Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Blaðsíða 18
Æskuár sfn átti Jón smiður undir Heklurótum. þangað, að kunna kveríð utanbókar, mikið til orðrétt með þeim skýringum, sem presturinn þýddi það fyrir mér, og voru þær margar mikils verðar og geta fyllilega staðizt skýringar nútíma- manna á biblíunni. Þar las ég fslendingasögur, Fornaldarsögur Norðurlanda, Noregskonungasög- ur, Eðlisfræði Fichers og mannkynsögu. Mér fannst þá, að ég væri orðinn nokkuð kunnugur veröldinni í samanburði við það, sem áður var. Lestrarþrá mín var vöknuð, og ég vildi vita meira og las allar bækur, sem ég gat fengið. En það var æðimargt, sem ég skildi ekki og enginn vildi eða gat skýrt fyrir mér. Enginn var skólinn nema latínuskólinn í Reykja- vík, en það var mér sagt hispurslaust, að þangað ætti ég ekki erindi — að þar gætu ekki lært nema synir embættismanna, einkum hinna ríkustu. Ég hætti þvi við að hugsa um að fara í skóla og lét ailt reka á reiðanum — hugsandi bara um að vinna fyrir mat og fötum. Mér fannst peningar í kistuhandraða eða tó- bakspung lítils virði á móti sálarþroska, sem gæti leiðbeint og þroskað aðra. Á þeim árum öfundaði ég oft prestana í predikunarstólnum. Annað lærði ég líka i Látalæti: Ég lærði að brúka sög, öxi og hefil og dálítið að smíða í smiðju. Brynjólfur var góður smiður á tré og járn, skemmtilegur og drengur hinn bezti. Þetta, sem ég hef nú sagt, var aðalundirbún- ingur minn undir lífið. En mér finnst ég alltaf hafa verið að læra til þessa dags. Árið 1876 fór ég vinnumaður að Hellum 1 Land- sveit, þá nítján ára, og var þar í sex ár, í fjögur ár hjá Vilborgu Einarsdóttur, ekkju Guðlaugs Þórð- arsonar á Hellum, en tvö siðustu árin hjá Filippusi, syni hennar, og Ingibjörgu, yfirsetukonu frá Lunansholti. Þar var skemmtilegt heimili og ungt fólk, börn Guðlaugs og Vilborgar, fimm dætur, Oddbjörg, Þórunn, Margrét, Vilborg og Valgerð- ur, og svo einn sonur, Filippus, og unglingspiltur, Jón Jóhannsson. Til skemmtunar á heimilinu var mest um sálmasöng og kvæðasöng. Voru því kvöld vökurnar sannarlega uppbyggilegar skemmtistund ir. Börnin öll uppkomin og viss á lögum og sungu mjög vel sem faðir þeirra, Guðlaugur. Bjarni Þorsteinsson á Siglufirði telur hann í ís- llenzkum þjóðlögum með beztu söngmönnum síns tíma. Ég reri á vetrarvertíðum, í Selvogi fyrst og síðan í Þorlákshöfn, en á vorvertíðum á Sel- tjarnarnesi. Jón Þórðarson í Hlíðarhúsum var bezti formaðurinn, sem ég var hjá, og voru þeir þó allir góðir. Af honum hefði ég getað mikið lært, hefði ég lagt ástundun á að færa mér það í nyt, en æskugjálífið olli, að ég lét mér ekki verða eins mikið úr því góða dæmi, sem hann gaf, eins og annars hefði mátt verða. Ég var við heyskap á sumrin og byggingar Iþar fyrir utan meðan veður leyfði. Á vetrum til vertíðar var ég við vefnað og óf þá stundum nokkuð mikið, bæði fyrir heimilið og aðra, og smíðaði þegar á milli var ýmislegt til heimilis- þarfa. Mér er það í fersku minni, þegar stúlk- urnar allar sátu á rúmum sínum við ullarvinnu, kambarnir urguðu og rokkarnir suðuðu og þutu á gólfinu, en yfir tók fagur sálmasöngur úr nýju messusöngsbókinni. Eða sungin voru ýms kvæði, til dæmis þjóðhátíðarkvæðin frá 1874. Árið 1882 var fellisvorið mikla. Um sumarmálin gerði svo mikið norðanrok með frosti og snjó- kafaidi, að ófært var húsa á milli. Nærfellt hálf- an mánuð stóð þetta rok. Rokið var svo mikið, að það tætti í sundur valllendisgróna jörðina, og af isandfokinu varð öll jörð svo óholl, að flestar isauðkindur og hross féllu í Landssveit og Rangár- völlum. Mest tjónið varð nálægt sandauðnunum, Framhald á 166. síðu. 162 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.