Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Blaðsíða 7
— Já, þeir eru natnlr við þetta. Ég hitti mann nokkurn úti í Dan- mörku, sem sagðist framleiða að meðaltali sextán þúsund fiska á ári. — Þú ræktar ekki skrautfiska? — Ekki svo heitið geti. Ég hef ekki nægan tíma til þess. Mér þvk- ir það fjári slæmt, því ræktunin er jú mjög skemmtileg, í henni er allur spenningurinn fólginn, ef svo má segja. Kannski rækta ég síðar, þegar hægist um. — Geta fiskar eins og þessir orðið gæfir? — Ef háfur kemur aldrei í búr- ið, verða þeir gæfir. Sérðu. Þegar ég tek hérna matarköggul og dýfi hendinni niður í vatnið, koma beir og snæða úr lófa mínum. • — Gráðugir mjög, sýnist mér. — Já, þeir hafa flestir góða lyst. Sérðu þennan litla. Hugrekkið fer ekki eftir stærðinni. Og þessi. Sérðu hann. Þetta er síamskur bardagafiskur. Hann er samt sem áður svo huglaus innan um aðra fiska, að hann heldur sig íyrir neð- an þá og étur það, sem peir missa niður. — Hafa þeir allir góða matar- lyst? — Það er misjafnt eins og hjá okkur mannfólkinu. Sumir virðast ekki éta nokkurn skapaðan hlut, og dafna samt. Jæja, ætli ég lofi þeim ekki að mata sig s.iálfir af bitanum. — Hvernig þykir þér meðferð fólks á skrautfiskum? Er hún ekki á stundum all hrottaleg? — Hún var það, en nú fer fólk yfirleitt vel með þessi viðkvæmu skrautdýr. Þeir eru jú líka til, sem kunna ekkert til fiskaeldis, og drepa allt kvikt, sem í ker þeirra kemur, ekki hvað sízt börnm. Hing að koma menn og segja: Ég ætla að fá krukku. Svo ætla ég að fá nokkra fiska. Blessaður hafðu þá stóra og rauða. Síðan labba þessir menn sig heim til sín, dengja kannski fjórum, stórum fiskum í þriggja lítra ker og halda, að þar aneð sé allur galdurinn oúinn Eft- ir tvo til þrjá daga eru allir fisk- arnir dauðir, og viðskiptavinirnir hlaupa hingað gráir af vonzku og segja, að ég hafi selt þeim fár- veika fiska. Að sjálfsögðu er það hrein firra. Kvikindin deyja ein- faldlega af súrefnisleysi, kuida jafnvel. Rétt hlutfall verður að vera á milli vatnsmagnsins og skrautfiskatölunnar. Ef góð súr- efnisdæla er í kerinu, svo og lif- andi gróður, er hæfilegt að hafa eitt kvikindi á hverja tvo lítra vatns. En fólk skellir skollaeyrum við slikri smámunafræðslu. Því er nóg að vita ekki neitt. Það vill einungis hafa nógu mikið af fisk- um, og annað þykir því ekki skipta máli. Skrautfiskar eru mjög viðkvæm kvikindi, einkum fyrir hitabreyt- ingum. Hitastigið verður að vera jafnt í keri, tuttugu til tuttugu og fjögur stig. Bregði út af, drepast fiskarnir fljótlega. Að vísu eru teg- undir misviðkvæmar. Sumar teg- undir þola töluvert hnjask. En all- ar tegundir þola alls ekki kulda og alls ekki of háan hita. Ég get nefnt þér tvö dæmi. í gærkvöldi kom til mín maður og bar á mig, að ég hefði selt sér veika fiska. Ég þrætti fyrir það og reyndi að fá hann til að segja mér af keri sínu. Að lokum viðurkenndi hann, að hitinn í kerinu hefði tvisvar far- ið upp í tuttugu og átta stig. Þar með var skýringin fengin. Meira þurfti ekki. í öðru tilviki komu hingað karl og kona, hjón, og keyptu af mér nokkra fiska, sem ég setti í plast- poka eins og ég er vanur. ÞeÞa var um hávetur og tíu stiga gadd- ur. Daginn eftir kemur maðurinn, daufur nokkuð í dálkinn, og seg- ir, að fiskarnir hafi allir drepist. Ég spyr, hvað þau hafi gert við fiskana, og þá kemur í Ijós að þau hjónin höfðu brugðið sér á kvikmyndahús, eftir að þau keyptu af mér kvikindin, og látið pokann bíða í bílnum. Þú getur ímyndað þér, hvort ekki hafi kólnað á fisk- unum. Vatnið komst niður i fjög- ur til fimm stig. Engan undraði, þó kvikindin tækju upp á því að deyja. — Eru skrautfiskar matvandir? — Þeir þurfa fjölbreytt matar- æði líkt og við, mennirnir. Hér í verzluninni hef ég um það bil Blámahængur að krelsta gotu úr kerl- Ingu sinnl. T t M I N N - SUNNHDAGSBLAÐ 151

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.