Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Blaðsíða 20
. og uönsuðu kringum Hanni- bal: „Me-me, fjórði bekkur á tré- skóm, fjórði bekkur á tréskóm.“ „Þarna getið þið heyrt,“ hrópaði Leifur, um leið og lýðurinn var kominn í öruggt fylgsni bak við reiðhjólaskúrana, „þetta er virðing in, sem þeir bera fyrir okkur.“ Og Leifur hristi sitt tignarlega, ljósleita fax og hélt áfram að tala um æru og álit fjórða bekkjar, um að nú ætti að jafna honum við tré- skó. Hann var engin höfðingja- sleikja, alls ekki. Þegar hann átti heima á herragarði frænda síns, fyrirvarð hann sig ekki fyrir að vera í tréskóm, þegar hann fór á markaðinn, en í Hovgárds mennta- skóla áttu þeir ekki við. „Kærið þið ykkur kannski um að vera líkt við sveitadurgana?" „Heyr, heyr,“ hrópuðu þeir ein- kennisbúnu, sem stóðu allt í kring- um leiðtogann. „Svei, svei,“ öskr- uðu hinir róttæku og börðu með með knýttum hnefum á nestiskass- ana, sem voru úr blikki. En Leifur gaf áhangendum sín- um merki, og meðan á verstu ólát- unum stóð, kom allt í einu dálítið fram, sem Arvid hafði borið á bak- inu: brúnir spariskór, reimaðir. „Sjáðu, Hannibal, ef þú kærir þig um þá, þá ætlar Arvid að gefa þér þessa skó héína. Ef ég væri sem þú, tæki ég á móti þeim.“ Hannibal sýgur upp í nefið. Hin Ijósu augu hans gefa skónum að- eins gætur. Þeir eru dálítið flat- botna og gengnir, en annars heilir og góðir. Hannibal þegir. Hann hef- ur enga samúð með félagsskapnum en hér er þó eitthvað áreiðanlegt. Ef þessir skór passa honum, er honum borgið það, sem eftir er dagsins. Hannibal nálgast. En þá flýgur honum 1 hug, að Arvid er lítill drengur með litla fætur, mikið fótminni en hann sjálf ur. Og hver er kominn til að segja, að þessir skór séu ekki gildra. Leifur stendur svo lymskulegur með þá . . . Nei, Hannibal hristir bara höfuðið, hann ætlar ekki að blanda sér í neitt. Þetta er aðeins það, sem patrice- arnir hafa búizt við, þeir hafa bar- dagaáætlunina tilbúna. Þarna ligg- ur nú Hannibal upp í loft með þrjá-fjóra drengi yfir sér, liprar hendur rífa annan tréskóinn af og setja brúnan skó í staðinn. En skórnir frá honum Arvid eru of litlir. Það gengur of hægt, ple- bejarnir storma til aðstoðar, brátt er allt orðið ein benda handa og fóta, stuttur, hikandi andardráttur afmyndaðra munna, hendur, sem' grípa í blindni í það, sem fyrir er, olnbogar og kné koma í ljós. Og allra neðst liggur Hannibal. Svo lengi má erta mann, að sjóði út úr um síðir Við skulum ekki tala um athugasemdir og illyrði, ræðuskörunga, heiður bekkjarins, stjórnmál og hégóma. En nú er hné ýtt af afli beint í magann á honum og loftið pressast út úr lungunum, hnakki hans lemst við malbikið, svo að gneistar myndast og í munninum finnur hann bragð af volgu, þykku blóðinu úr nef- inu — nú snökti Hannibal ekki lengur, hann öskrar. Hann veltir sér á magann og spennir hrygginn upp á við, kemst síðan á fjóra fæt- ur, í gegnum alla þessa svörtu, lif- andi og viðbjóðslegu þröng, sem skríður ofan á honum og þrúgar hann niður. Og hönd Hannibals nær tökum á einhverju þungu, og hann þrífur það og þeytir því beint að einhverju kostulegu, smetti, einhverju reglulega skinheilögu smetti, sem situr við fremsta borðið og burðast við að vera fyndið með því að svara öllu. Þetta þunga er tréskór Hanni- bals sjálfs. En hann hittir ekki Leif því að Leifur beygir sig, og tré- skórinn þýtur yfir höfði hans og út á milli reiðhjólageymslnanna, þar sem hópur af smádrengjum hafði safnazt saman til að fylgjast með ólátunum. Qg allt í einu er öllum ólátum lokið. Það er ekkert lengur til, sem heitir patrieear eða plebejar, ekk- ert, sem heitir stjórnmál. í skotinu bak við skúrinn er Hannibal einn eftir. Hann situr þarna hálfvegis, með tréskó á öðrum fætinum og í prjónasokk á hinum. Andlit hans er blóðstorkið og hin björtu, smáu augu hans stara kjánalega á dreng einn, sem er minni en hann sjálf- ur, og liggur í tíu-tólf skrefa fjar- lægð, undarlega kyrr. En við hlið drengsins liggur ann ar tréskórinn hans Hannibals. Og yfir leikvöllinn kemur Hammer umsjónarmaður löngum, föstum skrefum. Fréttirnar fengu vængi. Fyrst var talið, að drengurinn væri dáinn síðan var talið, að um heilahrist- ing væri að ræða, að lokum var svo talið, að hann hefði fallið í yfirlið. Hannibal var ekki lengur þarna. Blóðið var þvegið af andliti hans og hann fékjc leikfimiskó. Kennarinn leit aðeips upp úr bókinni, en sagði ekkerk og Hannibal sagði heldur ekki neíft hann fór beina leið í sæti sitjf, Rödd hvíslaði því, að hann heffö. talað við rektor, en Hannibal hristí aðeins höfuðið. Rektor var ekki við. Hann hafði ekið drengnum, sem féll í yfirlið, í sjúkrahús og þaðan heim til hans, Það var ekki fyrr en að hálfnuðuth fjórða tímanum, að hann kom aft- ur, og þá fór fyrst að hvéssa. Ekki þó með þrumum og dómsdegi, eins og búizt hafði verið við. Þrumurn- ar drundu neðanjarðar, drunga- legar og óviðfelldnar. Dyrnar opn- uðust hljóðlaust, kennari sá, sem átti að halda vörð, stakk höfðinu inn úr gættinni og gaf Leifi merki. Leifur gekk beinn og djarfur út og kom beinn djarfur inn aftur eftir tíu mínútur. Ég hefði gjarn- an viljað fá að sjá framan í hann, en hann settist, án þess að líta til hægri né vinstri, og þegar hvísl- að var við borðið bak við hann, hristi hann aðeins höfuðið. Á eftir honum var Arvid kállaður út, og síðan ekki fleiri. Ekki Hannibal, ekki Maríus, enginn af plebejunum. Enn voru frímínútur. Leifur og Arvid risu strax á fætur og gengu saman út. Þeir mæltu ekki orð. Hannibal sat sem fastast á sínum stað, og kennarinn, sem halda átti uppi reglu, skoðaði hann í krók og kring og lét hann sitja, þó að það væri eigin lega bannað. En úti á ganginum var drengur úr þriðja bekk, sem hafði séð rektor og umsjónar- manninn standa niðri í skotinu við reiðhjólaskúrana. Hammer hafði verið með bendingar og skýringar. Stuttu síðar hafði svo Leifur bætzt í hópinn og rektor talaði lengi og rækilega við hann. Og Leifur hafði staðið rétt eins og hermaður og kinkað kolli stutt en ákveðið. Fimmti tími leið og ekkert gerð ist. Frímínúturnar liðu, siðasti tími hófst — ekkert. Hannibal gleymdi að taka latínubókina sína upp, og þegar ég lagði mína beint fyrir framan hann, horfði hann ekki á hana. Hann var eitthvað svo undarlega utan við sig. En allt í kringum hann sátu drengirn- ir með klukkur sínar frammi. Gerðist nú bara alls ekki neitt? Jú, þegar klukkuna vantaði 164 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAf)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.