá Danmörku.
Þar starfar fyrirtæki, sem annast
sölu á skrautfiskum fyrir ræktun-
armenn hér og hvar um landið.
Sjálft fyrirtækið ræktar ekki fiska.
Fiskaræktin er aðallega í höndum
áhugamanna, en sérhver maður
menntar sig í ræktun ákveðjnnar
tegundar. Það er vita gagnsiaust,
að ætla sér að gutla í ræktun
margra tegunda. Lifnaðaihættir,
tegundanna eru um margt æði ó-
líkir, ekki hvað sízt íjölgunarsið-
irnir, og einum manni er ærið
verkefni að kunna að meðhöndia
eina tegund.
— Fjölga þeir ákaft, áhugamenn
irnir?
T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ
Brandur eða Pferophyllum sealare, kóngur skrautflska.
150