Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Blaðsíða 16
*:■ ■+, í Gerhardshugvekjum, og var þeim lokið um jól. Frá jólum til níuviknaföstu voru sungnir Fæð- ingarsálmar og lesnar Fæðingarhugvekjur. Frá níuviknaföstu til páska voru sungnir Passíusálm- ar og lesnir píslarþankar alla virka daga, nema miðvikudaga í sjöviknaföstu, — þá var lesið í Sjöorðabók Jóns Vídalíns og sungið í Grallaran- um, oftast sömu sálmarnir — á undan „Ó, guð, vor faðir, sem í himnaríki ert og Nú bið ég, guð, þú náðir mig“ á eftir. Frá páskum til hvítasunnu voru sungnir upprisusálmar og lesnar upprisu- hugvekjur, nema síðustu vetrarvikuna og fyrstu sumarvikuna. Þá var lesið Missiraskiptaoffur og sungnir vorsálmar úr Grallaranum. Mikið bókasafn var til hjá afa og ömmu. Voru það mest gömul guðfræðirit. Ég man sérstaklega eftir þrem biblíum og var Guðbrandarbiblía ein af þeim, en önnur Viðeyjarbiblía. Sögur held ég hafi verið fáar. Það var lítið lesið af sögum og lítið kveðið af rímum Helzt voru lesin ýms fræði rit, andleg og veraldleg og tímarit, þar á meðal Félagsritin og Klausturpósturinn. Landareign Næfurholts er víðáttumikil, og er þar fjárbeit góð. Skógar eru þar víða. Fallegastur og stærstur var skógurinn á Hraunteigi. Þegar ég var ungur, um 1860—1870, var hann helzt yrktur frá fornum stólsjörðum í Rangárvallasýslu. Var þá víða skógarhögg í Næfurholtslandi frá ýms- um jörðum í sýslunni, til dæmis Geldingalækjar- torfu, Grafartorfu, Vatnsdalstorfu, Gunnarholts- torfu, Stóra- og Minna-Hofstorfu og víðar.. Auk áðurnefndra skógarítaka var víða baggaviðarskóg- ur í landareigninni, til dæmis í Markhlíð, Myrk- viði—botnunum —, Lambatanga, Bakkaskógi, Breið- holti, Tindilbrekkum, Austurbrekkum og víðar. Heimahagarnir voru sérkennilega fagrir, fjöll með grasi og skógi vöxnum hlíðum, fjöll með iskriðum og gróðurlaus fjöll með grasgeirum á milli. Hraun var þar grasi vaxið og með skógi, grasheiðar og hraun með lyngi og mosa, en litlu grasi, uppblásin hraun og ógróin hraun. Sums stað ar voru tjarnir og snögglendar mýrar, uppblásn- ar öldur og melar gróðurlitlir, gil og lækir. — Þetta er lýsing landslagsins um 1870. Nú mun mörg grasspildan eyðilögð af sandfoki og skriðum. Lítið var um skemmtanir á heimilinu. Dans var þar óþekktur. Helzta skemmtun var þar á vetrarkvöldum, ef einhver sagði sögur. Oft gisti þar einhver umrenningur, sem mikið var um I Rangárvallasýslu í þá daga, og voru þeir þar vel- komnir, helzt ef þeir kunnu mikið utanbókar af sögum og rímum. Kom það fyrir, að þeir gistu þar tvær til þrjár nætur og • allt að viku, og -var þeim alltaf gefið með sér. Það var kallað að gefa með sér, ef þeim var gefinn ullarlagður eða flík, sem þeir höfðu oft þörf fyrir. Klæðnaður þessara vesalinga var oft mjög lítil- fjörlegur. Þetta voru menn, sem voru óheppnir í lífsbaráttunni, ungir og gamlir, konur og karlar. Var þetta fólk oftast hætt að vinna líkamlega Vinnu. Það var eins og það einkenndi flest af þessu fólki, að það hafði einhvers konar ein- ikennilega námsgáfu og sumt hjátrúarfulla spá- Isagnargáfu. Þvl þótti fólki vissara að taka vel á imóti þessum umrenningum. Ef þeim rann í skap >við einhvern, var þeim hætt við að spá fyrir Ihonum einhvers konar ófarnaði. Þótti mönnum Iþað oft rætast. Þeir, sem tóku vel á móti þessuim 'vesalingum, áttu það víst, að blessun fylgdi því lá einn eða annan hátt, enda er ekki ólíklegt, að 'svo hafi verið. ! Spilað var oft á sunnudagskvöldum, vanalegast tfjögurra manna alkorft, stundum treikort, sjaldan 'púkk. Aldrei man ég eftir vist. Þeir, sem eklci •spiluðu á sunnudagskvöldum, lásu þá í einhverri 'guðsorðabók. Amma mín sagði oft er hún sá ein- 'hvern heimilismann iðjulausan: ’ „Líttu í biblíuna, Hallgrímskver eða einhverja 'nytsama bók, ef þú hefur ekkert að starfa“ 1 Iðjuleysi var óþekkt á heimilinu. Oft voru karlmennirnir við smíðar á kvöldvök- *um — voru þá smíðaðir ýmsir hlutir til búsþarfa, •sem þá tíðkuðust eins og til dæmis askar, tré- skálar, klyfberar og kláfar (úr rekaviði), hey- laupar, kvíslar, snjórekur og útskornir kembulár- ar úr íslenzku birki. Birkið þótti bezt til smíða, þegar það var búið að vera barkarlaust í smiðju eða eldhúsi í heilt ár, áður en smíðað var úr þvi. Það var regla á heimilinu að vinna sem flest, er þurfti með til heimilisins, úr heimafengnu efni til dæmis hornspæni, hagldir, hnappa, tölur, kilpa, skera greiður úr hesthófum og tölur á nærföt úr beini. Ull var í allan klæðnað og hrosshár í reipi' og beizli, hnappheldur og klyfberagjarðir. Stór- gripaskinn voru höfð til skófatnaðar en sauðskinn til hlífðarfata. Eltur skinnfatnaður var notaður til að verjast næðingi og kulda, en lýsisborinn til að verjast vosbúð, skinnsokkar, skinnhöld og skinnstakkar. Allt þetta var unnið af heimilis- fólkinu á þeim tímum, sem afgangs voru frá dag- legum nauðsynjastörfum, til dæmis slætti, vorönn- um, haustverkum, skepnuhirðingu, eldhúsverkum og þjónustubrögðum og fleira. í Næfurholti var erfið smalamennska á haustin. Fyrir allar skilaréttir var verið í tvo daga að smala hagana og voru oftast fengnir tveir til fjór- ir menn af öðrum bæjum til hjálpar heimamönn- um. Voru þá venjulega sjö eða átta, sem smöluðu. Lömbin voru tekin og látin liggja við hús jafn- óðum og þau heimtust á haustin, en ekki gefið Ihey fyrr en komin voru harðindi. Var þeirra ’gætt og þau rekin að húsum á hverju kvöldi. Fullorðnu fé var aldrei gefið nema í hagleysum og gaddbyljum. Var því oft fylgt í hagann og stað- ið yfir því, og stundum var það rekið langt til þess að beitin nýttist sem bezt. Hundrað ám voru ætlaðar tuttugu og sex kaplar af heyi, hundr- að sauðum, fjórir kaplar, og entist þetta í flest- um vetrum. Veturgömul fé var ætlað meira hey enda ekki fylgt eins vel í haga og því fullorðna. Hundrað lömbum var ætlaðir fimmtíu til sjötíu kaplar af heyi. Var oft staðið hjá þeim í snjó á kvistlendi. Þau tóku fóðri, þegar þíður voru og góð tíð, en þegar þau voru alfarið inni í harð- indum, höfðu þau viðhaldsfóður. Úr því að góa var liðin, var öllu sauðfé sleppt, ef bærileg tíð var, og ekki var neitt skipt sér af því fyrr en mál var að rýja á vorin. Lítið var gætt að því um sauðburðinn. Vanhöld á lömbum voru furðulítil. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.