Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Blaðsíða 17
&
-s—V-
P®uömfictottfími fymttqkttf/fyatfpfet off
fytgafia íftafn pítt fya off éöe opmfcrf/fctrifcrai) z íof
2 Slttöa ORtftfviUt J>ut tiíítbtfí mba*,
tfb ðlírft ltftl<a tytm og <a%otlu/ pittWakat
í3
íeft off i piri oi> ítfa/'z í;u<tð fem ecfe
*-krferr-fc-
1 1 ^Lr*^ *■ —
5
JjOífwtfí þitt/pot fta viíitt off $tjfa/<So afentiga eb«
Grallaralag, sem sungið var í Næfurholti, þegar lesið var I Sjöorðabók Jóns
Vídalins.
í þrjá daga var verið að smala til fráfærna.
Þeim ám, sem fundust, var stíað upp undir viku
og þeirra gætt. Lömbin voru tekin í hús á kvöld-
ln og höfð þar yfir nóttina. Á .morgnana voru
ærnar látnar inn og mjólkaðar. Þá var lömbun-
um hleypt undir og setið yfir öllum hópnum á
daginn.
Ég man, að allt fólkið tók þátt í fráfærunum,
og ég minnist þess ekki, að ég sæi heimilisfólkið
nokkru sinni með jafnglöðu yfirbragði og þenn-
an tíma, sem fráfærurnar stóðu yfir. Allir vildu
eiga sem mestan þátt í því að lömbunum liði sem
bezt Ég fékk oft að vera með, þegar gott var
veður. Mér fannst ég þá vera maður eins og
hitt fólkið, þegar ég var kominn á bak Vakra-Grána,
reiðhesti ömmu minnar. Annars hefði ég orðið
eftir af hinu fólkinu.
Árið 1845 2. september kom eldur upp í Heklu.
Þá bjuggu þar þau afi minn og amma í gamla
Næfurholti. Þegar eldurinn brauzt út, var amma
ein heima með ung börn sín, en afi hafði verið
við heyvinnu í Réttanesi, sem mun vera nálægt
tveggja tíma ferð frá Næfurholti. Eldsuppkoman
hafði byrjað með jarðskjálftakippum, þrumum og
svartamyrkri. Stórflóð kom í Rangá ytri af jökli,
sem bráðnaði af fjallinu. Rangá varð svo heit, að
silungar lágu dauðir á eyrunum, þegar flóðið
fjaraði.
Þegar afi kom heim úr Réttanesinu, flutti hann
fólkið að Kaldbak. Nærri má geta um líðan ömmu
meðan hún var ein með börnunum, áður en
fólkið kom hekn, þar sem bærinn stóð mjög nærri
rótum Heklu og hún gat vænzt þess, að glóandi
eldhraunið steyptist yfir bæinn, enda var það
svo, að eldhraunið fór yfir vatnsbólið, sem var
fyrir neðan túnjaðarinn, og tók rönd af túninu.
Vorið eftir fluttust þau að hjáleigu frá Næfur-
holti, Þórunnarhálsi, sem síðan heitir Næfurholt.
Eins og áður er sagt fæddist ég 20. apríl 1857.
Eins og hálfs árs er ég tekinn í fóstur að Næf-
urholti, og var ég þar þangað til ég var þrettán
ára. Hættu þá fósturforeldrar mínir búskap, og
tók við allri jörðinni Halldór, sonur þeirra, er
var þá búinn að búa í sex ár á hálfri jörðinni
í Hraunteigi á nýbýli, sem hann byggði þar, þeg
ar hann byrjaði búskap. Vorið 1870 fluttist hann
svo heim að Næfurholti, og dvöldust afi og amma
hjá honum meðan þau lifðu. Kona Halldórs var
Ingibjörg Eiríksdóttir frá Helluvaði, ekkja Ólafs
bónda í Eystri-Garðsauka.
Haldið út á ævibrautina
Árið, sem afi og amma hættu búskap, 1870, fór
ég vikadrengur að Steinkrossi til Valtýs Sigurðs-
sonar og Guðrúnar Eiríksdóttur og var þar í
eitt ár. Á þessu ári gekk ég til prestsins, séra
ísleifs Gíslasonar í Kirkjubæ, sem fermdi mig
vorið 1871. Þá fór ég um vorið að Koti á Rangár-
völlum til Ófeigs og Guðrúnar frá Næfurholti,
sem þar byrjuðu þá búskap. Það var erfið smala-
mennska, en hagbeit góð. Ég gætti ánna á sumr-
in, en lambánna á vetrum. Þaðan fór ég sextán
ára að Látalæti (sem nú heitir Múli) til Brynjólfs
smiðs, sem þá bjó þar, og Guðrúnar Höskuldsdótt-
ur frá Ásólfsstöðum. Þar var ég í þrjú ár sem
vinnudrengur. Ég hafði mjög gott af veru minni
þar. Hjónin voru bæði vel gáfuð og hneigð fyrir
bækur. Fræddist ég þar um margt, sem ég vissi
ekki áður. Aðalvisdómur minn var, þegar ég kom
T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
161