Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Síða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Síða 6
glöggir rýnendur íblandssögunn- ar. Nú er nýútkomin nórmerk bók eftir Sigurð Þórarinsson: The Eruptions of Hekla in Histcricai Times — útgefin af Vísinda- félagi íslendinga. Sú bók þarf að koma á íslenzku, og ég býst við, að Sögufélagið fái hana til út- Jón J. Aðils var Seltirningur að upp- runa, frá Mýrarhúsum, og einn fyrsti brautryðjandi islenzkrar sagnfræði á tuttugustu öld. Hann var rithöfund- ur góður og mikilvirkur. íslandssaga hans, sem fyrst kom út árlð 1915, er enn í dag, eftir 52 áf, aðalkennslu- bókin í sögu þjóðarinnar við fram- haldsskólana. gáfu, áður langt líður. Þáttur nátt- úrufræðinga í rannsókn íslands- sögunnar er stórmerkur. Á öndverðri tuttugustu öld eru samin yfirlitsrit um sögu þíslendinga, Þá er tekið að kenna þessa grein við Háskóla íslands — en því miður var námi í íslands- sögu í öndverðu ætlaður staður við hlið málfræði og bókmennta innan sviðs íslenzkra fræða. Til skamms tima hefur, illu heilli ekki verið hægt að leggja ítund á sagn fræði sem sjálfstæða vísindagrein við Háskóla íslands. Jón Aðils, fyrsti sögukennari við Háskóla ís- lands, var brautryðjandi í íslenzk um söguvísindum tuttugustu ald- ir. Verk hans um einokunarverzl m Dana á íslandi er prýðisgott, inkum fyrri hlutinn. Af öðrum sagnfræðingum á þessari öld má nefna Pál Eggert ólason, sem var hamhleypa til vinnu og vann stórvirki við það að draga fram heimildir. Eiginleg söguritun lét honum miður, hann einblínir um of á persónusögu, en þó hlýtur j Menn og menntir siðaskiptaaldar að teljast merkt rit. Ég get ekki verið að telja upp alla þá, sem lagt hafa drjúgan skerf til rannsókna á íslandssögu á þessari öld, en Þorkell Jóhannessonar mun ávallt verða minnzt sem brautryðjanda í könnun og ritun íslenzkrar hag- sögu. . —Og hvernig myndirðu þá lýsa ástandinu í íslenzkri sagnfræði um þessar mundir? — Ástandið er slæmt, svo að ekki sé meira sagt. Sögurannsókn ir hér á landi eru að minnsta kosti öld á eftir tímanum. Söguritun hér hefur aldrei komizt á það stig, sem vert væri og þörf er á, og frumrannsóknir skortir á öllum sviðum. Það segir sína sögu, að á íslenzku er ekfcert rit til um sagn fræði sem vísindagrein eða um sagnritun, ekki einu sinni til pési um íslenzka söguritun. Þessum inngangsfræðum hefur algerlega verið sleppt hér á landi, nema hvað prófessor Þórhallur Vil- mundarson mun flytja fyrir- lestra um sagnfræði við háskól- ann. — Hvaða ástæður liggja til þessa, og hvaða ráð sérðu til úr- bóta? — Fyrst og fremst það, að sagnfræðingum hérlendis eru ekki búin sómasamleg skilyrði til þess að vinna að fræðigrein sinni. Það er í rauninni kjánalegt sport að vera sagnfræðingur á íslandi, auk þess sem það er dýrara en að drepa lax. Hér er ekki til neinn vísir að rannsóknarstofnun í sögu- vísindum, en hana þarf að reisa hið bráðasta, því að engri vísinda grein er eða verður sinnt á síðari hluta tuttugustu aldar, án þess að hún eigi sér sína stofnun og óskipta starfskrafta nokkurra manna. Það semja engir vísindarit i kaffitímanum. Þeir, sem stjórna fjár- og menntamálum hérlendis, gera heldur lítið úr sögu þjóð- arinnar, ef þeirra álit er þ&ð, að hún þurfi ekki að eiga sér stofnun á sama hátt og íslenzk jarðfræði, dýra- og grasafræði, að ógleymdri bókmenntasögunni. Við þurfum að vinna upp sögulega erfð okkar á frambærilegan hátt. Hin íslenzka sagnfræðistofnun ætti að vera á vegum Háskóla íslands eða i öllu falli tengd honum á ein- hvern hátt. Eins mætti sameina slíka stofnun Þjóðskjalasafn- inu. Hvað sem öllu skipulagi líður, þyrftu hið fæsta fjórir eða fimm menn að geta helgað sig rann sóknum, og þeir, sem nytu styrkja til sagnfræðiiðkana, til dæmis úr Vísindasjóði, þyrftu að geta starf að við islenzka sagnfræðistofnun. Það eru ekki aðeins verkefni, sem varða íslands einvörðungu, er bíða úrl-ausnar, heldur getum við lagt sitthvað af mörkum til almennrar sögu. — Hvaða einstök verkefni mynd irðu telja brýnust á þessu sviði? — Það er langt mál upp að telja. Fyrst af öllu vil ég taka fram, að ég átel alls ekki fróðleikssöfn- Magnús Már Lárusson, kennari I kirkjusögu og íslandssögu við Háskóla íslands og ritstjóri Kulturhlstorisk lexikons af íslendinga hálfu ásamt Jakobi Benediktssyni. Á síðari hluta tuttugustu aldar hefur enginn lagt meira af mörkum til rannsókna á sögu íslands en hann. un sem slíka, þótt hins vegar eigi hún lítið skylt við visindalega sagn fræði. Og í söfnun alls kyns heim- ilda þarf að gera stórátak. Þegar hefur margt farið forgörðum, en mörgu er hægt að bjarga frá gleymsku, og nú er unnið tals- vert að söfnun menningarleifa á vegum Handritastofnunarinnar og Þjóðminjasafnsins. En betur má, ef 654 T í M . IM N - SUNNUDAGSBLAH

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.