Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Page 12

Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Page 12
/ lengdin ekki meiri en um 500 metrar en breiddin aðeins um 100 metrar, þar sem hún er breiðust. Vestast á eynni er k'lettaborg og sunnan undir henni fremur ógreið fær stigur um nokkuð stórgrj’tta fjöru, sem farin er, þegar geng- ið er yfir í Stekkjarey. Að norðan eru hamrar og stórgrýtisurð fyrir neðan, sem þó er fær. Lítið eitt austan við borgina er fúamýri, sem þornar þó að mestu í þurrka- sumrum. Hún er varla meir en 4—5 metrar á breidd, en nær langleiðina yfir eyna þvera. En að norðan er valllendisskák yfir að lágum sjávarhömrum og að sunn- an mjótt þurrlendi niður að smá- vogi, sem þarna gengur inn I eyna. í voginum er ágætt lægi fyrir bát, en gallinn á honum er sá, að hann þornar alveg um fjöru. Vestan KLAKKEYJAR Á BREIDAFIRÐt í kvöld ætla ég að reyna að gerast leiðsögumaður ykkar um Klakkeyjar. En leiít er, að ekki skuii vera hægt að sýna ykkur urn leið, hvernig þar er umihorfs, því að sjón er jafnan sögu ríkari. Eic Ihvað um það, meðan svo er ástatt, verður að láta í minni pokann og tjalda því, sem til er. Við skulum nú fyrst snúa okkur að nafninu á eyjunum, en það er eitt af mörgum dæmum um hug- kvæmni forfeðra okkar í nafngift- um. Klakkej'jar heita þær, af þvl að tindarnir, sem þær draga nafn af, eru tveir og standa upp eins og klakkar á klyfbera. Væri tind- urinn aðeins einn, dytti engum í hug að kalla hann klakk, og þvi er það mikill misskilningur, sem mörgum verður á og ég hef oft reynt að leiðrétta, að kalla eyjarn- ar Klakkseyjar. En klakkarnir eiga líks annað nafn, sem mikið hefur verið notað, en það er Dímonarklakkar. Ekki veit ég, hvaðan það nafn er upp runnið, en tel sennilegt, að það sé komið frá Norðurlöndum. Eg kmin ast ekki við nafnið frá öðmTh löndum, en Dímonar eru tíl í Fær- eyjum og hér á fslandi. Hér eru þeir austur við Markarfljót, við SkriðufeU, rétt vestan við Þjórsár^ dal, í Þingvallahrauni eru þeír vestan undir Reyðarbarmi, og svo eru Dímonarklakkar í Breiðafirði Þetta nafn er myndað af lærðum manni, sennilega munki eða klerki, en þeir voru margir latínumenn og jafnvel grískumenn líka og áttu það þá til að rugla saman reitunum. Nafnið er myndað af forskeytinu di-, sem er grískrar ættar og svarar til tví- á íslenzku og latneska orðinu mons, sem þýð- ir fjall. Úr þessu verður dímons, það er tvífjall, sem svo styttist í dímon í meðferð alþýðu. Klakkeyjar liggja í norður-norð- austur af Hrappsey og í norðvest- ur af Purkey, og er aðeins stutt- ur spölur yfir í þær eyjar, ef farín er skemmsta leið, þó að töluvert Iengra sé heim að sjálfum býlun- um. Klakkeyjar eru fjórar, austast Bæjarey, þá Stekkjarey, síðan Skertla og vestast Skarða. Nöfnin Bæjarey og Heimaey eru algeng ó þeim eyjum í Breiðafirði, þar sem sjálfur bærinn stendur eða hefur staðið. Við skulum nú athuga þessar eýjar og byrja á Bæjarey. Hún Mggur irá suðvestri til norðaust- urs og er Iöng oig mjó, og þó ér við voginn gengur fram lítið nes og vita mannhæðarháir hamrar, eða rúmlega það, að voginum, en að vestan er aflíðandi berg, sem alltaf er hægt að lenda við og ganga þurrum fótum á land, hvern ig sem á sjó stendur. Annars er víða hægt að lenda þarna í eyj- unum og fá lægi fyrir bát, og má því velja um lendingarstaði, eftir því hvernig vindátt er í það og það skiptið. Austan við mýrina tekur við lág, aflíðandi brekka, og efst í henni eru bæjarrústirnar. Austur af rúst- unum er sléttlendi niður að sjáv- arhömrunum að norðan. Þar er túnbleðillinn. Rústirnar eru gaml- ar og grónar og sýna, að húsa- kostur hefur ekki verið mikill, sem ekki er von. Og túnið er lít- ið. Þó er ekki loku fyrir það skot- ið, að það hafi verið stærra en nú er. Hvergi sést móta fyrir vall- argarði, enda ekki víst, að hann hafi nokkurn tíma nokkur verið. Búpeningur hefur sennilega geng- ið i Stekkjarey og lítið þurft a8 verja túp, og ayk þess mun víðasl hvar hafa vertð fitíð um vallaí- Útvarpserindi efHr Guðmund Thoroddsen prófessor, flutt fyrir nokkrum árum 660

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.