Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Side 4
—íisland hefur veri'ð kallað
sögueyjan og íslendingar sögu-
þjóðin, en fólk gerir sér ef til vill
ekki grein fyrir því, að íslendinga-
sögur liggja til grundvallar þess-
um nafngiftum. Orðið saga hefur
víðtæka merkingu í íslenzku og
getur meðal annars táknað hið
sama og historia á grísku, sem er
alþjóðaorð og hefur verið þýtt
sem sagnfræði á íslenzku. Kannski
er hér að leita skýringar á því,
að margir íslendingar gera sér
ekki grein fyrir, hvað sagnfræði
er Fróðleikssöfnun — aðdráttur
heimilda — og sagnfræði er sitt-
hvað. Við getum líkt þessu við
sand og sement annars vegar og
fullgert hús hins vegar.
Fróðleiksmenn eigum við ís-
lendingar mjög marga, en sagn-
fræðinga fáa, eins og skýrt sést
á þvd, að vafasamt er, að nokkur
íslendingur geti talizt hæfur til
Björn Þorsteinsson.
háskólakennslu í almennri sögu,
ef hlítt væri almennum kröfum,
sem gerðar eru til slíkra manna.
Þannig farast Birni Þorsteins-
syni sagnfræðingi orð, er við sækj
um hann heim í þeim tilgangi að
spyrja hann um ýmislegt, sem
fræðigrein hans varðar.
— Ýmsar kenningar hafa kom
ið fram um forsögu ídands. Hvað
hefurðu þar til málanna að leggja?
— Ég minnist þess að hafa
heyrt hinn fræga ástralska forn
fræðing Gordon Ohilde segja, að
íslendingar væru lélegir fornfræð
ingar og fyrr eða síðar hlyti eitt-
hvað að finnast hér, sem benti til
forsögu. En ekkert. hefur komið
í leitirnar, sem bendir til byggðar
hér á landi fyrir víkingaöld. Hafi
einhverjir íslendingar verið til þá,
hefur það verið huldufólk, eins og
Kristján Eldjárn þjóðminjavörð-
ur segir í viðtali í sumar. Kenn-
ingar, sem ganga í berhögg við
hina hefðbundnu skoðun á upp-
runa íslendinga, get ég ekki tekið
alvarlega. Barði Guðmundsson
þóttist uppgötva, að Herúlar
kæmu við sögu íslands, en sú
652
T f U I M N — SUNNUDAGSBLAÐ