Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Qupperneq 8
lr allar rannsóknir á því samfélagi,
sem við lifum í, en sennilega hef-
ur aldrei verið reynt að vinna
þetta.
Öll nútímasaga má heita alger
lega ókönnuð, og satt að segja er
harla lítið gert til þess að búa í
haginn fyrir sagnaritara framtíðar-
innar. Öll skrif og umræður um
nútímasögu drukkna í pólitisku
pexi, svipuðu því, sem fyllir leið-
ara dagblaðanna, en það er eitt-
hvert þrautleiðinlegasta lestrarefni
sem sjást mun á Vesturlöndum.
Ekki er heldur hægt að segja,
að vel hafi verið unnið að því að
kynna íslendingum almenna sögu.
Mannkynssaga Máls og Menningar
er góð, jafnlangt og hún nær, en
það verk á enn langt í land. Og
útgáfu veraldarsögu Durants, sem
Rómaveldi er fyrsti hluti af, virð-
ist miða lítt. Annars er fornöldin
sá tími, er einna bezt skil hafa
verið gerð í íslenzkum sagnaritum,
en jafnframt sá hluti heimssög-
Þess vegna finnst mér misráðið
Þess vegna finnst mér misráðið,
að fela snilldarþj'ðanda á borð vi&
Jónas Kristjánsson það verkefni að
snúa Rómaveldi á íslenzku. Ég
hef ekkert á móti því riti sem
slííku, en bóndi, sem er að hefja
búskap, verður að meta, í hvað
skál ráðast fyrst. ísland er hluti
Vestur-Evrópu, sem verður póli-
tísk einnig á miðöldum, og okkur
varðar það fyrst og fremst, sem
gerist eftir daga Karlamagnúsar.
Það eru til mörg afbragðsrit um
sögu síðari tíma, og hluíir eins og
heimsveldisstefna, iðn- og tækni-
bylting eru okkur nákomnir. Held-
urðu, að það hefði ekki verið nær
að ráða Jónas Kristjánsson til þess
að þýða rit Marcs Blochs um léns-
skipulagið, sem ég hef hérna í
skápnum hjá mér, en sögu Róma-
veldis?
— Þetta vekur þá spurningu,
hvort ekki hafi verið litið á sögu
íslands um of sem einangrab
fyrirbæri.
— Alveg tvímælalaust. Tal um
einangrun Íslands er tómt bull.
En margir gera sér ekki grein
fyrir því, að saga fslands er réttu
lagi hluti af sögu Vestur-Evrópu
og ber að skoðast í því ijósi.
Til dæmis um þetta má taka
norsk áhrif út allar miðaldir. fs-
lenzkt samfélag líktist mjög hinu
norska á hámiðöldum — við get-
um kallað það íslenzka útgáfu af
skandinavísku lénsveldi. Hér ríkti
óðalsréttur, eins og Magnús Már
Lárusson hefur sannað, jarðeignir
söfnuðust á fárra hendur, og
þorri landsmanna var eignalaus.
Allt var þetta á norska vísu. Og
þessi áhrif spönnuðu vítt svið:
þess voru dæmi, að tilsniðin hús
væru flutt inn frá Noregi.
Það hefur mikið gildi fyrir sögu
okkar, er fyrstu þjóðríkin mynd-
ast á ofanverðum miðöldum við
það að skyldar þjóðir stokkast sam
an og lenda undir einni stjórn
— og nú fyrst er hægt að tala
um öfluga ríkisstjórn. Þetta varð
með líkum hætti á Norðurlöndum,
Napóleon Frakkakeisari Bonaparte
kom í veg fyrir, að við yrðum erlendri
borgarastétt að bráð í byrjun nítjándu
aldar og hafði grundvallaráhrif á ís-
lenzk sjálfstæðismál.
í Frakklandi og á Spáni. Dansk-
norska ríkið varð til fyrir sam-
verkan margra þjóðfélagsafla við
Eystrasalt, og nauðsynlegt er að
gera sér grein fyrir mikilvægi
þess, að ísland var hluti þessa
ifkis, stórveldis á Norður-Atlants-
hafi, sem svo var tekið að búta
niður, er fram liðu stundir. Stór-
veldin hlutuðu danska rí'kið í sund
ur, og við það moln-uðum við ís-
lendingar smám saman út úr
rlkisðieildinni. Annars má geta
þess, að Espólín gamli var með á
nótunum, hvað þetta snertir.
Hér hefur lengi eimt eftir af
kala til Dana, og enn þann dag í
dag er mat okkar á nýlendupóli-
tík Dana hér á landi að nokkru
mótað af sjónarmiðum sjálfstæðis-
banáttunnar. Vitaskuld er óhugs-
andi að afsaka nýlendustjórn, og
einokunarverzlunin var okkur
bölvuð engu síður en Norðmönn-
úm, það fer ekki milli mála. En
margt fleira kem-ur til greina, þeg-
ar fjallað er um það hallæris-
ástand, sem hér ríkti á seytjándu
og átjándu öld. Hér kólnaði tölu-
vert í veðri á síðari hluta sext-
ándu aldar, þá hófst svonefnd
litla ísöld, sem stóð fram undir
1900. Jafnvel smávægileg breyting
á meðalhita hér á landi hefur
geysimikil áhrif, og er óhætt að
kenna slæmu árferði um bágan
hag íslendinga á þessu tímabili að
nokkru. Svo má ekki gleyma því,
hve háðir við vorum útflutnings-
mörkuðum okkar, fiskverð á
heimsmarkaði féi! eftir siðaskipti.
Kom þar einkum tvennt til greina:
fiskát lagðist mjög af meðal þjóða,
sem tekið höfðu mótmælendatrú,
og jafnframt eykst fiskifang, er
siglingatækni fleygir fram og skip
stækka og tekið er að sækja á
fjarlæg mið eins og við Nýfundna-
land og í Hvítahafi.
Einokunarkaupmennirnir
dönsku voru ekki tómir djöflar,
þótt þar væri misjafn sauður í
mörgu fé, og það var ekki
stjórnarstefna að kúga íslend-
inga. Á átjándu öld er dá-
lítið gert fyrir atvinnuvegina
hér á landi, og þegar allt kemur
til alls, er mjög hæpið, að
hag okkar hefði verið betur borg-
ið undir stjórn einhvers annars
nýlenduveldis. Á eyjum þeim í
Norður-Atlantshafi, íslandi, Græn-
landi og Færeyjum, sem lotið hafa
danskri stjórn, hafa íbúarnir ekki
týnt menningu sinni og tengslum
við fortíðina, en þá sögu er til að
mynda að segja af Orkneyingum,
Hjaltlendingum og Eskimóum á
meginlandi Norður-Ameríku. Blá-
menn í Afríku gerðu greinarmun
á Dönum og öðrum nýlendudrottn
urum, og það er vist engin tilvilj-
un, að Nkrumalh, fyrrverandi leið-
togi Gh-anabúa, sat í Kristjáns-
borgarhöll. J
Þá munu margir vanmeta hinn
alþjóðlega bakgrunn sjálfstæðis-
baráttu íslendinga. Hefurðu gert
þór grein fyrir því, að ein helzta
sjiálfst-æðislhetja okkar var herra
Napóleon Bonaparte?
— Hvað hefurðu að segja um
sögukennslu í skólum hér?
— Ekki ætti að þurfa að fjöl-
yrða um nauðsyn góðrar sögu-
kennslu hér. Hér hafa orðið mikl-
Framhald é bls. 670.
656
T I M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ