Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Blaðsíða 13
ar, i flestum löndum Norðurálfu á
fyrri tímum. Þeir voru meira að
segja einnig á Norðurlöndum áð-
ur en sögur hófust. Þangað hafa
þeir fylgt framrás skógarins eftir
isaldirnar. Talið er, að þeir hafi
hafzt við í Danmörku í þrjú til
fjögur þúsund ár, og hafa oft fund-
.izt þar bein úr þeim og stundum
heilar beinagrindur, einkum i fenj-
um, er þeir hafa álpazt út í eða
flúið í undan veiðimönnum. í einu
tilviki fannst einmitt óddur tinnu-
örvar í slíkri beinagrind.
Steinaldarmaður, sem hætti sér
í návígi við úruxa eða vísund, hef-
ur áreiðanlegt teflt á tvær hættur.
Það hefur ekki ævinlega verið veiði
maðurinn, sem hrósaði sigri. En
það var til mikils að vinna. Nauts-
skrokkur var steinaldarfólkinu mik
ið búsílag, og auk þess voru bein-
in gagnleg til margra hluta, þegar
kjötið hafði verið nagað af þeim.
Margs konar verkfæri úr slíkum
beinum hafa fundizt í gömlum ból-
stöðuni steinaldarmanna.
Þótt uxar hyrfu af því landsvæði,
þar sem nú er Danmörk, lifðu þeir
við bezta gengi sunnar í álfunni,
einkum í Mið-Evrópu. Þegar Sesar
fór herfarir sínar um þau lönd um
miðbik fyrstu aldar, kynntist hann
veiðiaðferðum Germana: Þeir
veiddu uxana í gryfjur. Miklir veiði
menn söfnuðu hornum uxanna og
höfðu til sýnis, sér til ágætis, og
hlutu af mikla frægð. Af þessum
hornum gerðu höfðingjarnir sér
drykkjarhorn, er þeir skreyttu
Úruxamynd úr þýzkri náttúrufræði frá
byrjun sextándu aidar.
silfri. Til slíkra horna eiga hin silf-
urslegnu drykkjarhorn íslendinga
væntanlega að rekja uppruna sinn.
Uxaveiðarnar hafa án efa verið
fast sóttar á þessum öldum, er sam
an fór gagnleg bráð og mikil veiði-
frægð. Þó stóðst uxastofninn þenn-
an ófrið nokkurn veginn, allt þar
til skotvopnin komu til sögunnar.
Þá gerðist leikurinn harla ójafn.
Þá þurfti ekki lengur stórum meiri
fræknleik til þess að leggja uxana
að velli heldur en sunnudagsskytt-
urnar, er fara til rjúpnamorða á
Hellisheiði og Bláskógaheiði, hafa
til að bera. Dagar uxanna voru
senn taldir í flestum löndum. Þeir
þraukuðu einungis á afskekktustu
og ógreiðfærustu stöðum.
Það er auðvelt að gera sér í hug-
arlund vaxtarlag úruxanna. Beina-
grindurnar sýna, að fullorðinn tarf
ur hefur verið nær fjórir metrar
á lengd og upp undir tveir metrar
á herðakamb. Þó hefur verið á
þeim talsverður stærðarmunur.
Sesar segir uxana litlu minni en
fíla, en að útliti öllu, lit og vaxtar-
lagi áþekka nautgripum. Hann
rómar, hve sterkir þeir séu og
fljótir að hlaupa, og eigi sér ekkert
vægðar að vænta, er á vegi þeirra
verður, hvorki menn né dýr. Óger-
legt segir hann að temja þá og
venja þá við návist manna, og gildi
einu, þótt kálfarnir séu handsam-
aðir nýfæddir.
Til uppbótar uxabeinum og því-
líkum lýsingum á dýrum þessum,
eru svo teikningar ýmsar og skurð-
myndir, gerðar á meðan dýrin voru
enn á ferli í skógum álfunnar.
Einnar slíkrar myndar hefur þeg-
ar verið getið, og önnur, sem sízt
var lakari, fannst á málverki í
Ágsborg.
Á síðustu árum hafa menn orð-
ið varir við nautategund eina í
Suðaustur-Asíu, sem virðist skyld
úruxum. Enn er þó ekki rannsak-
að til hlítar, hve skyldleikinn er
náinn, enda eru rnorð og tortíming
verkefni, er þar hafa þótt brýnni
um alllangt skeið, heldur en rann-
sóknir á lifandi verum.
Á hnútu úr úruxa, sem fannst
í mýri á Sjálandi árið 1940, eru
elztu myndir, sem kunnar eru af
fólki á danskri grund. Þetta er
dálítill hópur manna, og þeirri
hugsun skýtur undir eins upp, að
þetta sé fólk, sem komið hafi auga
á úruxa í skógum heimkynna sinna.
Þetta er að minnsta kosti hópur,
sem hefur numið skyndilega stað-
ar og horfir á eitthvað af mikilli
athygli, kannski ekki búinn að átta
sig á því, hvað til bragðs skuli
taka.
(Heimild: Tímaritið Skalk).
Úruxi á gömlu málverki, sem lengi
var varðveitt f Ágsborg.
T I M I N N - SMNNUDAGSBLAÐ
157