Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Blaðsíða 19
H. C. BRANNER: SÍÐARI HLUTI
TRÉSKÓR HANNIBALS
Uppi í bekknum eru viðkvæm
heimsstjórnmálin rædd af ofur-
kappi Hinn gervilegi hártoppur
Leifs lýsir eins og kerti, þar sem
hann stendur, umkringdur hópi
fylgismanna. „Ef þetta má ekki
kallast hrein afskræming . . .“
„Hér er 'ekki skylda að bera ein-
kennisbúning,“ segir Maríus úr
öðrum enda bekkjarins, „maður
má klæðast því, sem manni þókn-
ast.“ — „Hvað í skollanum hefur
maður ekki, eða hvað hefur mað-
ur eiginlega?“ — „Haltu þér sam-
an.“ — „Og gerðu það sjálfur.11
Hárin rísa á drengjunum eins og
á reiðum rökkum í grimmasta slag,
en stúlkurnar sitja yfir bókum sín-
um og dettur hvorki af þeim né
drýpur, þær láta atburðinn engin
áhrif hafa á sig. Og nú heyrist til
Hannibals, þar sem hann kemur á
tréskónum sínum inn hellugang-
inn: Klap-klap-klap-klap, ekki rösk
lega eins og fyrr, heldur þungt
og silalega. Hannibal þarf ekki að
flýta sér eftir neinu lengur.
En hlutlaust ríki hefur ekki póli
tískt sjálfstæði. Maríus kemur ask-
vaðandi í flasið á honum. „Hanni-
bal, gefðu honum á hann, þú skalt
ekki gefa honum eftir — Sveinn
og Karl! Komið þið hingað.“
Þá upphefjast handalögmál.
Nestispakki kemur svífandi í loft-
inu og hittir töfluna og hár hvell-
ur heyrist, þegar harðsoðið egg
splundrast, einn apaköttur þýtur
upp og nýr töfluklútnura framan
í Leif, baksveitir slá um hann
skjaldborg með rimlastóli kennar-
ans, Leifur nær að komast upp
á hann, og stóllinn mölbrotnar.
Óhljóðin eru lík og 1 villidýrum,
patricearnir og plebejarnir engjast
hver um annan í einni hrúgu á
gólfinu. En allt í einu verður dauða
kyrrð og öllu er lokið, þarna
stendur þá kristinfræðikennarinn,
cand. theol. Sachs, og litast um,
ærið hvassnefjaður.
Flestir voru komnir í sæti sín
í tíma. Leifur og Maríus sátu við
borðið, með sína biblíuna hvor, en
úti við gluggann voru tveir dreng-
ir farnir að slást og létu höggin
vaða í andlit hvor annars. Þeir hafa
ekkert séð og ekkert heyrt, blóð-
hlaupnir standa þeir þarna og
vilja ekki hætta eða gefast upp.
Það er fyrst, þegar hr. Sachs slær
með reglustrikunni fast í eitt borð-
ið og danglar léttilega í bakhlut-
ann á þeim, að þeir líta upp ráð-
villtir og þjóta hvor frá öðrum.
Já, þannig var hr. Saehs vanur
að koma hlutunum í lag, hann var,
þegar allt kom til alls, stórkost-
lega vinsæll í miðskólanum, hver
gat trúað því, að hann fengist við
trúarbrögð? Hr. Sachs var sá af
kennurunum, sem mestan áhuga
hafði á knattspyrnu og sá fjörug-
asti og sá Jesús, sem hann boðaði,
var eins og hann sjálfur. Að vísu
varð hann dálítið byrstur, þegar
stóllinn tók að láta undan þunga
hans sjálfs, slík hervirki gat hann
ekki umborið. Hann framkvæmdi
stutt réttarpróf og kom í veg fyrir
öll undanbrögð, grófst fyrir orsök
óspektanna, allt þar til komið var
að tréskóm Hannibals.
Hr. Sachs lét við þetta sitja og
spurði einskis frekar, hann gekk
út frá því gefnu, að Hannibal hefði
sett þessa tréskó upp til að láta
braka í þeim. í raun og veru hafði
Hannibal verið skipað að hreykja að
kartöflugrösum í garðinum heima
að viðlögðum barsmíðum, ef verk-
inu yrði ekki lokið fyrir skólatíma.
Og Hannibal hafði hamrað járnið,
meðan það var heitt, en samt sem
áður hafði hann ekki lokið við síð-
ustu röðina, þegar klukkuna vant-
aði tíu mínútur í níu og þá var
allt komið í ótíma fyrir Hannibal.
Hjartað var eins neðarlega og hægt
var að hugsa sér, en hann leiddi
hvorki hugann að tréskóm eða
öðru. Þetta var nú mergurinn máls
ins, og ef hr. Sachs hefði haft með
líðan með Hannibal, hefði hann
kannski talað við hann í einrúmi
og komizt að þessu, sem á undan
var gengið. En hr. Sachs vildi ekk-
ert skipta sér af Hannibal. Ekki
vegna þess, að hann væri sonur
burðarmanns, það var heiðarlegt út
af fyrir sig, og vegna þess gat
hann litið örlítið betur út, og hann
þurfti heldur ekki að hafa ekka og
sýna þrjózku, þegar á hann var yrt.
Hannibal var tekinn upp i miðj-
um tímanum. Hann gerði tilraun
til að standa kyrr á sínum stað,
vegna þess að hann var á tréskón-
um, en hr. Sachs skipaði honum
að koma fram á gólfið. Kannski
var það vegna þeirra, að hann stóð
sig ekki beint vel í minni spámönn
unum, hann var þó sæmilegur j
þeim í gærkvöldi, þegar móðir
hans hlýddi honum yfir þá, nú gat
hann alveg ómögulega komið fyrir
sig nafni Hbakúks. Og svo kom
bókin, sem bundin var í vaxdúk-
inn, fram í dagsljósið. „Hannibal,
Hannibal,“ sagði hr. Sachs og
og hristi höfuðið á meðan hann
skrifaði: „Þú ættir að hugsa betur
um að læra lexíurnar þínar en
minna um áflog.“ Þarna kom það.
Hannibal snökti og settist, en
patricearnir gáfu hver öðrum augu
sigri hrósandi: Skór Hannibals voru
lýstir í bann trúarinnar. — Það
var kannski ekki þannig meint,
en þannig skilið, að nú var þetta
a.m.k. bending um það, hvernig
ríkisvaldið vildi að maður hagaði
sér.
Fyrri hluti dagsins silaðist áfram.
Hannibal komst klakklaust fram
úr litlu frímínútunum klukkan tíu,
honum tókst að klóra sig fram úr
náttúrufræði hjá ungfrú Knudsen.
En í leyndum unnu hinir dular-
fullu bragðarefir, frá borðinu fyr-
ir framan mig var laumað miða
aftur fyrir sig og á honum stóð,
að mæta skyldi í króknum bak við
reiðhjólaskúrinn, strax og matar-
tíminn hæfist. Hannibal lét sig seð-
ilinn engu skipta, hann hafði ekka
og ýtti honum frá sér. En kannski
hafði hann samt sem áður lesið
hann, því að á sekúndunni, þegar
bjallan hringdi, reis hann einbeitt-
ur á svip á fætur og skrölti út úr
bekknum, út á salernið og læsti
að sér. Hann skyldi ekki blanda
sér í neitt.
En ríki, sem lá milli tveggja stór
velda, gat ekki einangrað sig þann-
ig. Maríus lét Svein og Karl halda
vörð utan við dyrnar. Sveinn og
Karl áttu víst að teljast vinir Hanni-
bals, en þegar vináttan ein varð
þess ómegnug að laða hann út,
kveiktu þeir í greiðubroti og hentu
því inn á milli rimlanna. Og þá
kom Hannibal út. Sveinn og Karl
í sameiningu voru sterkari en
Hannibal, þeir tóku hann á milli
sín og roguðust með hann, klap-
klap-klap-klap, eftir ganginum, nið
ur stigann, þvert yfir leikvöllinn.
Síðasti áfanginn var þó verstur,
smápésar úr fyrsta bekk hópuðust
t ! U 1 S ti — SUNNUDAGSBLAfi
163